Trausti Guðjónsson (Skaftafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Útgáfa frá 11. apríl 2023 kl. 19:34 eftir Viglundur (spjall | framlög) Útgáfa frá 11. apríl 2023 kl. 19:34 eftir Viglundur (spjall | framlög)
(breyting) ←Fyrri útgáfa | Nýjasta útgáfa (breyting) | Næsta útgáfa→ (breyting)
Fara í flakk Fara í leit
Trausti Guðjónsson.

Trausti Guðjónsson frá Skaftafelli, húsasmíðameistari fæddist 13. ágúst 1915 á Eyjarhólum og lést 2. desember 2008 á Landspítalanum.
Foreldrar hans voru Guðjón Hafliðason frá Fjósum í Mýrdal, bátsformaður, útgerðarmaður á Skaftafelli, f. 8. júní 1889, d. 13. júlí 1963, og kona hans Halldóra Kristín Þórólfsdóttir frá Hólmaseli í Flóa, Árn., húsfreyja, f. 10. júlí 1893, d. 10. janúar 1985.

Börn Halldóru Kristínar og Guðjóns:
1. Ingólfur Guðjónsson í Lukku, verkamaður, hænsna- og garðyrkjubóndi, f. 15. júlí 1913 á Brekku, d. 23. janúar 1999. Kona hans Jóhanna Hjartardóttir.
2. Trausti Guðjónsson húsasmíðameistari, 13. ágúst 1915 á Eyjarhólum, d. 2. desember 2008. Kona hans var Ragnheiður Jónsdóttir.
3. Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, trúboði, f. 26. des. 1916, d. 14. sept. 2007. Maður hennar Jónas S. Jakobsson.
4. Auður Guðjónsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, ræstitæknir, f. 7. apríl 1918, d. 30. maí 2001. Maður hennar Höskuldur Árnason.
5. Haraldur Guðjónsson verslunarmaður, verkstjóri, forstöðumaður, f. 12. des. 1920, d. 23. nóv. 1993. Fyrri kona hans var Pálína Kristjana Guðleif Pálsdóttir. Síðari kona Hertha Haag, sænskrar ættar.
6. Rebekka Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1923, d. 21. jan. 1944. Maður hennar var Gunnar Davíðsson.
7. Elísabet Guðjónsdóttir Cortes hjúkrunarfræðingur, f. 5. mars 1926, d. 1. september 2015. Maður hennar var Thor Emanuel Cortes, látinn.
8. Óskar Guðjónsson trésmiður, f. 25. desember 1927. Kona hans Anna Jónsdóttir.
9. Anna Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 10. nóv. 1929, d. 23. ágúst 2011. Maður hennar Garðar Lárus Ragnarsson.
10. Ester Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1934, d. 2. desember 2012. Maður hennar Benedikt Frímannsson.
11. Hafliði Guðjónsson skrifstofumaður, f. 21. apríl 1936. Kona hans er Gyða Þórarinsdóttir.

ctr


Börnin á Skaftafelli.

Trausti var með foreldrum sínum í æsku, á Skaftafelli 1920 og 1934.
Hann tók hið minna vélstjórapróf 1937, var vélstjóri á Mýrdælingi VE 283.
Hann fluttist til Reykjavíkur, bjó þar um skeið.
Heimkominn vann hann hjá Ársæli Sveinssyni við skipasmíðar frá 1941.
Trausti lærði smíðar, sótti kvöldskóla iðnaðarmanna, var á samningi hjá Þorsteini Sigurðssyni frá Melstað og lauk sveinsprófi í húsasmíði 1948.
Hann vann við uppbyggingu Fiskiðjunnar frá árinu 1953 og var það aðalatvinna hans meðan hann bjó í Eyjum.
Sumarið 1963 vann hann við húsasmíðar á Seyðisfirði og um veturinn vann hann við viðbyggingu á Menntaskólanum í Reykjavík. Sumarið 1964 vann hann við uppbyggingu Slökkvistöðvarinnar í Öskuhlíðinni ásamt því að innrétta íbúð að Ásbraut 13 í Kópavogi, sem hann hafði fest kaup á.
Fjölskyldan flutti til Kópavogs 1965 og frá því ári vann hann við að innrétta Landsbankann að Laugavegi 77. Vorið og sumarið 1969 vann hann við að innrétta kirkjusal Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu við Hátún sem var vígður 19. október á því ári.
Síðustu starfsár sín vann Trausti hjá hurðasmiðju Sigurðar Elíassonar í Kópavogi.
Þau Ragnheiður giftu sig í Reykjavík 1938, eignuðust sjö börn. Þau bjuggu skamma stund í Reykjavík og fluttust til Eyja, bjuggu í Hjarðarholti, Vestmannabraut 69, en frá 1965 bjuggu þau á Ásbraut 13 í Kópavogi.
Sumardaginn fyrsta 1999 fluttu þau Ragnheiður á Dvalarheimilið Ás í Hveragerði, en tvö síðustu árin dvöldu þau á Dvalarheimilinu Grund í Reykjavík.
Trausti lést 2008 og Ragnheiður 2011.

I. Kona Trausta, (13. ágúst 1938), var Ragnheiður Jónsdóttir frá Brekku í Gilsfirði, húsfreyja, f. 12. október 1917, d. 3. mars 2011.
Börn þeirra:
1. Halldóra Traustadóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 28. júní 1939. Maður hennar er Einar Jónasson, látinn.
2. Guðjón Traustason vélvirkjameistari, f. 23. apríl 1943, d. 4. janúar 2020. Kona hans Guðrún Kristín Erlendsdóttir, látin.
3. Kornelíus Traustason húsasmíðameistari, f. 30. maí 1946. Kona hans Elín Pálsdóttir.
4. Símon Eðvald Traustason bóndi á Ketu í Skagafirði, f. 1. ágúst 1948. Kona hans Ingibjörg Jóhanna Jóhannesdóttir.
5. Sólveig Rósa Benedikta Traustadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 12. júlí 1950, d. 5. mars 2011. Maður hennar Sigurður S. Wium, látinn.
6.. Vörður Leví Traustason prestur og fyrrverandi lögregluþjónn, bifvélavirki, framkvæmdastjóri Samhjálpar.
7. Guðrún Ingveldur Traustadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. mars 1954. Maður hennar Geir Jón Þórisson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.