Vilhjálmur Kristinn Garðarsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Vilhjálmur Kristinn Garðarsson, grafískur hönnuður í Danmörku fæddist 3. september 1960.
Foreldrar hans Ingibergur Garðar Tryggvason, verkamaður, sjómaður, framkvæmdastjóri, bæjarstarfsmaður, f. 10. febrúar 1933, d. 13. desember 2012, og kona hans Kolbrún Hulda Sigurjónsdóttir, húsfreyja, starfsmaður á heimili fyrir aldraða og blinda, f. 25. febrúar 1936.

Börn Kolbrúnar Huldu og Garðars:
1. Tryggvi Friðrik Garðarsson flugvirki, f. 20. febrúar 1955. Kona hans Jayne Garðarsson.
2. Valgeir Örn Garðarsson garðyrkjumaður, f. 20. ágúst 1957, d. 9. mars 1998, ókvæntur.
3. Jóna Ósk Garðarsdóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 3. mars 1959. Maður hennar Ágúst Guðmundsson.
4. Vilhjálmur Kristinn Garðarsson grafískur hönnuður í Danmörku, f. 3. september 1960. Kona hans Beinte Höjgaard Gardarsson.
5. Sigurjón Ingi Garðarsson tölvunarfræðingur, f. 16. júlí 1970. Kona hans Erna Kristjánsdóttir.

Vilhjálmur eignaðist barn með Ólöfu 1991.
Þau Beinte giftu sig, hafa ekki eignast börn saman. Þau búa í Danmörku.

I. Barnsmóðir Vilhjálms Kristins er Ólöf Loftsdóttir, dýralæknir í Rvk, f. 22. nóvember 1965.
Barn þeirra:
1. Daði Vilhjálmsson, f. 30. september 1991.

II. Kona Vilhjálms Kristins er Beinte Höjgaard Gardarsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.