Óskar Guðjónsson (Skaftafelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Óskar Guðjónsson frá Skaftafelli, húsasmíðameistari fæddist þar 26. desember 1927.
Foreldrar hans voru Guðjón Hafliðason frá Fjósum í Mýrdal, bátsformaður, útgerðarmaður á Skaftafelli, f. 8. júní 1889, d. 13. júlí 1963, og kona hans Halldóra Kristín Þórólfsdóttir frá Hólmaseli í Flóa, Árn., húsfreyja, f. 10. júlí 1893, d. 10. janúar 1985.

Börn Halldóru Kristínar og Guðjóns:
1. Ingólfur Guðjónsson í Lukku, verkamaður, hænsna- og garðyrkjubóndi, f. 15. júlí 1913 á Brekku, d. 23. janúar 1999. Kona hans Jóhanna Hjartardóttir.
2. Trausti Guðjónsson húsasmíðameistari, 13. ágúst 1915 á Eyjarhólum, d. 2. desember 2008. Kona hans var Ragnheiður Jónsdóttir.
3. Guðbjörg Guðjónsdóttir húsfreyja, trúboði, f. 26. des. 1916, d. 14. sept. 2007. Maður hennar Jónas S. Jakobsson.
4. Auður Guðjónsdóttir húsfreyja, fiskverkakona, ræstitæknir, f. 7. apríl 1918, d. 30. maí 2001. Maður hennar Höskuldur Árnason.
5. Haraldur Guðjónsson verslunarmaður, verkstjóri, forstöðumaður, f. 12. des. 1920, d. 23. nóv. 1993. Fyrri kona hans var Pálína Kristjana Guðleif Pálsdóttir. Síðari kona Hertha Haag, sænskrar ættar.
6. Rebekka Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 23. mars 1923, d. 21. jan. 1944. Maður hennar var Gunnar Davíðsson.
7. Elísabet Guðjónsdóttir Cortes húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 5. mars 1926, d. 1. september 2015. Maður hennar var Thor Emanuel Cortes, látinn.
8. Óskar Guðjónsson húsamíðameistari, f. 25. desember 1927. Kona hans er Anna Jónsdóttir.
9. Anna Guðjónsdóttir húsfreyja, hjúkrunarfræðingur, f. 10. nóv. 1929, d. 23. ágúst 2011. Maður hennar Garðar Lárus Ragnarsson.
10. Ester Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 4. apríl 1934, d. 2. desember 2012. Maður hennar Benedikt Frímannsson.
11. Hafliði Guðjónsson skrifstofumaður, f. 21. apríl 1936. Kona hans er Gyða Þórarinsdóttir.

ctr


Börnin á Skaftafelli.

Óskar var verkamaður og verkstjóri við fiskiðnað hjá Hraðfrystistöðinni um árabil, en þegar hann var 39 ára hóf hann húsamíðanám hjá Smið hf. og varð meistari 1943. Hann vann síðan við iðnina. Við Gos fór hann til Vopnafjarðar og hjálpaði mági sínum við húsbyggingu, en kom heim í september 1973.
Þau Anna giftu sig 1955 á Seyðisfirði. Þau eignuðust tvö börn. Þau bjuggu skamma stund á Skaftafelli, síðan í Heiðardal, Hásteinsvegi 2 í tvö ár, byggðu Herjólfsgötu 11 og bjuggu þar 50 ár, þá á Herjólfsgötu 12 í 7 ár. Þá fluttu þau í íbúð við Vesturveg 13 a, þar sem áður stóð Skálanes og búa þar.

I. Kona Óskars, (16. september 1955), er Anna Jónsdóttir frá Vopnafirði, húsfreyja, handíðakennari, f. 20. apríl 1929.
Börn þeirra:
1. Kristinn Óskarsson trésmíðameistari, býr í Svíþjóð, f. 20. júlí 1956 á Vopnafirði. Kona hans er Karina Elisabet Brengesjö.
2. Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur, kennari, hefur unnið við hjálparstörf, f. 30. september 1960, býr í Eyjum, ógift.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.