Margrét Ögmundsdóttir (Litlalandi)

From Heimaslóð
Revision as of 11:52, 8 March 2023 by Viglundur (talk | contribs)
(diff) ← Older revision | Latest revision (diff) | Newer revision → (diff)
Jump to navigation Jump to search
Margrét Ögmundsdóttir.

Margrét Ögmundsdóttir frá Litlalandi, húsfreyja í Reykjavík fæddist 9. ágúst 1925 á Kornhól við Strandveg 1B og lést 8. apríl 2009.
Foreldrar hennar voru Ögmundur Ólafsson útgerðarmaður, vélstjóri, f. 6. júní 1894 í Litlabæ á Álftanesi, d. 29. september 1995 og síðari kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Vesturholtum u. Eyjafjöllum, f. 17. maí 1899, d. 16. mars 1992.

Börn Guðrúnar og Ögmundar:
1. Jón Sveinbjörn Ögmundsson, f. 3. ágúst 1924 í Garðsfjósi, d. 19. júlí 1945.
2. Margrét Ögmundsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 9. ágúst 1925 í Kornhól, d. 8. apríl 2009.
3. Ólafur Friðrik Ögmundsson bifreiðastjóri í Vík í Mýrdal, síðar á Selfossi, f. 7. nóvember 1926 í Kornhól, d. 20. apríl 2010.
4. Sigurður Ögmundsson skipstjóri, f. 18. desember 1928 í Kornhól, d. 25. apríl 1987.
5. Ágúst Ögmundsson vélstjóri, síðar starsfmaður símans í Danmörku, f. 7. apríl 1932 á Auðsstöðum, (Brekastíg 15b), d. 19. júní 2003.
6. Guðbjörg Stella Ögmundsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 11. október 1933.
7. Sigurbjörn Ögmundsson skipstjóri í Hrísey, f. 29. maí 1935 á Múla við Bárugötu 14 B, d. 18. apríl 2015.
8. Málfríður Ögmundsdóttir fulltrúi í Kópavogi, f. 25. nóvember 1939 á Litlalandi.
9. Þóra Björg Ögmundsdóttir verslunarmaður á Selfossi, f. 16. júní 1944 á Kirkjuvegi 59, Litlalandi.
10. Jón Ögmundsson vélvirki við Sigölduvirkjun, f. 18. september 1945 á Litlalandi.
Börn Ögmundar og Rannveigar Óladóttur fyrri konu hans:
1. Andvana stúlka, f. 5. september 1916 á Mosfelli.
2. Gísli Magnús Ögmundsson vélstjóri, síðar í Ólafsvík, f. 13. ágúst 1917 á Mosfelli, d. í desember 1944. Fósturforeldrar hans voru Nikulás Illugason og Kristín Pálsdóttir í Sædal við Vesturveg 6.

Margrét var með foreldrum sínum í æsku.
Hún vann við fiskvinnslu og verslun og á saumastofu.
Þau Jón giftu sig 1945, fluttu til Víkur í Mýrdal 1945, bjuggu að Lundi þar, eignuðust þrjú börn og ólu upp að miklu leyti Þóru Björgu systur Margrétar til 7 ára aldurs og var hún síðan hjá þeim flest sumur fram á unglingsár.
Þau fluttu til Reykjavíkur 1961.
Jón lést 2008 og Margrét 2009.

I. Maður Margrétar, (14. maí 1945), var Jón Guðlaugsson bifreiðastjóri, f. 28. september 1919 í Vík í Mýrdal, d. 4. mars 2008. Foreldrar hans voru Guðlaugur Gunnar Jónsson þurrabúðarmaður í Vík, f. 8. febrúar 1894 á Suður-Fossi í Mýrdal, d. 24. apríl 1984, og kona hans Guðlaug Matthildur Jakobsdóttir húsfreyja, f. 24. ágúst 1892 í Suður-Vík, d. 6. febrúar 1938 í Vík.
Börn þeirra:
1. Guðrún Jónsdóttir, f. 14. mars 1948, búsett í Mosfellsbæ. Maður hennar Oddur Þórðarson.
2. Jóna Jónsdóttir, f. 6. nóvember 1949, býr á Selfossi. Sambúðarmaður Pétur Eiríksson.
3. Guðlaugur Gunnar Jónsson, f. 27. febrúar 1951, býr á Selfossi. Kona hans Sigríður Ingunn Ágústsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 17. apríl 2009. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.