Björn Kristmannsson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Björn Kristmannsson matvælaverkfræðingur í Danmörku og Svíþjóð, en nú á Íslandi, fæddist 11. maí 1988.
Foreldrar hans Jakobína Guðfinnsdóttir húsfreyja, skólaliði, f. 6. mars 1947, og Kristmann Kristmannsson múrarameistari, f. 29. ágúst 1943.

Börn Jakobínu og Kristmanns:
1. Guðfinnur Arnar Kristmannsson vélfræðingur, verkstjóri hjá Héðni í Reykjavík, f. 27. júní 1971. Kona hans Aðalheiður Jónsdóttir.
2. Sigríður Inga Kristmannsdóttir kjóla- og klæðskerameistari, skrifstofumaður, f. 18. ágúst 1978, ógift.
3. Sigurleif Kristmannsdóttir húsfreyja, tómstunda- og félagsmálafræðingur, f. 22. apríl 1985. Sambýlismaður Daníel Geir Moritz.
4. Björn Kristmannsson matvælaverkfræðingur, f. 11. maí 1988. Kona hans Þórunn Día Óskarsdóttir.

Þau Þórunn Día giftu sig, eignuðust tvö börn. Þau búa í Garðabæ.

I. Kona Björns er Þórunn Día Óskarsdóttir verkfræðingur í tölvu- og hugbúnaði, f. 14. september 1990 í Danmörku. Foreldrar hennar Anna Sigríður Erlingsdóttir frá Hfirði, kennari, f. 4. nóvember 1957, og Óskar Svavarsson rafvirki, tæknifræðingur, f. 26. október 1956.
Börn þeirra:
1. Óskar Júlían Björnsson, f. 5. nóvember 2020.
2. Sylvía Ása Björnsdóttir, f. 7. september 2022.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.