Leifur Þórðarson (Mosfelli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Leifur Þórðarson.

Leifur Þórðarson frá Mosfelli fæddist 19. júní 1907 og lést 4. maí 1930.
Foreldrar hans voru Þórður Þórðarson bóndi, trésmiður, síðar hermaður í kanadíska hernum, f. 15. maí 1887, d. 28. september 1955 og barnsmóðir hans Gróa Einarsdóttir verkakona, f. 19. júlí 1875, d. 16. október 1967.

Fóstursystkini Leifs voru:
1. Kristinn Jónsson bóndi, smiður og póstur á Mosfelli.
2. Þórður Arnfinnson sjómaður á Þingeyri og í Keflavík.
3. Sigríður Friðriksdóttir fiskverkakona og verkstjóri.

Leifi var nýfæddum komið í fóstur til Jennýjar Guðmundsdóttur og Jóns Guðmundssonar í Breiðholti, síðan á Mosfelli. Hjá þeim ólst hann upp með Kristni syni þeirra og fósturbörnunum Sigríði Friðriksdóttur og Þórði Arnfinnssyni.
Hann fór til klæðskeranáms hjá Andrési Andréssyni í Reykjavík 1922, fékk berkla og dó úr þeim 1930.



Myndir


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.