Jón Gunnarsson (Horninu)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 30. september 2020 kl. 13:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 30. september 2020 kl. 13:41 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: thumb|200px|''Jón Gunnarsson. Jón Gunnarsson frá Horninu (Brúarhúsi), vélstjóri, skipasmiður fæddist 2. desember 1927 í Landlyst...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Jón Gunnarsson.

Jón Gunnarsson frá Horninu (Brúarhúsi), vélstjóri, skipasmiður fæddist 2. desember 1927 í Landlyst og lést 4. desember 2005.
Foreldrar hans voru Gunnar Marel Jónsson, f. 6. janúar 1891, d. 7. maí 1979, og kona hans Sigurlaug Pálsdóttir húsfreyja, f. 20. maí 1892, d. 23. apríl 1976.

Börn Sigurlaugar og Gunnars:
1. Páll Óskar Gunnarsson, f. 21. apríl 1914 í Miðey, d. 10. október 1976.
2. Guðrún Olga Gunnarsdóttir, f. 26. apríl 1915 í Miðey, d. 25. október 1925.
3. Gunnlaugur Tryggvi Gunnarsson vélstjóri, f. 29. apríl 1916 í Miðey, d. 22. mars 2001.
4. Eggert Gunnarsson, f. 13. júní 1917 í Þinghúsinu, d. 24. febrúar 1920.
5. Rannveig Hulda Gunnarsdóttir, f. 2. ágúst 1918 í Bifröst, d. 3. desember 1918.
6. Guðmunda Gunnarsdóttir húsfreyja, verkalýðsfrömuður, bæjarfulltrúi, f. 30. júlí 1920 á Oddsstöðum, d. 25. maí 2009.
7. Eggert Gunnarsson skipasmíðameistari, f. 4. september 1922 í Brúarhúsi, (Horninu, Vestmannabraut 1), d. 4. janúar 1991.
8. Guðni Kristinn Gunnarsson verkfræðingur í Bandaríkjunum, f. 25. október 1925 í Brúarhúsi, d. 10. júlí 1984.
9. Jón Gunnarsson vélstjóri, skipasmíðameistari, f. 2. desember 1927 í Brúarhúsi, d. 4. desember 2005.
10. Svava Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 5. febrúar 1929 í Brúarhúsi.
11. Þorsteinn Gunnarsson vélstjóri, f. 1. nóvember 1932 í Brúarhúsi, d. 24. maí 1958.
12. Þórunn Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 7. mars 1939 í Brúarhúsi.

Jón var með foreldrum sínum í æsku.
Hann lauk hinu minna vélstjóraprófi í Eyjum 1945, Iðnskólanum 1955 og sveinsprófi í skipasmíði í Dráttarbraut Vestmannaeyja 1957, og fékk meistararéttindi 1962.
Jón var vélstjóri á Gullveigu 1945, á Mýrdælingi, Heimakletti, Elliðaey og Vilborgu Herjólfsdóttur.
Þau Guðbjörg hófu búskap, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu á Fífilgötu 5 við fæðingu Ægis 1951, síðan á Helgafellsbraut 25.
Hjónin fluttu til Lands bjuggu að Áfheimum 28 í Reykjavík. Jón lést 2005 og Guðbjörg 2013.

I. Kona Jóns var Guðbjörg Guðlaugsdóttir frá Sólbergi, húsfreyja, f. 21. apríl 1930, d. 22. ágúst 2013.
Börn þeirra:
1. Ragnar Jónsson flugvirki í Reykjavík, f. 7. nóvember 1947 á Sólbergi við Brekastíg 3. Kona hans Guðrún Hlín Adolfsdóttir Magnússonar.
2. Ægir Jónsson stýrimaður hjá Eimskipafélaginu, býr í Reykjavík, f. 7. febrúar 1951 á Sjúkrahúsinu. Kona hans Guðný Svava Gestsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 24. desember 2005. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.