Ómar Elíasson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ómar Elíasson sölumaður hjá Brimborg fæddist 28. nóvember 1960.
Foreldrar hans Einar Elías Kristjánsson, sjómaður, verkamaður, f. 19. febrúar 1919, d. 4. janúar 2011, og kona hans Viktoría Klara Hjartardóttir, húsfreyja, iðnverkakona, f. 29. júní 1924, d. 7. júní 2013.

Börn Klöru og Elíasar:
1. Ellý Elíasdóttir húsfreyja, f. 1. desember 1944 í Hellisholti. Maður hennar Guðmundur Weihe Stefánsson.
2. Óskar Elíasson, f. 8. ágúst 1947 í Hellisholti. Kona hans Ingibjörg Sigrún Guðjónsdóttir.
3. Guðný Sólveig Elíasdóttir húsfreyja, frístundaheimilis- og leikskólastarfsmaður í Reykjavík, f. 25. ágúst 1949 í Hellisholti, d. 28. apríl 2015. Maður hennar var Sigtryggur Birgir Antonsson.
4. Hjörtur Kristján Elíasson, f. 10. janúar 1957 á Hólagötu 37. Kona hans var Kristín Ingólfsdóttir.
5. Ómar Elíasson, f. 28. nóvember 1960 að Hólagötu 37. Kona hans Hallfríður Steinunn Sigurðardóttir.

Þau Hallfríður Steinunn giftu sig, eignuðust þrjú börn. Þau búa í Rvk.

I. Kona Ómars er Hallfríður Steinunn Sigurðardóttir úr Kópavogi, húsfreyja, prófdómari hjá Frumherja, f. 1. maí 1963. Foreldrar hennar Sigurður Þorkelsson, f. 22. febrúar 1924, d. 28. febrúar 2007, og Kristrún Jóhanna Ásgeirsdóttir, f. 4. ágúst 1930, d. 20. desember 2009.
Börn þeirra:
1. Aníta Ýr Ómarsdóttir, f. 8. júní 1998.
2. Viktor Bjarki Ómarsson, f. 8. júní 1998.
3. Klara Sól Ómarsdóttir, f. 27. febrúar 2000.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.