Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2001/ Í frystihúsum í 40 ár
Viðtal við Sigríði Friðriksdóttur fískverkakonu
Flestir Vestmanneyingar, a.m.k. þeir sern erit komnir upp úr skóla, kannast við Sigríði Friðriksdóttur og mitna eftir henni, „Sigga Friðriks", sem lengi var verkstjóri í Ísfélaginu. Hún var þekkt fyrir skörulega framkomu, reisulegan líkamsburð, hvella rödd og ákveðna og feiknalega mikinn dttgnað og ósérhlífni við öll störf. Hún hefur þó ekki átt heimili í Eyjum eftir eldgosið 1973, en vann eigi að síðan hér í Ísfélaginu fram undir 1980 og bjó í verbúð. Þá hafði hún verið 40 ár við fiskverkastörf, lengst af í Vestmannaeyjum.
Hún er að verða 93 ára. Hver skyldi tríta því sem sér hana eða heyrir?
Hreyfingarnar eru mjúkar en ákveðnar, röddin enn hvell og há, augun snör og athugul, minnið óbrenglað og hvergi bilbug á henni að finna í skoðunum eða afstöðu til lífsins. Og það er eins og 25 úr haft týnst einhvers staðar!
Stór og kraftmikil fjölskylda.
Sigríður er fædd 3. júlí 1908 á Rauðhálsi í Mýrdal og þar ólst hún upp til 8 ára aldurs. Foreldrar hennar voru Mýrdælingar, Þórunn Oddsdóttir frá Pétursey og Friðrik Vigfússon frá Sólheimum. Þau bjuggu fyrst á Ytri-Sólheimum en fluttust síðar að Rauðhálsi. Þar var tvíbýli. Þaðan blasir Dyrhólaey við til suðurs og Reynishverfið til austurs.
Sigga er úr stórum barnahópi. Haustið 1916, um miðjan nóvember, þegar Sigga var 8 ára gömul, lágu báðir foreldrar hennar í lungnabólgu og svo fór að faðir hennar lést, aðeins 41 árs gamall. Móðir hennar hafði það af, en gekk þá með sautjánda barnið. Sigurjón Pétursson, faðir Þórarins þingmanns í Laugardælum, þá innan við tvítugt, vakti yfir henni og sendi eftir meðulum á Stórólfshvol til læknisins þar. Sigurjón og Þórunn voru systrabörn.
Að þeirrar tíðar hætti var heimilið leyst upp og börnin fóru hvert í sína áttina.
Sigga kom til Eyja 1917, til [[Jenný Guðmundsdóttir (Mosfelli)
|Jennýjar Guðmundsdóttur]] og Jóns Guðmundssonar sem lengst bjuggu á Mosfelli og voru kennd við þann stað. Þar ólst hún upp og átti meira að segja heima þar fyrstu búskaparár sín.
Svo fór að mörg systkina Sigríðar komu til Eyja og settu svip sinn á atvinnulíf og bæjarbrag í Vestmannaeyjum um miðbik aldarinnar. Sigurður, bróðir hennar, kom til Eyja 1918, fyrst sem vinnumaður til Gunnars Ólafssonar, en var síðar lengi verkstjóri í Vinnslustöðinni, enn fremur Högni, annar bróðir hennar. sem lést aðeins 22 ára gamall. Síðar komu Oddsteinn sem var sjómaður og síðar vélstjóri í Vinnslustöðinni, Þórunn í Birtingaholti, Ragnhildur, Ragnheiður (Alla í Björk) og Þórhalla (Halla).
Sigga átti mörg fleiri systkini. Eitt þeirra var Þorbergur Friðriksson sem drukknaði í desember 1941 af togaranum Sviða frá Hafnarfirði en hann
Myndin er tekin á heimili Sigriðar þegar móðir hennar varð sjötug 1945.
Standandi. frá vinstri: Halla (Þórhalla), bjó framan af í Eyjum, giftist fyrst Þorvaldi Guðjónssyni skipstjóra, síðar Ásmundi Friðrikssyni skipstjóra á Löndum og loks Brynjólfi Hallgrímssyni skrifstofumanni. Oddsteinn, kvœntur Þorgerði Hallgrímsdóttur frá Felli i Mýrdal. Arþóra, gift Bœringi Elíssyni, bjó um tíma í Bjarnarhöfn, síðar í Stykkishólmi. Sigga. Sigurður, kvœntur Elísabetu Hallgrimsdóttur. Kristín, gift Kristjáni Bjarnasyni, þau bjuggu á Hvoli i Mýrdal. Alla (Ragnheiður), gift Haraldi Þorkelssyni vélsmið, bjuggu í Björk við Vestmannabraut.
Sitjandi, frá vinstri: Ragna (Ragnhildur), gift Guðlaugi Halldórssyni skipstjóra (föður Friðþórs, föður Guðlaugs sundkappa), bjuggu við Brekastíg.
Þórunn Oddsdóttir, móðir Siggu. Þórunn Friðriksdóttir, gift Ingvari Þórólfssyni trésmið, bjuggu í Birtingaholti.
Á myndina vantar af systkinum Sigríðar: Berg (Þorberg), drukknaði 1941, Högna, lést úr berklum 22 círa, Ólaf, bjó á Selfossi, Halla (Þórhall), bjó í Skógum, og Vigfús. lést úr berklum 22 ára gamall. Auk þess eignaðist Þórunn Oddsdóttir þrjú börn sem létust í frumbernsku.
Fórst með allri áhöfn, 25 manns, í aftakaveðri vestan við landið. Bergur var stýrimaður, þá 41 árs gamall. Hann var faðir Guðrúnar Katrínar forsetafrúar sem lést fyrir nokkru. Guðrún Katrín, eða „Kata" eins og Sigríður fékk ein að kalla hana, var hjá Siggu tvö sumur í æsku og síðar vann hún hjá Siggu á skólaárunum. Á heimili Siggu er falleg mynd af forsetafrúnni sem Auður Þorbergsdóttir, borgardómari, systir hennar, færði frænku sinni, og það leynir sér ekki aðdáun Siggu á þessum frænkum sínum, ekki heldur á forsetanum, Ólafi Ragnari Grímssyni, sem Sigga segir að sé „perla".
Á Rauðhálsi.
Sigga á margar góðar minníngar úr æsku sinni í Mýrdalnum. Föðurafi Siggu, Vigfús Þórarinsson, var frá Seljalandi í Fljótshverfi, þekktur karl, „Mála-Fúsi" kallaður. Hann bjó á Ytri-Sólheimum og var glæsimenni, lögfróður og þótti halda vel á sínu. Hann var hjálplegur mönnum sem þurftu að standa í málastappi við ofríkismenn og gaf þeim sem til hans leituðu góð ráð. Hann var barnakennari og bólusetti krakkana við kúabólu, en það þótti óvenjulegt á þeim tíma. Hnífurinn, sem hann notaði til að krota í krakkana, er á safninu í Skógum. Vigfús var um tíma í Eyjum, hjá Sigga sonarsyni sínum, en síðar í Reykjavík. Hann lést háaldraður 1934.
Þórunn, móðir Siggu, var afar dugleg kona. Foreldrar hennar voru Oddur Jónsson, ættaður frá Síðu, og Steinunn Sigurðardóttir, föðursystir sr. Sveinbjörns Högnasonar prests á Breiðabólstað og alþingismanns. Þórunn fluttist síðar til Vestmannaeyja, árið 1921, með tvær dætur sínar, Öllu og Höllu, með sér, og bjó síðustu 20 árin hjá Siggu, dó í Eyjum 1959, 84 ára gömul.
Á Rauðhálsi var tvíbýli, á hinum bænum bjuggu Þorsteinn Pétursson og Bergljót Gunnarsdóttir. Þau voru foreldrar Guðbjargar sem giftist Guðjóni Valdasyni. „Samkomulagið var gott og þau voru góð við okkur krakkana. Ég var stundum að berjast við að vera fyrst á fætur til að sækja kýrnar hennar Beggu, þá fékk ég fjórðung af flatköku hjá henni."
Friðrik, faðir Siggu, byggði nýtt íbúðarhús 1912 og það stendur enn, með nokkrum viðbótum.
„Við höfðum ær og kýr. eins og þá gerðist og gekk. En faðir minn reri á vetrum frá sandinum ef gaf. Það hélt lífinu í okkur. Ég man aldrei eftir svengd. Sennilega hefur heimilið verið sæmilega statt því að við fengum 70 kr. hvert barnanna þegar búið var gert upp eftir að faðir minn lést. Þá var allt selt á uppboði, hugsaðu þér! Og þessar krónur voru lagðar á bók og geymdar þangað til við urðum fullveðja. Þá var lambsverðið 3 kr., svo það komu u.þ.b. 25 lambsverð í hlut hvers, en mamma fékk auðvitað helming búsins. Kristín systir mín á enn bókina sem lagt var inn á.
Það var stutt á næstu bæi, Brekkur, Ketilsstaði og Skeiðflöt, en við lékum okkur mest saman krakkarnir á Rauðhálsi. Gestakomur voru ekki tíðar en húsfreyjurnar á þessum bæjum komu þó alloft að finna móður mína. Og Eyjólfur Guðmundsson kom alltaf við hjá okkur þegar hann var á leið í Vík. Hann bjó á Hvoli sem var stórbýli að okkur fannst, kóngsríki í okkar augum. Hann var umhyggjusamur maður og góður við móður mína."
Eyjólfur varð allþekktur rithöfundur og þjóðfræðingur, skrifaði mikið um Mýrdalinn og fólkið þar.
„Við bjuggum ekki stórt, drottinn minn dýri! Við vorum þrjú saman í bæli, sváfum öll í bastofunni, (svo!) á heydýnu, þurrkuðu heyi sem var kallað hroði. Og okkur var þvegið á aðfangadag upp úr vaskarafati, annars var ekki mikið um þvotta. Það rann lækur rétt fyrir ofan bæinn og pabbi klappaði dæld fyrir fötu undir einni bununni. Þangað sóttum við vatn, og þar þvoðum við sokka! Það voru auðvitað engin þægindi, ekkert rafurmagn, bara olíulampar, ekki einu sinni kamar, fólk fór bara út í haga erinda sinna!
Jólin voru eftirminnilegur tími, þá var gert svo vel við okkur í mat, maður átti skammtinn sinn í marga daga. Jólagjafir voru eiginlega engar, en Steini og Begga, á hinum bænum, gáfu okkur kerti og kandísmola.
Við lékum okkur úti, krakkarnir. Okkur kom vel saman, systkinunum. En Kristín systir mín var ákveðin og frökk og tók stundum í mig. „Taktu á móti, Sigga," sagði Vigfús, elsti bróðir minn, en ég fékk mig ekki til þess.
fannst það ómögulegt.
Pabbi skar út fugla handa okkur úr ýsubeini, en annars vorum við með leggi og kjálka. Við tíndum rauða steina. bleyttum þá og lituðum kjálkana, svona til að hafa tilbreytingu. Skammt frá bænum er Oddnýjartjörn, þangað rákum við kýrnar og fórum svo að veiða hornsíli.
Já, þetta eru góðar minningar.
En vorið eftir að pabbi dó var ég send áleiðis til Eyja. Fyrst til Víkur og þar beið ég í viku eftir leiði til Eyja. Ég var hjá Lofti Ólafssyni, landpósti, frá Hörgslandi, en Siggi bróðir minn hjá séra Þorvarði Þorvarðarsyni. Mér leið svo illa og grét allan tímann, 8 ára stúlkukind. Svo fékk ég að fara til Sigga bróður. og það var skárra. Eftir allmarga daga kom Ólöf í Hrífunesi til okkar og kenndi ósköp í brjósti um mig og sagðist ætla að taka mig með sér heim ef ekki gæfi leiði næsta dag til Eyja. En þegar við vöknuðum að morgni var bátur frá Eyjum fyrir utan Vík. Þá voru mín örlög ráðin. Og ég grét aldrei í Eyjum!"
Á Mosfelli.
Í Eyjum bjó frændfólk Siggu og þess vegna var henni komið þangað þegar æskuheimili hennar var leyst upp. Hún fór til þeirra hjóna Jennýjar Guðmundsdóttur og Jóns Guðmundssonar. Þau bjuggu þá í Breiðholti en keyptu ári síðar, 1918, Mosfell af Sigurjóni í Brekkuhúsi og bjuggu þar æ síðan.
Móðir Jennýjar Guðmundsdóttur var Kristín Jónsdóttir, afasystir Siggu, og hún var í heimilinu á Mosfelli. Þær Jenný og Þórunn Oddsdóttir voru því systkinadætur.
Einkasonur þeirra hjóna, Jennýjar og Jóns, Kristinn, síðar póstur í Vestmannaeyjum, var myndugur orðinn þegar Sigga kom þangað. Aðrir heimilismenn voru Þórður Arnfinnsson, hann var sex árum yngri en Sigga, fór síðar austur á land til föður síns, 11 ára, dótturbarn Kristínar gömlu, hafði misst móður sína. Svo Leifur Þórðarson, árinu eldri en Sigga. Hann var sonur Gróu Einarsdóttur í Gróuhúsi við Kirkjuveg (næsta húsi fyrir sunnan London) sem margir muna eftir og þótti allsérkennileg í hátt og framkomu.
Leifur varð ekki langlífur. Hann byrjaði að læra fatasaum hjá Andrési Andréssyni, en dó ungur og barnlaus.
„Á Mosfelli var myndarheimili og vel stætt, en vinnuharkan var mikil. Á hæðinni voru þrjú herbergi og eldhús, en í kjallara voru herbergi fyrir sjómenn yfir vertíðina. Í risinu var herbergi fyrir vinnukonur austan megin en geymsla vestan megin.
Jenný var ströng húsmóðir og mótuð af fátækt og örbirgð sem flestir máttu búa við á þessum tíma. Vinnusemin var mikil. En hún var merk kona, náði háum aldri, varð 106 ára. Hún var fróðleiksfús, og ég man að hún fékk sér útvarp strax og það kom. Hún var mikil hannyrðakona og heklaði fram á síðustu ár sín en þá var hún á Vífilsstöðum þar sem Hrafnkell Helgason systursonur hennar réð ríkjum. Eitt sinn, þegar ég leit til hennar, hún var þá 104 ára, sagði hún við mig: „Sigríður mín! Taktu hekludótið því að ég sé að ég er farin að gera vitleysur. Ég hekla ekki framar, ég vil ekki að það sjáist neitt svoleiðis eftir mig." Það eru margir sem eiga fallega heklaða dúka eftir Jennýju á Mosfelli.
Jón maður hennar var hins vegar hlýr og góður karl. Hann var með búskap og útgerð, gerði m.a. út Skógafoss með Danska-Pétri, var landmaður og hirti fiskinn."
Þegar Sigga var 18 ára dó Jón fóstri hennar, 1926, úr berklum. Þá fór Sigga að vinna fyrir sér utan heimilis. Hún var m.a. tvö sumur í kaupavinnu í Syðstu-Mörk undir Eyjafjöllum hjá Ólafi Ólafssyni og Höllu Guðjónsdóttur frá Hamra-görðum. „Þetta var öndvegisfólk, Ólafur var bróðir Ingibjargar í Bólstaðarhlíð. Vinnan stóð í átta vikur, frá því seinni partinn í júlí og fram í September. Mig minnir að vikukaupið hafi verið 12 kr."
Haustið 1926 fór Sigga að vinna stuttan tíma á saumastofu í Reykjavfk og bjó þá hjá systur Jennýjar, þeirri frægu konu Kristínu Guðmundardóttur (kallaði sig svo), á Spítalastíg 7, á loftinu þar, konu Hallbjörns Halldórssonar prentara, en frá þeim segja margir rithöfundar í bókum sínum, m.a. Halldór Laxness og Þórbergur Þórðarson.
„Kristín var yndisleg kona. Mér fannst auðvitað gaman að þessum körlum sem til hennar komu, sérstaklega var Þórbergur skemmtilegur, en dálítið skrípildi var hann! En mér er líka minnisstætt að við fórum í Unuhús að kvöldi jóladags. Erlendur í Unuhúsi kom stundum til Kristínar. Hann var sérkennilegur og góðlegur maður, með axlarsítt hár og stór blá augu. Hann var eins og falleg mynd af frelsaranum.
Ég hafði keypt mér fyrir krónur, sem ég átti á bók, kápu og hatt, ég hef alltaf verið svo glysgjörn. En nú sá ég í einni búð í Reykjavík svo fallegan hatt sem mig langaði mikið í. Kristín hvatti mig til að kaupa hann. „Brenndu svo gamla hattinn, þá kemst ekkert upp!" Hún vissi að Jenný systir hennar kynni ekki að meta svona peningasóun!"
Unglingsár í Eyjum.
„Já, það er mikill munur á hvernig unglingarnir hafa það nú og þegar ég og mínir jafnaldrar voru að alast upp í Eyjum á þriðja áratug aldarinnar.
Vinnuharkan var mikil, bara vinna og aftur vinna. T.d. þvottarnir, frá morgni og fram á kvöld, sérstaklega þegar við vorum að skrúbba af sjómönnunum. Vitaskuld fengum við líka að leika okkur en vorum annars eins og þrælar. Ekkert útstáelsi!
Ég var í skóla hjá Páli Bjarnasyni og Dýrfinnu konu hans, og hjá Halldóri Guðjónssyni. Mér gekk bara vel að læra og hefði alveg getað lært eitthvað ef þess hefði verið kostur. En það ætla ég að gera í næsta lífi! Ég beiddi Jón fóstra minn að lofa mér að fara í Kvennaskólann í Reykjavík, en hann tímdi ekki að sjá af mér þangað.
Séra Oddgeir Guðmundsen fermdi mig og 30 önnur börn haustið 1922. Jenný og Jón gáfu mér kommóðu, Bergur og Siggi bræður mínir gáfu mér úr, Anna Bjarnadóttir á Svalbarða silkisvuntu og móðir mín gaf mér silfurskeið og gaffal, með skeiðinni borða ég enn, en gaffallinn týndist í gosinu.
Krakkarnir reyktu hvorki né drukku vín. það kom seinna með menningunni! Og mér fannst ekki mikil óregla í Eyjum þá, einstaka karlar sem voru oft fullir. Bærinn bar þess merki að vera útgerðarpláss, mikið slabb á götunum, alveg þangað til malbikið kom. En það voru mörg myndarheimili í Eyjum á þessum tíma; ég man í svipinn eftir Magnúsi Ísleifssyni í London, Tómasi á Miðhúsum, hjá Jórunni og Magnúsi á Vesturhúsum, og á fleiri stöðum. Þetta var sterkríkt fólk sem hugsaði vel um sitt. En snyrtimennskan var svona upp og ofan, eins og gengur. Á þessum tíma notuðu margir niðursoðna mjólk í dósum. Og mér var sagt að einhverjar fínar frúr hefðu látið vinnukonurnar fága dósirnar og stillt þeim upp í hillu til skrauts!
Þetta breyttist allt svo mikið í stríðinu. Fram að því var ægileg eymd í Eyjum, eins og annars staðar, atvinnuleysi og fátækt. En með stríðinu fengu allir vinnu, rífandi vinnu. En það fór þó ekkert fyrir hernum í Eyjum, við höfðum eiginlega engin samskipti við hermennina, þeir voru mest úti á Urðum og uppi í Höfða."
Gifting, barn og búskapur.
Árið 1929 giftist Sigga Halldóri Elíasi Halldórssyni frá Sjónarhól á Stokkseyri. Hann var fæddur 23. júlí 1902 en dó í október 1975, tveimur árum eftir að þau fluttust til Reykjavíkur. Þau kynntust þegar Dóri var vertíðarmaður hjá Sigga, bróður hennar.
„Við trúlofuðum okkur ári áður, settum upp hringana eins og það var kallað.
En það var ekkert verið að hafa við á þessum tíma. Ég man að daginn sem við giftum okkur var ég að bursta jarðslaga úr fiski allan daginn, það gat komið brúnn faur í saltfiskinn þegar verið var að þurrka hann. En svo fórum við upp að Ofanleiti um kvöldið til sr. Sigurjóns Þ. Árnasonar og hann pússaði okkur saman.
Dóri var líka fátækur, hann hafði unnið hjá foreldrum sínum og átti ekki neitt. En svo fór hann á sjóinn, var einu sinni fiskilóðs hjá Færeyingum á skútu og svo við vertíðarróðra."
Fyrsta hjúskaparárið voru þau um tíma í Innri-Njarðvík þar sem Dóri var á sjó en Sigga var ráðskona með tíu karla í fæði í bragga.
„Við lögðum af stað frá Eyjum á nýárskvöld 1930, í vondu veðri, með Snorra goða, skipstjóri var Jónas Bjarnason. Það má segja að þetta hafi verið brúðkaupsferðin! Við vorum þrjá sólarhringa á leiðinni, og ég lá hreyfingarlaus í koju alla leiðina. Við urðum svo að fara inn til Reykjavfkur. Ég skjögraði heim til systur minnar á Ránargötu, náði að heilsa en var svo við að hníga niður. En þá var drifin í mig kjötsúpa og ég hresstist fljótt!"
Í Njarðvík voru þau Sigga og Dóri þrjá mánuði. Fimm karlar voru á sjó og fimm í landi. „Ég hugsaði um matinn, setti í bitakassana og þreif fötin þeirra. Við sváfum í bragga, öll í einum opnum gámi!"
Sigga og Dóri hófu búskap í Eyjum á Mosfelli, hjá Jennýju, voru þar í fimm ár. Þau fluttust síðan að Heimagötu 22, í hús það sem Jón Hjaltason lögmaður átti síðar, en byggðu sér svo 1942 hús á Helgafellsbraut 23 þar sem þau bjuggu alveg fram að eldgosinu en þá eyðilagðist húsið.
Sigga var fyrstu árin eftir að hún gifti sig í vinnumennsku hjá systur sinni en var svo með karla í fæði yfir vertíðina. Halldór, maður hennar, stundaði sjómennsku í Vestmannaeyjum, var á vertíð og síðan öll sumur á síld fyrir norðan.
Haustið 1960, þegar hann kom af síldinni á Baldri, fékk hann bráðaberkla og lá fársjúkur í eitt ár á Landspítalanum. Hann gekkst undir uppskurði og var stundum á milli heims og helju, og var síðar tvö ár á Vífilsstöðum, um tíma við dauðans dyr. Einkennilegar tilviljanir ollu því að hann komst yfir veikindin en varð aldrei samur maður á ný. Hann gat ekki stundað sjó framar, en fyrir tilstuðlan Freymóðs Þorsteinssonar bæjarfógeta fékk hann störf við embættið við innheimtu og gat þá oftast reitt sig á aðstoð lögreglunnar með akstur ef á þurfti að halda.
Barn kom ekki í hjónabandinu, en 1935 verður til tíðinda að ung kona, Björg Jónsdóttir frá Vattarnesi við Fáskrúðsfjörð, sem gift var Magnúsi Tómassyni sjómanni á Hrafnabjörgum, deyr frá nýfæddu barni, 36 ára gömul. Sigga tók barnið og ól það upp sem sitt eigið og það var mikil hamingjugjöf.
„Þetta hafði sinn aðdraganda. Jóna ljósmóðir, sú góða kona, hafði um þetta milligöngu, og Magnús var auðvitað tregur að gefa barnið. Ég símaði til bónda míns, sem var á síld fyrir Norðurlandi, og hann lagði málið í mínar hendur. Þetta voru raunalegar aðstæður hjá þeim. Barnið fæddist 1. júlí og Björg deyr eftir veikindi 17. september. Fyrirokkur var þetta líka talsverð óvissa um tíma. Ég er ekkert sérstaklega draumspök, en mig dreymdi eina nóttina að ég væri með strákinn að láta skíra hann. Jón Hamar! Um morguninn er svo bankað hjá mér og mér borin þau skilaboð að Magnús biðji mig að taka drenginn en áskildi þó að hann bæri nafn móður sinnar. Og það var sjálfsagt.
Hann heitir Jón, eftir fóstra mínum á Mosfelli, og svo Berg eftir móður sinni.
Ég er svo óskaplega heppin með hann Nonna minn. Hann hefur alla tíð verið vinnufús. Ég vildi ekkert sérstaklega að hann yrði sjómaður en það komst ekkert annað að hjá honum þegar hann var barn og unglingur. Hann byrjaði að vinna 7 ára gamall. Hann fékk greitt út í ávísun, og veistu hvað hann gerði við það? Hann keypti hníf handa pabba sínum og kastarollu handa mömmu sinni! Heldurðu að þetta mundi gerast í dag?
Við höfum alltaf verið náin og ég skynjaði svo vel móðurást hans strax í byrjun. Hann kallaði mig Siggu fyrstu árin, en síðan alltaf mömmu.
Ég var einu sinni austur í Mýrdal, var í kaupamennsku eitt sumar á Sólheimum, þegar Jón Berg var tveggja ára. Ég fór svo einn dag í heimsókn til Kristínar systur minnar a Hvoli, og auðvitað komin út á engjar til vinnu er leið á dag, en blessað barnið var heima. Honum hafði verið gefinn tertubiti með mjólkinni síðdegis og honum þótti hann svo óskaplega góður.
Þegar ég kom heim klukkan níu um kvöldið og hann heyrir í mér kemur hann fram til mín, réttir fram höndina, opnar lófann og segir: „Borðaðu þetta, Sigga mín!" Hálfan tertubitann hafði hann geymt í lófa sínum, fannst að þetta yrði ekki fullkomin ánægja nema ég fengi líka að smakka á kræsingunum!"
Eldgos og annað rask.
Þau Halldór og Sigga flúðu eins og aðrir frá Vestmannaeyjum undan jarðeldunum í janúarlok 1973. Þá varð mikil breyting á lífi þeirra og í augum Siggu líka mikil breyting á Vestmannaeyjum. Henni finnst sárt að vita hve margir töpuðust upp á land í gosinu og saknar augljóslega mikið þess gamla Eyjalífs sem hún ólst upp við og var þátttakandi í svo lengi. „Þá þekkti maður alla," segir Sigga, „og tók þátt í gleði og sorg annarra í kringum sig."
Henni er eins og öðrum minnisstæð gosnóttin.
„Við höfðum farið snemma að sofa, það var mikil vinna. Ég vaknaði svo eftir stuttan svefn við greinilegan titring sem ég skildi ekki af hverju gæti stafað. Ég vakti Halldór og hann hélt að bílskrjóður væri að fara hjá húsinu okkar. Þetta hætti ekki, svo ég fór fram og svo verður mér stuttu seinna litið út um austurgluggann og sé þá bálið. Í því hringdi Nonni minn.
Halldór, sonur Jóns Bergs, svaf hjá okkur, og þegar ég vek barnið og segi því tíðindin, segir strákur: „Já, en amma, þú sagðir mér að það kæmi aldrei framar eldgos í Helgafelli!"
Ég sagði bónda mínum að taka með sér sparisjóðsbækurnar, en ég tók með mér ávexti úr ísskápnum! Svo fórum við af stað, en ég gat skotist aðeins aftur heim, áður en við sigldum brott til Þorlákshafnar, og þá setti ég silfrið mitt í poka. Mér fannst gott að hafa það með ef harðnaði á dalnum! En þetta varð minnisstætt, ekki síst að sjá ungu mæðurnar, sumar berfættar í skónum, með slopp yfir sér og börnin í fanginu. Ekkert æðruorð, ekki einu sinni barnsgrátur. Og svo voru móttökurnar svo einstaklega hlýlegar og vel við okkur gert."
Sigga og Dóri fóru til Höllu, systur hennar, en hálfum mánuði síðar er Sigga komin í Sjöstjörnuna í Keflavík þar sem hún vann vertíðina 1973. Það sagði hún að hefði verið erfiður tími. Þau keyptu fljótlega íbúð í Reykjavík, mjög vistlega fbúð í Efstalandi 14 þar sem Sigga býr enn og hefur hreiðrað vel um sig. „En þetta var erfiður tími fyrst í stað svo að mér fannst stundum að ég væri ekki í lagi. Eg var eiginlega við að örmagnast."
Sigga og Dóri ætluðu sér að flytjast á ný til Vestmannaeyja, höfðu fengið vilyrði fyrir siglfirsku timburhúsi fyrir tilstilli Einars Sigurjónssonar.
En ekkert varð úr því. Þau gátu ekki hugsað sér að byggja sér nýtt hús vestur á eyju, vildu vera sem næst gömlum slóðum en það fékkst ekki samþykkt á þessum tíma.
„Síðan, þegar Ísfélagsmenn keyptu Kirkjusand, talaði Einar Sigurjónsson framkvæmdastjóri við mig og bað mig um að koma til þeirra og auðvitað gerði ég það því að mér þótti alltaf gott að vera hjá þeim." Þetta var 1. júní 1973. Ísfélagið flutti starfsemi sína út í Eyjar ári síðar „og þeir báðu mig enn að koma með þangað og ég sló til. Halldór varð eftir í Reykjavík og ég reyndi að fara á milli, eins oft og ég gat, en eftir að hann dó var viðvera mín lengri úti í Eyjum. Þar bjó ég á verbúð í Ísfélaginu og það fór ósköp vel um mig. Aldrei ónáðaði mig nokkur maður, ekki unglingarnir sem þar bjuggu með mér, þegar þeir voru að koma heim af skemmtunum, nei, aldrei!
Þannig hafði ég þetta í fimm ár en þá hætti ég að vinna. Það var komið nóg, 40 ár í frystihúsum.
Þeir ætluðu ekki að vilja sleppa mér, en mér fannst komið nóg, orðin 71 árs, en ég þurfti ekkert að vinna lengur, átti moð af peningum!"
Byrjaði hjá Einari Sigurðssyni.
„Ég byrjaði að vinna í fiski hjá Einari Sigurðssyni sumarið 1939 í Vöruhúsinu. Þetta voru einhverjar tilraunir hjá honum með flökun og frystingu. Við vorum þarna í þrjá mánuði. En veturinn 1940 byrjaði Einar með rekstur frystihúss niðri á bryggju, á Godthaabs lóðinni sem hann var þá nýbúinn að kaupa af bankanum, í gömlum hjalli þarna niður frá.
Þetta var, að mig minnir, um mánaðamótin febrúar og mars. Það komu sjö persónur úr Reykjavík, sennilega á vegum fiskimálanefndar, til þess að kenna okkur að flaka og ég man vel þegar ég flakaði fyrstu ýsuna. Það var heiðursmaður á vegum nefndarinnar sem flakaði fyrir mig eina ýsu og lagði svo fyrir mig aðra, rétti mér hnífinn og sagði mér að ná flakinu af. Ég tók hnífinn og flakaði og ég ætla ekki að hrósa mér af því verki, en lagði svo hnífinn frá mér þegar ég var búin og bað hann líta á, en fékk ekki hrós fyrir. Það líkaði mér illa og spurði hann hvort hann gæti ekki skilið að þetta væri fyrsta ýsan sem ég flakaði.
En það varð ekki síðasta ýsan, öðru nær!" segir Sigga og hlær. „Þær urðu margar, skal ég segja þér!"
Þeim sem unnu með Siggu ber saman um að hún hafi verið óvenjufljót við flökun, einstaklega velvirk og vandvirk.
„Nei, það er engin sérstök kúnst að flaka ýsu, fjögur handtök! En það skiptir máli að fá góða nýtingu, ná öllu flakinu án þess að fá bein með. Ég varð lagin við flökun, flakaði bæði bolfisk og flatfisk, og meira að segja hef ég flakað háf. Hann kom stundum í netin og var þá hengdur upp, þurrkaður og notaður í eldivið."
Þetta ár Siggu hjá Einari Sigurðssyni reyndist henni eftirminnilegt.
„Hann Einar var merkilegur maður en líka mjög duttlungafullur, fannst mér.
Það var stórkostlegt fyrir Vestmanneyinga að hafa slíkan mann með þessa miklu drift og þennan mikla framfarahug sem hann hafði. Það munaði svo sannarlega um hann! En mér líkaði ekki alltaf við hann. Hann réð nokkrar stúlkur til starfa þennan vetur en beitti nokkuð hörðum brögðum við að halda uppi vinnu aga meðal starfsfólksins, vildi hafa okkur sem þræla. Hann rak nokkrar stúlkur, sumar ágætar, en nokkrar fengu að koma aftur. Loks kom að mér að fá reisupassann. Ég var eina kerlingin, hitt voru stelpuskott. Hann sagði mér upp. Uppsögnin fór eins og eldur í sinu um vinnustaðinn. Með Einari vann ágætur maður, aðstoðarmaður hans, Guðni Ásgeirsson, utanbæjarmaður. Hann spyr mig hvort það sé satt sem hann hafi heyrt. „Já," sagði ég. „Þú mætir eftir sem áður," sagði Guðni og Einar rak mig ekki aftur eftir það.
Og ekki máttum við fara á verkalýðsfund hjá Helgu Rafnsdóttur! Nei, Einar sagði að ef eitthvað bjátaði á ætti að tala við hann.
En þrátt fyrir þessa árekstra get ég ekki sagt annað en gott um Einar. Þetta sumar, 1940, bauð hann öllu starfsfólki sínu í skemmtiferð upp á Skógasand, við Skógafoss. Þetta var mjög eftirminnileg ferð. Og það var í þeirri ferð sem Einar synti úr landi út í vélbát. Í gegnum brimölduna við Sandinn. Bát var ekki hægt að leggja að Sandinum því að veður hafði versnað, en honum lá svo á að komast til Eyja. Hópurinn varð hins vegar að fara til Reykjavíkur og taka skip þaðan til Eyja, 110 manns!
Svo reyndist Einar mér auðvitað sem höfðingi því að þegar nær dró jólum kom hann til mín og afhenti mér þriggja mánaða kaup og sagði að þetta væri uppbót á það sem ég hefði unnið fyrir hann á árinu. Þar á ofan fékk ég í jólagjöf skemmtilegan bækling sem hann hafði látið prenta um ferðina með innlímdum ljósmyndum. Með þeirri sendingu, sem barst á aðfangadag jóla 1940, fylgdu að auki 50 kr. Svona var hann Einar, stórhöfðingi. Maður getur oft mælt mennina á því hvernig þeir koma fram við börn, og ég sá oft hvað hann Einar var góður við hann Nonna minn, leiddi hann stundum með sér, ef hann fann hann á götu, og fór með hann niður eftir þar sem hann var með rekstur sinn."
Rekin fyrir stjórnmálaskoðanir.
„Eftir þetta ár hjá Einari ríka fór ég að vinna í fiskvinnslu þar sem síðar reis hús Vinnslustöðvarinnar, upp af Friðhafnarbryggju, stundum í kerskni kallað „Skítur og svað"! Þeirri fiskvinnslu stjórnaði Magnús Guðbjartsson, ágætur maður. Hann bauð mér karlmannskaup og þar var ég í níu ár. Þá voru aðrir herrar komnir til sögunnar. Endirinn á því var sá að ég ákvað að ganga í Framsóknarflokkinn 1949. Það spurðist fljótt út og strax daginn eftir kom forráðamaður fyrirtækisins til mín og sagði mér að ég ætti að fara að vinna á kvenmannskaupi. Ég sneri upp á mig og þakkaði fyrir og sagði að þeir þyrftu ekki að hafa áhyggjur af því að tapa á mér og kvaddi. Ég leit á þetta sem uppsögn og hún stóð í sambandi við pólitísk afskipti. Þannig var það!
Ég þoldi aldrei fhaldið í Eyjum. Mér fannst að það kæmi ekki vel fram við verkafólk og þá sem áttu undir högg að sækja. Eg þoli ekki að það sé troðið á smælingjunum. Ég heillaðist af þeim Þorsteini Víglundssyni skólastjóra og Helga Benediktssyni og mér fannst þeir vera miklir driftarmenn og stóð með þeim. En mér rann til rifja hvað þeir áttu erfitt með að vinna saman, Þorsteinn og Helgi, og ég skal ekkert leyna því að ég stóð fremur með Helga. Helgi var enginn engill, og það er enginn svo góður að ekki finnist einhver galli, en hann var minn maður! En ég gat aldrei fellt mig við kommana eða kratana og ekki hugsað mér að ganga í þeirra raðir. Ég tók 5. sætið á lista Framsóknarflokksins í bæjarstjórnarkosningunum í ársbyrjun 1950. Ég var oftast á listanum eftir það, í 3. sæti 1958, en síðar í neðri sætunum, svona til að sýna stuðning minn við flokkinn! Ég hreifst líka af Eysteini Jónssyni. Hann var góður maður, það mátti merkja á því hvernig hann kom fram við börnin hans Bergs heitins bróður míns, en þeir höfðu verið nágrannar.
Ég skal segja þér það að ég veit að ég kem aftur í þetta líf og ég er alveg ráðin í því hvað ég ætla þá að taka mér fyrir hendur. Ég ætla að verða stjórnmálamaður. Það hef ég ekki getað í þessu lífi því að mér finnst ég ekki hafa nógu mikið í kollinum til þess. Það er alveg plága að hafa ekki nógu mikið í kollinum. En ég er alveg sannfærð um að ég fæ stærri skammt næst!
Í Ísfélaginu í 30 ár.
„Ég réð mig svo 1949 hjá Ísfélaginu og vann þar upp frá því, það urðu víst um 30 ár. Þar varð mikil breyting 1956 hjá félaginu þegar nýir menn komu til sögunnar og tóku við rekstri þess. Ég hafði mest af
Sigurjóni Auðunssyni að segja. Það var gott að vinna hjá honum.
Hann var afbragðsgóður verkstjóri. Svo var Einar Sigurjónsson framkvæmdastjóri vakinn og sofinn yfir vinnslunni og mér líkaði afskaplega vel við Einar. Hann reyndist mér alla tíð vel.
Lengst af flakaði ég eða pakkaði á borði en svo varð ég verkstjdri, í 14 ár, og það verð ég að segja að það átti vel við mig! Eg stjórnaði bæði konum við pökkun og líka krökkum, þau voru látin slíta humar, sum alveg frá 7 ára aldri.
Ég sagði konunum að tala við mig ef þær hefðu yfir einhverju að kvarta. En ég var aldrei skömmuð þótt ég væri sett yfir 80 konur. Þetta gekk allt vel, með einni eða tveimur undantekningum sem ég er ekkert að rifja upp!
Sæmileg hef ég verið því að þeir í Ísfélaginu vildu ekki sleppa mér. Og þegar ég kvaddi konumar í Sjöstjörnunni í Keflavík eftir vertíðina 1973 færðu þær mér fallegan vasa, fullan af blómum. Það þdtti mér vænt um.
Ég hef auðvitað kynnst mörgum góðum samstarfsmönnum. Í Ísfélaginu, fyrir utan Sigga og Einar, voru t.d. Finnur biskupsbróðir og Ólafur Gíslason frá Héðinshöfða, harðduglegir menn. Það var líka afbragðsgott að vinna með Agli Jónssyni, við vorum verkstjórar lengi saman. Og svo líkaði mér alltaf afskaplega vel við hann Gísla Ásmundsson, mikið lipunnenni. Og ekki má ég gleyma henni Önnu Erlendsdóttur. Við vorum svo miklar vinkonur og unnum svo lengi saman. Mér líkaði svo vel við hana, hún var framsóknarmaður eins og
ég!"
Vinnuaðstæður.
„En vinnuaðstæður á þessum tíma voru miklu erfiðari en þær em í dag. Við þurftum t.d. að standa á steingólfi vestur í Vinnslustöð og þá var okkur sagt að vera á tréhnöllum með yfirleðri sem náði upp að hné. Þannig stóð maður allan daginn, frá kl. 8 á morgnana og fram á kvöld. Og á þessum hnöllum stormaði ég heiman frá mér inn í Vinnslustöð og til baka nokkrum sinnum á dag. Það tók 12 mínútur hver ferð. Já, maður hefur verið frýnilegur á þeirri göngu! Síðan fengum við trégrindur til að standa á en þetta gat verið ósköp þreytandi þegar lengi var unnið.
Oftast var unnið í 10 tíma, frá kl. 8 og fram að kvöldmat. Við höfðum kaffitíma klukkan hálftíu og þrjú og fengum okkur oftast kaffisopa klukkan fimm. Stundum var unnið fram á nótt og um helgar, og fyrir kom að ég var ræst um miðja nótt til að ísa í kassa. Í síldinni var það þannig að við unnum stundum heilu vikumar án þess að ná lengri svefni en svona fjórum tímum, bara yfir blánóttina. Já, og um páska var iðulega unnið fram að hádegi á páskadag. Það varð að bjarga þeim verðmætum sem komu að landi, það var ekki annað að gera!
Við vorum aldrei þreyttar, þessar kerlingar. Það átti að taka af okkur bónusinn, eða hætta að mæla afköstin, eftir kvöldmat, því það þótti komið nóg eftir 10 tíma, en konurnar tóku það ekki í mál, og aldrei var bónusinn betri en eftir kvöldmat!
En það breyttist auðvitað margt eftir að ég varð verkstjóri. Ég þurfti að mæta fyrr á morgnana, helst fyrst, til að stilla vigtirnar, sjá um að umbúðir væru á borðunum og þess háttar. Svo varð maður að sjá um að allt væri hreint, spúla út og klórþvo. Og svo varð ég að sjá um að konurnar væru ekki að svíkjast um eða slóra! Já, maður fór oftast síðastur úr salnum."
Félagslífíð.
„Félagslífið, skemmtanir og þess háttar, var nú ekki margbreytilegt í Eyjum áður fyrr. Það var helst eitthvað um að vera á haustin, en ég var ekki mikið fyrir það. Maður var alltaf að vinna! Við vorum einu sinni, hjónin, að búa okkur á ball hjá sjálfstæðisfélögunum, en þá var Dóri ræstur á sjó, svona var þetta!
Ég hef ekki verið mikil þjóðhátíðarkona. Jenný og Jón á Mosfelli tjölduðu aldrei í Dalnum, en við krakkarnir, ég og Leifur, fórum með brekán og breiddum á steina uppi við Fiskhella! En eftir að ég giftist var maðurinn minn oftast á síld yfir sumarið, svo ég hafði hægt um mig yfir þjóðhátíðina.
En ég starfaði í Slysavarnafélaginu þótt ég væri ekki alltaf ánægð þar því að íhaldskonurnar réðu öllu, það var aldrei hlustað á Mörtu Þorleifsdóttur eða Helgu Rafnsdóttur þótt þær kæmu með góðar tillögur.
Lengst starfaði ég þó í Kvenfélagi Landakirkju, þar var gott að vera. Við Dóri vorum kirkjurækin og mér líkaði vel við prestana sem þá vom, sr. Sigurjón Þ. Árnason og síðar sr. Halldór Kolbeins. Ég söng þó aldrei með kórnum, við höfum ekki getað sungið mikið, systkinin! Sr. Sigurjón stofnaði KFUK og þar vorum við Alla systir mín með. Sr. Fimmtug 1958. Myndin er tekin heima í stofu ú Helgafellsbraut.
Sigurjón var sannur guðsmaður og var oft með okkur á fundunum og hans góða kona. Trúin hefur verið mér mikils virði, ég hef svo oft rekið mig á það gegnum lífið.
Svo starfaði ég dálítið í verkakvennafélaginu, var meira að segja í samninganefnd. Þá kynntist ég dálítið Torfa sáttasemjara og Sighvati Bjarnasyni í Asi sem var fyrir vinnuveitendum í Eyjum. Þetta voru ágætiskarlar!
Aldrei fórum við í sumarfrí, eins og nú er alsiða, enda karlinn minn alltaf á síld. En við fórum oft á haustin, skömmu fyrir jólin, til Reykjavíkur að kaupa inn, og þá gistum við alltaf hjá Gunnu mágkonu, Guðrúnu Beck."
Fallegt heimili.
Þegar komið er á heimili Sigríðar í Efstalandi, sem er afar snyrtilegt og hlýlegt, blasa við á borðum og veggjum hannyrðir húsfreyjunnar. Hún hefur málað, saumað út og unnið fleira sem prýðir heimilið. Hún sat ekki auðum höndum þegar hún kom heim eftir slarksaman og langan vinnudag.
„Ég lærði dálítið í hannyrðum í gamla daga, það var hjá Margréti Konráðsdóttur. Hún var ættuð að norðan en var í Eyjum um tíma hjá Önnu, systur sinni, sem kenndi við Barnaskólann. Margrét lærði í Danmörku og kenndi ýmislegt, hún kenndi mér kóngsbróderingu. Og þar lærði ég svolítið að mála. Ég hef aldrei prjónað mikið, en heklað svolítið og flosað.
Fjölskyldan hefur alla tíð verið mér mikils virði. Við vorum mörg systkinin í Eyjum og héldum vel saman, og systkinabörn mín hafa alla tíð haft gott samband við mig. Það voru aldrei nein leiðindi. Mér þykir vænt um það. Við systurnar fimm höfðum með okkur saumaklúbb, einu sinni í viku yfir veturinn, kl. 8 á fimmtudögum. Það var skemmtilegt.
Sumarfríin voru stutt í gamla daga, ef nokkur. Ég notaði þau aldrei til ferðalaga, fannst best að vera heima, naut þess, og vann svo kannski dálítið í garðinum.
Við vorum með matjurtagarð, rófur, blómkál, gulrætur og að sjálfsögðu kartöflur, bæði heima við og í smástykki sem við höfðum vestur í Hrauni.
Þetta voru mikil búdrýgindi, og mér þótt gaman að eiga við þetta. Svo tíndum við ber í hrauninu vestur frá og söl í Torfmýri. Já, stundum fórum við upp á Sólheimasand til berjatínslu. Það var allt nýtt!
Við vorum aldrei með fé, en áttum kú með öðrum. Ég mjólkaði hana, í kofa við Ásbyrgi. Og svo höfðum við hænsn og fengum ný egg.
En svo fóru þægindin að koma eftir stríð. Við fengum ísskáp frá Helga Ben., um 1950, en hann stóð ónotaður í tvö ár því að það var skortur á rafurmagni í Eyjum. Það var jafnstraumur en þessi tæki þurftu riðstraum. Það lagaðist upp úr 1950. Þá gat maður farið að þvo í vélum, það var mikil framför. Svo ég tali ekki um vatnið frá landi. Aður fyrr söfnuðum við rigningarvatni af húsþakinu, eins og allir aðrir, og maður varð að passa upp á það að taka rennurnar frá eftir þurrka svo að vatnið væri sæmilega hreint. Dóri byggði mikinn brunn við húsið okkar og undir því. Þegar við vorum að byggja þótti einhverjum brunnurinn svo stór að hann spurði hvað þetta væri eiginlega. „Ja, þetta er sundlaug handa frúnni," sagði Dóri!
Ég hef aldrei farið til útlanda. Mér hefur oft verið boðið að fara, t.d. á afmælum, og Högna bróður-dóttir mín, sem er arkitekt í París og margir kannast við, hefur margsinnis boðið mér að koma, en æ, ég veit það ekki, mig langar ekki. Eg vil helst vera hérna heima.
En það hefur margt breyst á langri ævi, finnst mér. Það var allt annað yfirbragð á hlutunum hérna áður fyrr. Allt rólegra, fólk samviskusamt og vann hlutina svikalaust, en nú finnst mér mikil lausung á öllu, spenna og sumt alveg kolvitlaust!"
Ævikvöld.
„Ég er alveg sátt við hlutskipti mitt. Ég er auðvitað þakklát fyrir það hvað ég held góðri heilsu, komin á tíunda áratuginn, hugsaðu þér! Ég hef eiginlega aldrei fundið til í skrokknum, er ekki með einn æðahnút eftir allar þessar stöður og plamp.
Það spurði mig virðuleg verslunardama um það fyrir nokkru hvernig ég færi að því að verða svona langlíf og halda góðri heilsu og lífskrafti þetta lengi. Ég sagði henni að ég gæti skýrt það og ég gæti kennt henni ráð til þess, og þeim sem kynnu að öfunda mig: Það væri að fara í frystihús og vinna þar í 40 ár!
Já, en ég ætla að vera betur útbúin þegar ég kem aftur. Ég er forlagatrúar, það hef ég beinlínis sannreynt, t.d. þegar ég fékk hann Nonna minn. Ég trúi líka á framhald og er alveg tilbúin í það að stökkva yftr þegar kallið kemur. Ég meira að segja hlakka til þess. Það er ekki alltaf gaman að verða svona gömul, en ég hef ekki yfir neinu að kvarta, og aldrei verið í illdeilum við nokkurn mann á lífsleiðinni.
Og ég er ekki á leiðinní á ellíheímílí skal ég segja þér!"
Gísli Pálsson