Klara Hjartardóttir (Hellisholti)
Viktoría Klara Hjartardóttir frá Hellisholti, húsfreyja, iðnverkakona fæddist 29. júní 1924 í Mörk við Hásteinsveg og lést 7. júní 2013.
Foreldrar hennar voru Hjörtur Magnús Hjartarson sjómaður, verkamaður, f. 7. ágúst 1893 í Miðey í A-Landeyjum, d. 8. október 1978, og kona hans Solveig Kristjana Hróbjartsdóttir, f. 28. október 1902, d. 15. október 1993.
Börn Hjartar og Solveigar voru:
1. Hjörtur Kristinn Hjartarson vélstjóri, ökukennari, f. 17. desember 1921, d. 3. apríl 2012.
2. Viktoría Klara Hjartardóttir, húsfreyja, f. 29. júní 1924 í Mörk, d. 7. júní 2013.
3. Marta Hjartardóttir húsfreyja, f. 30. júní 1926 í Mörk.
4. Óskar Hjartarson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 29. ágúst 1927, d. 15. desember 2014.
5. María Hjartardóttir, f. 8. desember 1928 í Hellisholti, fórst með Glitfaxa 31. janúar 1951 ásamt Bjarna Gunnarssyni, fimm mánaða syni sínum .
6. Aðalheiður Hjartardóttir húsfreyja, f. 27. apríl 1930 í Hellisholti, d. 12. mars 2012.
7. Björgvin Hafsteinn Hjartarson byggingaverktaki, f. 10. júlí 1932 í Hellisholti.
Föðursystkini Klöru í Eyjum voru:
1. Vigdís Hjartardóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1887, d. 28. febrúar 1972.
2. Reimar Hjartarson pípugerðarmaður, f. 10. janúar 1891, d. 7. júní 1955.
Klara var með foreldrum sínum í æsku, í Mörk í fyrstu, síðan í Hellisholti.
Þau Elías giftu sig 1942 og eignuðust 5 börn.
Þau bjuggu í Hellisholti, byggðu húið Hólagötu 7 og bjuggu þar síðan til Goss.
Klara vann í Fiskiðjunni jafnframt heimilisstörfum.
Þau fluttust í Kópavog við Gosið. Þá vann Klara hjá Sjóklæðagerð Reykjavíkur,
síðar dvöldu þau um skeið í hjúkrunarheimilinu Víðinesi en að lokum í Mörk við Suðurlandsbraut.
Elías lést í Mörk 2011 og Klara 2013.
Maður Klöru, (24. desember 1942), var Elías Kristjánsson sjómaður, verkamaður, f. 19. febrúar 1919, d. 4. janúar 2011.
Börn þeirra:
1. Ellý Elíasdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1944 í Hellisholti. Maður hennar: Guðmundur Stefánsson.
2. Óskar Elíasson, f. 8. ágúst 1947 í Hellisholti. Kona hans: Ingibjörg Guðjónsdóttir.
3. Guðný Sólveig Elíasdóttir húsfreyja, frístundaheimilis- og leikskólastarfsmaður í Reykjavík, f. 25. ágúst 1949 í Hellisholti, d. 28. apríl 2015. Maður hennar var Sigtryggur Antonsson.
4. Hjörtur Kristján Elíasson, f. 10. janúar 1957 á Hólagötu 37. Kona hans var Kristín Ingólfsdóttir.
5. Ómar Elíasson, f. 28. nóvember 1960 að Hólagötu 37. Maður hennar: Hallfríður Steinunn Sigurðardóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Morgunblaðið 14. júní 2013. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.