Guðbjörg Guðlaugsdóttir (Sólbergi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðbjörg Guðlaugsdóttir.

Guðbjörg Guðlaugsdóttir frá Sólbergi, húsfreyja fæddist 21. apríl 1930 í Litla-Hvammi og lést 22. ágúst 2013 á Hjúkrunarheimili Hrafnistu í Boðaþingi 5 í Kópavogi.
Foreldrar hennar voru Guðlaugur Halldórsson skipstjóri, f. 20. maí 1898 á Viðborði á Mýrum, A.-Skaft., d. 2. apríl 1977, og kona hans Ragnhildur Friðriksdóttir frá Rauðhól í Mýrdal, húsfreyja, f. 12. júní 1902, d. 16. ágúst 1977.

Börn Ragnhildar og Guðlaugs:
1. Friðþór Guðlaugsson vélvirkjameistari, f. 11. október 1926 á Vegbergi við Skólaveg 32, d. 19. júní 2004.
2. Alda Guðlaugsdóttir, síðast á Húsavík, f. 21. desember 1928 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B, d. 24. nóvember 1996.
3. Elín Guðlaugsdóttir, f. 21. apríl 1930 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B.
4. Guðbjörg Guðlaugsdóttir, f. 21. apríl 1930 í Litla-Hvammi við Kirkjuvegi 39 B, d. 22. ágúst 2013.
5. Vigfúsína Guðlaugsdóttir, síðast í Reykjavík, f. 27. nóvember 1934 í Viðey að Vestmannabraut 30, d. 25. desember 1994.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Jón bjuggu í fyrstu á Sólbergi, á Fífilötu 5 við fæðingu Ægis 1951, síðan á Helgafellsbraut 25.
Hjónin fluttu til Lands, bjuggu að Áfheimum 28 í Reykjavík. Eftir lát Jóns 2005 bjó Guðbjörg á Þangbakka 8.
Að síðustu dvaldi hún á Hrafnistu í Boðþingi. Þar lést hún 2013.

I. Maður Guðbjargar var Jón Gunnarsson vélstjóri, skipasmíðameistari, f. 2. desember 1927 í Brúarhúsi (Horninu), d. 4. desember 2005.
Börn þeirra:
1. Ragnar Jónsson flugvirki, f. 7. nóvember 1947 á Sólbergi við Brekastíg 3. Kona hans Guðrún Hlín Adolfsdóttir.
2. Ægir Jónsson stýrimaður hjá Eimskipafélaginu, f. 7. febrúar 1951. Kona hans Guðný Svava Gestsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.