Vigfús Magnússon (Hólshúsi)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Vigfús Magnússon sjómaður í gömlu Presthúsum og síðar í Hólshúsi fæddist 9. október 1815 og lést 25. febrúar 1869.
Faðir hans var Magnús bóndi á Snotru og Bryggjum í A-Landeyjum, f. 28. október 1792 í Búðarhóls-Austurhjáleigu (Hólavatni), d. 26. janúar 1856 á Bryggjum, Vigfússon bónda í Búðarhóls-Austurhjáleigu (Hólavatni) og víðar í A- og V-Landeyjum, f. 1749, d. 27. febrúar 1813, Magnússonar bónda á Kirkjulandi í A-Landeyjum, f. í árslok 1702, á lífi 1763, Ólafssonar, og konu Magnúsar á Kirkjulandi, Kristínar húsfreyju, f. 1712, d. 18. desember 1809, Jónsdóttur.
Móðir Magnúsar á Snotru og kona Vigfúsar bónda var Guðlaug húsfreyja, f. 1754, d. 5. júní 1820, Jónsdóttir bónda á Vindási á Landi, f. 1727, d. 12. febrúar 1787, Bjarnasonar, og konu Jóns á Vindási, Ástríðar húsfreyju, f. 1729, d. 28. nóvember 1785, Jónsdóttur.

Móðir Vigfúsar í Hólshúsi og kona Magnúsar á Snotru, var Guðrún húsfreyja, f. 1781 í Vatnshól í A-Landeyjum, d. 6. nóvember 1860 á Bryggjum, Ólafsdóttir bónda á Snotru, f. 1735, d. 27. nóvember 1813 á Snotru, Magnússonar bónda á Kirkjulandi, f. í árslok 1702, á lífi 1763, Ólafssonar, og konu Magnúsar á Kirkjulandi, Kristínar húsfreyju, f. 1712, d. 18. desember 1809, Jónsdóttur.
Móðir Guðrúnar húsfreyju á Snotru og kona Ólafs bónda Magnússonar var Sigríður húsfreyja, f. 1746 í Álfhólahjáleigu í V-Landeyjum, d. 31. júlí 1823, Sigurðardóttir bónda, smiðs og formanns á Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 1702, d. 29. maí 1783 í Þerney í Kollafirði, Þorkelssonar, og konu Sigurðar á Búðarhóli, Margrétar húsfreyju, f. 1709, á lífi 1745, Guðmundsdóttur.

Hálfsystir Vigfúsar, af sama föður, var Þuríður Magnúsdóttir í Helgahjalli, síðar í Utah, f. 13. apríl 1817, d. 1. febrúar 1891.

Vigfús var með foreldrum sínum á Bryggjum a.m.k. til 1850. Hann var húsbóndi á Kirkjubæ 1860 með Guðrúnu og drengjunum Sigurði og Magnúsi.
Þau bjuggu síðar í gömlu Presthúsum og tómthúsinu Hólshúsi og þar voru þau til húsa, er Vigfús lést af vosbúð á skipinu „Ægi“ í Útilegunni miklu 25. febrúar 1869.
(Sjá Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum: Útilegan mikla.

Vigfús var albróðir Sigríðar Magnúsdóttur húsfreyju á Bryggjum í A-Landeyjum, síðar húsfreyju í Brekkuhúsi.

Kona Vigfúsar í Hólshúsi, (28. október 1952), var Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1. janúar 1827, d. 13. maí 1882.
Börn Guðrúnar og Vigfúsar í Hólshúsi hér nefnd:
1. Sigurður Vigfússon, (Siggi Fúsa) á Fögruvöllum, f. 29. mars 1851, d. 3. nóvember 1934.
2. Margrét Vigfúsdóttir vinnukona, f. 4. febrúar 1853.
3. Magnús Vigfússon sjómaður og landverkamaður í Presthúsum, f. 1. október 1854, d. 13. ágúst 1926.
4. Kristín Vigfúsdóttir, f. 9. mars 1861, d. 3. september 1889.
5. Guðlaug Vigfúsdóttir, f. 28. nóvember 1868, d. 21. apríl 1869, „dó af krampa“.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.