Kristmann Kristmannsson (múrarameistari)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 9. apríl 2020 kl. 11:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 9. apríl 2020 kl. 11:58 eftir Viglundur (spjall | framlög) (Ný síða: '''Kristmann Kristmannsson''' múrarameistari fæddist 29. ágúst 1943 á Skjaldbreið.<br> Foreldrar hans voru Kristmann Magnússon frá...)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit

Kristmann Kristmannsson múrarameistari fæddist 29. ágúst 1943 á Skjaldbreið.
Foreldrar hans voru Kristmann Magnússon frá Heydalsá í Kirkjubólshreppi í Strandasýslu, smiður, f. 2. október 1899, d. 29. desember 1996, og kona hans Sigríður Rósa Sigurðardóttir frá Skjaldbreið, húsfreyja, verkakona, hannyrðakona, f. 29. júlí 1915, d. 3. júlí 2000.

Börn Sigríðar Rósu og Kristmanns:
1. Hólmfríður Kristmannsdóttir húsfreyja, bóndi í Vopnafirði, f. 1. mars 1940 á Skjaldbreið.
2. Ingibjörg Guðrún Kristmannsdóttir húsfreyja, starfsmaður Hraunbúða, f. 16. febrúar 1941 á Skjaldbreið.
3. Kristmann Kristmannsson múrarameistari, f. 29. ágúst 1943 á Skjaldbreið.
4. Ómar Kristmannsson sjómaður, starfsmaður Vita- og hafnarmálaskrifstofu, f. 5. október 1949 á Skjaldbreið.
5. Magnús Kristmannsson húsasmíðameistari, kennari við fjölbraut, f. 6. september 1953 á Vallargötu 12.
6. Ólafur Kristmannsson húsasmíðameistari, f. 7. ágúst 1955 á Vallargötu 12.
7. Ásta Kristmannsdóttir húsfreyja, handavinnukennari, f. 17. október 1958.
8. Birgir Kristmannsson málarameistari, f. 17. október 1958.

Kristmann var með foreldrum sínum í æsku.
Hann nam vélstjórn, var til sjós 1963-1966, lærði múrverk hjá Hjörleifi Guðnasyni, varð sveinn 1970, fékk meistararétindi 1973 og hefur unnið við iðn sína.
Þau Jakobína giftu sig 1970, eignuðust fjögur börn. Þau bjuggu í fyrstu á Brekastíg 29, en síðan í Hrauntúni 17.

I. Kona Kristmanns, (10. október 1970), er Jakobína Guðfinnsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 6. mars 1947.
Börn þeirra:
1. Guðfinnur Arnar Kristmannsson vélfræðingur, verkstjóri hjá Héðni í Reykjavík, f. 27. júní 1971. Kona hans Aðalheiður Jónsdóttir.
2. Sigríður Inga Kristmannsdóttir kjóla- og klæðskerameistari, skrifstofumaður, f. 18. ágúst 1978, ógift.
3. Sigurleif Kristmannsdóttir húsfreyja, tómstunda- og félagsmálafræðingur, f. 22. apríl 1985. Sambýlismaður Daníel Geir Moritz.
4. Björn Kristmannsson matvælaverkfræðingur í Svíþjóð, f. 11. maí 1988. Kona hans Þórunn Día Óskarsdóttir.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.


[[Flokkur: Íbúar við Brekastíg]