Adolf Magnússon (Sjónarhól)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Adolf Hafsteinn Magnússon.

Adolf Hafsteinn Magnússon stýrimaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður fæddist 12. febrúar 1922 í Sævarbrún við Skildingaveg og lést 29. nóvember 2005 á Sjúkrahúsinu.
Foreldrar hans voru Magnús Jóhannesson skipstjóri, f. 17. mars 1896 í Suður-Vík í Mýrdal, d. 10. júlí 1987, og kona hans Jónína Kristín Sveinsdóttir frá Eyrarbakka, húsfreyja, f. 27. desember 1899, d. 9. júlí 1973.

Börn Magnúsar og Jónínu voru:
1. Jóhanna Sigrún Magnúsdóttir húsfreyja, f. 23. maí 1920 á Ósi á Eyrarbakka, d. 17. apríl 1981.
2. Adolf Hafsteinn Magnússon stýrimaður, vélstjóri, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 12. febrúar 1922 í Nikhól, d. 22. nóvember 2005.
3. Emil Sigurður Magnússon vélstjóri, verkstjóri, f. 23. september 1923 í París, d. 16. apríl 2008.
4. Kristján Þórarinn Magnússon, f. 25. september 1925 á Lágafelli, d. 23. ágúst 1929.
5. Magnús Magnússon sjómaður, stýrimaður, f. 5. júlí 1927 á Seljalandi, d. 14. september 2002.

Adolf var með foreldrum sínum í æsku. Hann hóf sjómennsku um fermingu og stundaði í hartnær 70 ár.
Úr minningargrein: ,,Hann reri sem háseti, vélstjóri og skipstjóri á mörgum skipum á langri sjómannsævi, ýmist í eigin útgerð eða hjá öðrum.
Fyrsti báturinn sem hann gerði út var Óðinn sem hann keypti ásamt öðrum af Einari ríka Sigurðssyni. Seinna var hann í útgerð með Ingólfi Arnarsyni og var skipstjóri á Ingþóri og Stefáni Þór sem þeir gerðu út. Þá var hann um langt skeið stýrimaður á Freyju hjá Sigurði Sigurjónssyni, vélstjóri hjá frændum sínum Ingólfi og Sveini Matthíassyni á Haferninum og á Baldri hjá Hannesi Haraldssyni svo nokkrir séu nefndir en þetta voru kunnir sjósóknarar hér í Eyjum á þessum árum. Þá var hann á stríðsárunum skipstjóri á birgðabát hjá breskra hernum í Hvalfirðinum. Tæplega sjötugur keypti hann sér 4,5 tonna bát sem hann gaf nafnið Freyja og reri á henni fram undir áttrætt.“
Þau Sigríður giftu sig 1947, eignuðust sjö börn, bjuggu í Bjarma og á Vestmannabraut 76.
Sigríður lést 2003 og Adólf 2005.

I. Barnsmóðir Adolfs var Sigrún Sigtryggsdóttir, f. 14. mars 1915, d. 2. október 1980.
Barn þeirra:
1. Hafdís Adolfsdóttir skurðstofuhjúkrunarfræðingur, síðar í Noregi, f. 25. apríl 1946 í Reykjavík. Maður hennar Kristján Eyfjörð Hilmarsson.

II. Kona Adolfs, (31. maí 1947), var Þorgerður Sigríður Jónsdóttir frá Ísafirði, húsfreyja, f. 19. júlí 1922, d. 22. mars 2003.
Börn þeirra:
2. Sólveig Adolfsdóttir, f. 1. október 1946 á Hlíðarenda á Ísafirði. Maður hennar Þór Ísfeld Vilhjálmsson.
3. Kristín Margrét Adolfsdóttir, f. 17. nóvember 1947 í Bjarma. Maður hennar Hafsteinn Sæmundsson.
4. Kristján Ágúst Adolfsson, f. 14. apríl 1949 í Bjarma. Kona hans Guðríður Óskarsdóttir.
5. Jóna Ágústa Adolfsdóttir, f. 16. júní 1950 í Bjarma. Maður hennar Páll Jónsson.
6. Guðrún Hlín Adolfsdóttir, f. 24. mars 1952 í Bjarma. Maður hennar Ragnar Jónsson.
7. Guðmundur Adolf Adolfsson, f. 13. október 1955 í Bjarma. Kona hans Valdís Jónsdóttir.
8. Soffía Svava Adolfsdóttir, f. 5. janúar 1959 að Vestmannabraut 76. Maður hennar Þórður K. Karlsson.
Barn Sigríðar með Arnóri Kristjáni Sigurðssyni stýrimanni, f. 3. júní 1923, d. 5. september 1993:
9. Þorgerður Arnórsdóttir, f. 25. október 1943. Maður hennar var Grétar Nökkvi Eiríksson verslunarmaður í Reykjavík, f. 4. apríl 1940, d. 13. ágúst 2003.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 10. desember 2005. Minning.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestfirzkar ættir. Arnardalsætt – Eyrardalsætt. Ari Gíslason og V.B. Valdimarsson. V.B. Valdimarsson 1959-1968.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.