Halldóra Þórólfsdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Halldóra

Halldóra Kristín Þórólfsdóttir frá Skaftafelli fæddist 10. júlí 1893 og lést 10. janúar 1985. Foreldrar hennar voru Ingveldur Nikulásdóttir og Þórólfur Jónsson.

Eiginmaður Halldóru var Guðjón Hafliðason. Áttu þau 11 börn; Ingólf, Trausta, Guðbjörgu, Auði, Harald, Rebekku, Elísabetu, Óskar, Önnu, Ester og Hafliða. Afkomendur Guðjóns og Halldóru eru gjarnan kenndir við Skaftafell.

Frekari umfjöllun

Halldóra Kristín Þórólfsdóttir frá Hólmaseli í Gaulverjabæjarhreppi, húsfreyja á Skaftafelli við Vestmannabraut 62 fæddist 10. júlí 1893 og lést 10. janúar 1985.
Foreldrar hennar voru Ingveldur Nikulásdóttir húsfreyja í Gerðiskoti í Gaulverjabæjarhreppi, f. 27. desember 1867, og sambúðarmaður hennar Þórólfur Jónsson frá Kjalvararstöðum í Reykholtsdal, Borg., bóndi f. 24. ágúst 1844, d. 7. apríl 1916.

Börn Ingveldar og Þórólfs:
1. Bríet Þórólfsdóttir húsfreyja á Iðu í Biskupstungum, Árn., f. 5. október 1891, d. 28. febrúar 1970. Maður hennar Jóhann Kristinn Guðmundsson.
2. Halldóra Kristín Þórólfsdóttir húsfreyja á Skaftafelli, f. 10. júlí 1893 að Hólmaseli í Gaulverjabæjarhreppi, d. 10. janúar 1985. Maður hennar Guðjón Hafliðason.
3. Ingvar Þórólfsson útgerðarmaður í Birtingarholti, f. 27. mars 1896 á Króki í Flóa, d. 13. apríl 1975. Kona hans Þórunn Friðriksdóttir.
4. Nikólína Vilborg Þórólfsdóttir húsfreyja, f. 6. október 1899, d. 24. október 1989. Maður hennar Þórarinn Jónsson Wíum.
Barnsfaðir Ingveldar var Guðjón Ingimundarson ókvæntur bóndi í Súluholti í Hraungerðissókn, Árn., f. 26. júlí 1877, d. 3. júlí 1911.
Barn þeirra:
5. Einar Guðjónsson verkamaður, f. 14. júlí 1905 í Árbæjarhjáleigu í Flóa, d. 17. febrúar 1931.

Þau Guðjón giftu sig, eignuðust 11 börn. Þau bjuggu á Brekku við Faxastíg 4 við fæðingu Ingólfs, á Eyjarhólum við Hásteinsveg 20 við fæðingu Trausta, komin að Skaftafelli við fæðingu Guðbjargar 1916. Þau bjuggu síðan á Skaftafelli við Vestmannabraut 62.
Guðjón lést 1963 og Halldóra 1985.

I. Maður Halldóru var Guðjón Hafliðason frá Fjósum í Mýrdal, skósmiður, skipstjóri, útgerðarmaður, f. 10. júní 1889, d. 13. júlí 1963.
Börn þeirra:
1. Ingólfur Guðjónsson í Lukku, verkamaður, hænsna- og garðyrkjubóndi, f. 15. júlí 1913 á Brekku, d. 23. janúar 1999. Kona hans Jóhanna Hjartardóttir.
2. Trausti Guðjónsson húsasmíðameistari, 13. ágúst 1915 á Eyjarhólum, d. 2. desember 2008. Kona hans var Ragnheiður Jónsdóttir.
3. Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, trúboði, f. 26. des. 1916, d. 14. sept. 2007. Maður hennar Jónas S. Jakobsson.
4. Auður Guðjónsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, ræstitæknir, f. 7. apríl 1918, d. 30. maí 2001. Maður hennar Höskuldur Árnason.
5. Haraldur Guðjónsson verslunarmaður, verkstjóri, forstöðumaður, f. 12. des. 1920, d. 23. nóv. 1993. Fyrri kona hans var Pálína Kristjana Guðleif Pálsdóttir. Síðari kona Hertha Haag, sænskrar ættar.
6. Rebekka Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1923, d. 21. jan. 1944. Maður hennar var Gunnar Davíðsson.
7. Elísabet Guðjónsdóttir Cortes hjúkrunarfræðingur, f. 5. mars 1926, d. 1. september 2015. Maður hennar var Thor Emanuel Cortes, látinn.
8. Óskar Guðjónsson trésmiður, f. 25. desember 1927. Kona hans Anna Jónsdóttir.
9. Anna Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 10. nóv. 1929, d. 23. ágúst 2011. Maður hennar Garðar Lárus Ragnarsson.
10. Ester Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1934, d. 2. desember 2012. Maður hennar Benedikt Frímannsson.
11. Hafliði Guðjónsson skrifstofumaður, f. 21. apríl 1936. Kona hans er Gyða Þórarinsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.



Myndir