Rannveig Óladóttir (Mosfelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Rannveig Óladóttir á Ólafsvöllum, húsfreyja fæddist 18. desember 1893 á Brekku í Mjóafirði eystra og lést 14. nóvember 1918 á Kirkjubæ.
Foreldrar hennar voru Óli Kristinn Þorvarðarson steinsmiður, þá húsmaður og formaður í Mjóafirði, síðast á Kolableikseyri, en síðar verkstjóri í Hafnarfirði, f. 7. október 1855, drukknaði 29. nóvember 1911, og kona hans Jóhanna Karelsdóttir húsfreyja frá Ásgautsstöðum á Stokkseyri, f. 1860, d. 16. júlí 1894.

Systur Rannveigar í Eyjum voru:
Alsystir hennar var
1. Kristín Óladóttir húsfreyja, f. 17. mars 1889, d. 1. september 1975.
Hálfsystir Rannveigar, af sama föður, var
2. Ólafía Óladóttir, (Lóa í Stíghúsi) húsfreyja, verkakona, f. 17. nóvember 1897, d. 22. mars 1965.

Rannveig var með foreldrum sínum skamma stund, því að móðir hennar drukknaði, er Rannveig var 7 mánaða gömul.
Hún var tekin í fóstur af Birni Jónssyni og Svanhildi Magnúsdóttur í Dalakálki og víðar, en fór til föður síns 1902 og var með honum og Ragnhildi Ólafsdóttur sambýliskonu hans. Fjölskyldan fluttist til Hafnarfjarðar 1905 og bjó þar.
Rannveig fór í vist í Reykjavík 1906, var vinnukona á Spítalastíg 2 hjá Kristbirni Einarssyni í Gasstöðinni og Guðrúnu Jónsdóttur konu hans 1910.
Óli faðir hennar drukknaði 1911.
Rannveig fluttist úr Reykjavík að Búastöðum 1911, var vinnukona í Presthúsum 1912.
Hún var með Ólafi tengdaföður sínum og sambýliskonu hans á Ólafsvöllum við giftingu 1916, á Mosfelli í lok árs 1916 og við fæðingu Gísla Magnúsar 1917.
Rannveig lést á Kirkjubæ 1918.
Gísli Magnús barn þeirra Ögmundar fór í fóstur til Nikulásar Illugasonar verslunarmanns, f. 4. ágúst 1873, d. 15. apríl 1956 og Kristínar Pálsdóttur í Sædal, f. 7. janúar 1874, d. 2. september 1942.

Maður Rannveigar var Ögmundur Ólafsson vélstjóri, útgerðarmaður, f. 6. júní 1894, d. 29. september 1995.
Börn þeirra voru:
1. Andvana stúlka, f. 5. september 1916 á Mosfelli.
2. Gísli Magnús Ögmundsson vélstjóri, síðar í Ólafsvík, f. 13. ágúst 1917 á Mosfelli, d. 21. desember 1944 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Mjófirðingasögur. Vilhjálmur Hjálmarsson. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987-1990.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.