Ritverk Árna Árnasonar/Magnús Vigfússon (Presthúsum)
Kynning.
Magnús Vigfússon bóndi í Presthúsum fæddist 1. október 1854 og lést 13. ágúst 1926.
Foreldrar hans voru Vigfús Magnússon, f. 9. október 1815, sjómaður í gömlu Presthúsum og síðar í Hólshúsi, er lést af vosbúð af skipinu „Ægi“ í Útilegunni miklu 25. febrúar 1869.
Móðir Magnúsar var Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1. janúar 1827, d. 13. maí 1882.
Magnús var albróðir
1 Sigurðar Vigfússonar, (Sigga Fúsa) á Fögruvöllum.
2. Kristínar Vigfúsdóttur húsfreyju í Uppsölum, f. 9. mars 1861, d. 3. september 1889.
3. Margrétar Vigfúsdóttur vinnukonu í Gerði, f. 4. febrúar 1853.
Föðursystir þeirra var
4. Sigríður Magnúsdóttir húsfreyju í Brekkuhúsi, f. 12. júní 1824, d. 5. september 1894.
Móðursystur þeirra voru:
1. Guðrún Sigurðardóttir yngri, húsfreyja, f. 6. apríl 1834, d. 31. ágúst 1897 í Vesturheimi.
2. Járngerður Sigurðardóttir húsfreyja í Draumbæ, Túni og Stóra-Gerði, f. 17. september 1830, d. 23. desember 1876.
Þær voru hálfsystur, af sama föður
3. Þuríðar Sigurðardóttur húsfreyju á Löndum, síðar á Stokkseyri, f. 23. september 1821, d. 8. mars 1910.
Þau Sigríður voru ógift vinnufólk í Dölum 1880, húsmennskufólk á Vilborgarstöðum 1881 og 1882. Þau voru komin að Presthúsum 1883 og voru þar enn 1895.
Sigríður var 55 ára, skráð giftur niðursetningur í Stóra-Gerði hjá Guðlaugi og Margréti 1901 og þar var Magnús Vigfússon skráður leigjandi.
Þau voru í Landlyst 1907 við andlát Sigríðar.
Magnús var ekkill á Lágafelli 1910.
Hann lést 1926.
I. Barnsmóðir Vigfúsar var Þorgerður Erlendsdóttir, þá á Vesturhúsum. Hann neitaði faðerninu.
Barnið var
1. Guðný Magnúsína Magnúsdóttir, f. 18. október 1874, d. 18. nóvember 1874 „úr almennu barnaveikinni“.
II. Kona Magnúsar, (5. júní 1881), var Sigríður Þorsteinsdóttir, f. 21. mars 1845, d. 18. október 1907.
Börn þeirra voru:
2. Guðrún Helga , f. 5. júní 1878. Hún fór til Vesturheims.
3. Guðmundur á Löndum, f. 15. september 1880 í Dölum, d. 19. mars 1952 í Reykjavík.
4. Sigfús Magnússon, f. 20. desember 1881 á Vilborgarstöðum, d. 13. janúar 1882 úr „krampa“.
5. Jórunn Ingileif, f. 10. október 1883, d. 14. júlí 1962, gift Guðmundi Guðmundssyni í Ey, f. 6. júlí 1864, d. 24. nóvember 1928.
6. Vilhjálmur Einar, f. 6. september 1887, d. 25. september 1953.
III. Sambýliskona Magnúsar var Þuríður Magnúsdóttir frá Oddakoti í A-Landeyjum, ráðskona, f. 10. mars 1873, d. 17. maí 1927. Þau voru barnlaus.
Úr fórum Árna Árnasonar símritara:
Bjargveiðimannatal.
Síðari umsögn:
Magnús var einn af slyngustu sigamönnum Eyjanna og mesti fullhugi og fjallaköttur, veiðimaður allgóður, kátur og léttleikamaður hinn mesti. Fór hann víða um Heimalandsbjörg og allflestar úteyjarnar við alls konar veiðar og gat sér besta orð.
Hann var nokkuð ölkær, en besti drengur og vildi öllum vel. Oft var hann nefndur „Mangi lúd pei“, eða Mangi „Dalli“, viðurnefni, sem vaxið mun upp frá ölteiti og glaðværð. Magnúsar mun lengi minnst, sem afbragðs sigamanns. Hann fannst látinn inni í Hrauni.
Úr fórum Árna Árnasonar, efnisyfirlit
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Eyjar og úteyjalíf – Úrval verka Árna Árnasonar símritara frá Grund. Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja 2012.
- Heimaslóð.is.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.