Lundi

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 7. júní 2005 kl. 14:24 eftir Eyjavefur (spjall | framlög) Útgáfa frá 7. júní 2005 kl. 14:24 eftir Eyjavefur (spjall | framlög) (veiðitæki)
Fara í flakk Fara í leit
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Lundi (l. Fratercula arctica) kemur til Vestmannaeyja yfir sumarmánuði ársins, og myndar hér eina mestu lundabyggð í heimi, en meira en 10.000.000 fuglar verpa í Vestmannaeyjum.

Lýsing

Lundinn er þekktur á sínu fjölskrúðuga klumbunefi, sem er rákótt með rauðu, bláum og gulum lit. Fuglinn er svartur á bakinu en með hvíta bringu og er grár umhverfis augun. Nokkur afbrigði eru frá þessum litum í náttúrunni, og ber þá að nefna afbrigði sem kallaðir eru konungur, prins, drottning og sótarari.

Lifnaðarhættir

Mökunarhættir

Varpsvæði

Kort

Tölfræði

Lundaveiði

Lundaveiðimaður með kippu af lunda

Áður fyrr var veiði helst stunduð á spikfeitum ungum, sem voru kallaðar kofur. Þá var veitt þá með járnkrók. Um miðja 18. öld var það lagt niður að mestu, en í stað þess var innleiddir háfar frá Færeyjum. Um er að ræða langt prik sem skiptist í V-laga sprota við endann, og net strengt á milli kvistanna. Setið er eða legið við bjargið uns uppflog verður, þ.e. að aragrúi fugla flýgur stöðugt í hring út yfir sjóinn og svífur á móti vindi yfir klettatoppanna, þá eru lundarnir veiddir hver á fætur öðrum. Lundi á mjög erfitt með að verjast þessa árás vegna þess hve illfleygur hann er - hann á erfitt með að beygja skyndilega.

Ungur piltur að veiða sinn fyrsta lunda

Ef að nægilega gott uppflog er geta veiðimenn veitt allt upp í 100 lunda á klukkustund, og jafnvel upp í 600 fugla á dag. 100 fugla búnt er kallað kippa.

Ýmis veiðitæki hafa verið notuð til lundaveiða en nú á dögum er háfurinn nær eingöngu notaður.


Matreiðsla