Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk
Fara í leit
Fuglar
Sjófuglar
|
|
Vaðfuglar
|
|
Mávar, kjóar, þernur
|
|
Andfuglar
|
|
Spörfuglar
|
|
Annað
|
|
Útdauðir fuglar
|
|
Svartbakur (Larus marinus)
- Fluglag: Þessi fugl er tignalegur að sjá, hvort sem hann flýgur eða situr kyrr, en vekur þó sjaldnast aðdáun, enda er hann illræmdur ræningi.
- Fæða: Ýmiskonar fiskmeti er oftast uppistaðan í fæðunni, en egg og ungar annarra fugla, fullorðnir fuglar og jafnvel nýborin lömb geta líka orðið fyrir barðinu á hungruðum svartbaki.
- Varpstöðvar: Í byggðum við strendur og í eyjum og hólmum, stundum langt frá sjó, jafnvel á grjóteyrum og í grösugum brekkum.
- Hreiður: Oftast úr sinu, þangi, sprekum og tiltæku rusli.
- Egg: 2-3, ólífugræn eða brúnleit með dökkum dröfnum.
- Heimkynni: Svartbakur á frá fornu fari heimkynni við gjörvallt norðanvert Norður-Atlantshaf, en hefur breiðst mjög út á síðari árum, bæði til suðurs og vesturs.