Hafsteinn Hjartarson (Hellisholti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Björgvin Hafsteinn Hjartarson frá Hellisholti, byggingaverktaki í Kópavogi fæddist 10. júlí 1932 í Hellisholti.
Foreldrar hans voru Hjörtur Magnús Hjartarson sjómaður, verkamaður, bóndi, f. 7. ágúst 1893 í Miðey í A-Landeyjum, d. 8. október 1978, og kona hans Sólveig Kristjana Hróbjartsdóttir, f. 28. október 1902, d. 15. október 1993.

Börn Hjartar og Solveigar voru:
1. Hjörtur Kristinn Hjartarson vélstjóri, ökukennari, f. 17. desember 1921, d. 3. apríl 2012.
2. Viktoría Klara Hjartardóttir, húsfreyja, f. 29. júní 1924 í Mörk, d. 7. júní 2013.
3. Marta Hjartardóttir húsfreyja, f. 30. júní 1926 í Mörk, d. 17. janúar 2021.
4. Óskar Hjartarson bifreiðastjóri í Reykjavík, f. 29. ágúst 1927, d. 15. desember 2014.
5. María Hjartardóttir, f. 8. desember 1928 í Hellisholti, fórst með Glitfaxa 31. janúar 1951 ásamt Bjarna Gunnarssyni, fimm mánaða syni sínum .
6. Aðalheiður Hjartardóttir húsfreyja, f. 27. apríl 1930 í Hellisholti, d. 12. mars 2012.
7. Björgvin Hafsteinn Hjartarson byggingaverktaki, f. 10. júlí 1932 í Hellisholti.

Föðursystkini Hafsteins í Eyjum voru:
1. Vigdís Hjartardóttir húsfreyja, f. 25. júlí 1887, d. 28. febrúar 1972.
2. Reimar Hjartarson pípugerðarmaður, f. 10. janúar 1891, d. 7. júní 1955.

Hafsteinn ólst upp með foreldrum sínum í Hellisholti.
Hann vann ýmis verkamannastörf, var liðtækur íþróttamaður. Tvítugur fluttist hann Suður og vann ýmis verk, var bílasali, sölumaður hjá Kjaran heildverslun.
Hann réðst til starfa fyrir SÍF, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda og var síðan hjá þeim í verktöku og var jafnframt stjórnandi við trésmiðju Reykdals í Hafnarfirði.
Hann býr í Kópavogi.

Kona hans, (26. júní 1979), er Fríða Ágústsdóttir frá Hofsstöðum í Gufudalssveit, húsfreyja, f. 25. ágúst 1936. Foreldrar hennar voru Ágúst Sigurbrandsson úr Flatey, bóndi á Hofsstöðum, f. 7. ágúst 1898, d. 21. nóvember 1966, og kona hans Nanna Þórðardóttir húsfreyja, f. 14. desember 1908, d. 20. júní 1979.
Börn þeirra:
1. Sólveig Nana Hafsteinsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 20. desember 1955. Maður hennar er Óskar Rafnsson kaupmaður í Rafkaupum, f. 23. september 1954.
2. Hjálmdís Hafsteinsdóttir húsfreyja, starfsmaður Félagsmálastofnunar Reykjavíkur, f. 8. september 1957. Maður hennar er Þorleifur Gunnlaugsson ráðgjafi, f. 27. mars 1955.
3. Þórunn Hafsteinsdóttir húsfreyja, leikskólaleiðbeinandi, f. 30. apríl 1962. Maður hennar er Finnur Grímsson í Íspan, f. 12. janúar 1957.
4. Hafsteinn Hróbjartur Hafsteinsson tölvufræðingur, f. 15. janúar 1970. Kona hans er Dagný Árnadóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 13. janúar 1968.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.