Reimar Hjartarson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Reimar

Reimar Hjartarson frá Álftarhóli í Austur-Landeyjum fæddist 10. janúar 1891 og lést 7. júní 1955.

Kona hans var Anna Magnea Einarsdóttir frá Miðholti í Reykjavík. Áður átti Anna tvo drengi: Guðmund Kristinsson og Ragnar Einarsson. Reimar og Anna eignuðust sjö börn. Þau voru Ólafía Þuríður, Þórunn Gyðríður, Hjörtrós, Lúðvík, Sigurður (Siggi Reim) og Hjörtrós Alda.

Reimar bjó í Reimarshúsi og Heiðartúni.

Reimar var pípugerðarmaður og rak Pípugerð Reimars Hjartarsonar í Botni Friðarhafnar.

Myndir



Heimildir