Guðbjörg Guðjónsdóttir (Skaftafelli)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Guðbjörg Guðjónsdóttir.

Guðbjörg Guðjónsdóttir frá Skaftafelli, húsfreyja, verslunarkona, sjúkraliði, trúboði fæddist 26. desember 1916 á Skaftafelli og lést 14. september 2007 á Dvalarheimilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli.
Foreldrar hennar voru Guðjón Hafliðason frá Fjósum í Mýrdal, bátsformaður, útgerðarmaður á Skaftafelli, f. 8. júní 1889, d. 13. júlí 1963, og kona hans Halldóra Kristín Þórólfsdóttir frá Hólmaseli í Flóa, Árn., húsfreyja, f. 10. júlí 1893, d. 10. janúar 1985.

Börn Halldóru Kristínar og Guðjóns:
1. Ingólfur Guðjónsson í Lukku, verkamaður, hænsna- og garðyrkjubóndi, f. 15. júlí 1913 á Brekku, d. 23. janúar 1999. Kona hans Jóhanna Hjartardóttir.
2. Trausti Guðjónsson húsasmíðameistari, 13. ágúst 1915 á Eyjarhólum, d. 2. desember 2008. Kona hans var Ragnheiður Jónsdóttir.
3. Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, trúboði, f. 26. des. 1916, d. 14. sept. 2007. Maður hennar Jónas S. Jakobsson.
4. Auður Guðjónsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, ræstitæknir, f. 7. apríl 1918, d. 30. maí 2001. Maður hennar Höskuldur Árnason.
5. Haraldur Guðjónsson verslunarmaður, verkstjóri, forstöðumaður, f. 12. des. 1920, d. 23. nóv. 1993. Fyrri kona hans var Pálína Kristjana Guðleif Pálsdóttir. Síðari kona Hertha Haag, sænskrar ættar.
6. Rebekka Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1923, d. 21. jan. 1944. Maður hennar var Gunnar Davíðsson.
7. Elísabet Guðjónsdóttir Cortes hjúkrunarfræðingur, f. 5. mars 1926, d. 1. september 2015. Maður hennar var Thor Emanuel Cortes, látinn.
8. Óskar Guðjónsson trésmiður, f. 25. desember 1927. Kona hans Anna Jónsdóttir.
9. Anna Guðjónsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 10. nóv. 1929, d. 23. ágúst 2011. Maður hennar Garðar Lárus Ragnarsson.
10. Ester Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1934, d. 2. desember 2012. Maður hennar Benedikt Frímannsson.
11. Hafliði Guðjónsson skrifstofumaður, f. 21. apríl 1936. Kona hans er Gyða Þórarinsdóttir.

ctr


Börnin á Skaftafelli.

Guðbjörg var með foreldrum sínum í æsku.
Á fullorðinsárum sótti hún ýmiss námskeið í Reykjavík, m.a. í hannyrðum, lærði ensku í Námsflokkunum og mörg síðustu árin í Reykjavík sótti hún bókbandsnámskeið í Gerðuberginu.
Þau Jónas giftu sig 1935, eignuðust sjö börn.
Þau fluttu til Blönduóss 1936 og starfaði Guðbjörg þar með honum að trúboði í nokkra mánuði, síðan í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Þau fluttu til Sauðárkróks sumarið 1941 og stóðu fyrir starfi hvítasunnumanna í nýlega stofnuðum söfnuði til 1948. Næstu 10 árin bjuggu þau á Akureyri og tóku virkan þátt í starfi hvítasunnumanna þar.
Jafnframt heimilisstörfum vann Guðbjörg hjá Saumastofunni Heklu og einnig í Frystihúsi Útgerðarfélags Akureyrar.
Þau fluttu til Reykjavíkur haustið 1958 þar sem Guðbjörg vann við afgreiðslu í SÍS í Austurstræti og Kápu- og dömubúðinni. Hún vann einnig umönnunarstörf á Kleppi, Bjargi og á geðdeildinni í Hátúni 10. Á sextugsaldri fór hún í Sjúkraliðaskólann og lauk þaðan prófi og vann sem sjúkraliði til starfsloka.
Guðbjörg hafði mikinn áhuga fyrir hjálparstarfi ABC og vann þar sem sjálfboðaliði og styrkti það á ýmsan hátt.
Guðbjörg og Jónas bjuggu mörg síðustu árin í Hátúni 10 í Reykjavík og hún áfram eftir að hann lést í apríl 1984.
Hún flutti á Hvolsvöll vorið 1999 og bjó á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli til dauðadags. Hún lést þar 2007.

Maður Guðbjargar, (28. desember 1935), var Jónas Skarphéðinn Jakobsson frá Blönduósi, myndhöggvari, trúboði, forstöðumaður, f. 5. nóvember 1909, d. 29. apríl 1984. Foreldrar hans voru Jakob Bergstað Lárusson trésmiður á Blönduósi, f. 12. apríl 1874 að Bergsstöðum í Hallárdal, A-Hún, d. 26. nóvember 1936, og Guðný Ragnhildur Hjartardóttir húsfreyja, f. 25. ágúst 1885 að Forsæludal í Vatnsdal, A-Hún, d. 15. október 1956. Börn þeirra:
1. Jakob Naftalí Jónasson iðnverkamaður í Reykjavík, f. 24. nóvember 1936, d. 26. október 1963. Kona hans Jonna Holmer.
2. Daníel Jónasson kennari, organisti, f. 17. júní 1938. Kona hans Aase Johanne Jónasson.
3. Dóra Mirjam Jónasdóttir húsfreyja, f. 26. desember 1939. Maður hennar Ernst Olsson.
4. Guðjón Jónasson, f. 1. ágúst 1941. Kona hans Þóra Jenný Hendriksdóttir.
5. Ríkarður Bergstað Jónasson, f. 1. janúar 1944. Kona hans María Árnadóttir.
6. Rebekka Jónasdóttir, f. 15. janúar 1946. Maður hennar Yngvi Guðnason.
7. Guðný Ragnhildur Jónasdóttir húsfreyja, kennari, forstöðumaður, f. 5. september 1948. Maður hennar Hinrik Þorsteinsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.