Vörður Leví Traustason

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Vörður Leví Traustason prestur, fyrrverandi lögregluþjónn, bifvélavirki, framkvæmdastjóri Samhjálpar, fæddist 21. október 1952.
Foreldrar hans voru Trausti Guðjónsson frá Skaftafelli, f. 13. ágúst 1915 að Eyjarhólum, d. 2. desember 2008 á Landspítalanum, og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Brekku í Gilsfirði, húsfreyja, f. 12. október 1917, d. 3. mars 2011 á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.

Börn Ragnheiðar og Trausta:
1. Halldóra Traustadóttir húsfreyja, ljósmóðir, f. 28. júní 1939. Maður hennar er Einar Jónasson, látinn.
2. Guðjón Traustason vélvirkjameistari, f. 23. apríl 1943. Kona hans Guðrún Kristín Erlendsdóttir, látin.
3. Kornelíus Traustason húsasmíðameistari, f. 30. maí 1946. Kona hans Elín Pálsdóttir.
4. Símon Eðvald Traustason bóndi á Ketu í Skagafirði, f. 1. ágúst 1948. Kona hans Ingibjörg Jóhanna Jóhannesdóttir.
5. Sólveig Rósa Benedikta Traustadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 12. júlí 1950, d. 5. mars 2011. Maður hennar Sigurður S. Wium, látinn.
6. Vörður Leví Traustason prestur og fyrrverandi lögregluþjónn, f. 21. okt. 1952. Kona hans Ester Karin Jacobsen frá Noregi.
7. Guðrún Ingveldur Traustadóttir húsfreyja, sjúkraliði, f. 5. mars 1954. Maður hennar Geir Jón Þórisson.

Þau Ester giftu sig, eignuðust fjögur börn.

I. Kona Varðar Levís er Ester Karin Jacobsen frá Noregi, húsfreyja, sjúkraliði, f. 28. júlí 1951.
Börn þeirra:
1. Erdna Ragnheiður Varðardóttir, f. 17. júlí 1974.
2. Sigmund Leví Varðarson, f. 21. september 1976.
3. Karin Milda Varðardóttir, f. 13. desember 1980.
4. Rakel Kersti Varðardóttir, f. 30. janúar 1984.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.