Þorgerður Erlendsdóttir (Fögruvöllum)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þorgerður Erlendsdóttir húsfreyja á Fögruvöllum fæddist 24. október 1842 í Stóra-Dalssókn undir Eyjafjöllum og lést 6. janúar 1936.
Þorgerður var alsystir Guðrúnar Erlendsdóttur húsfreyju á Vesturhúsum. Vísað er á hana til ættfærslu.
Þorgerður var einnig systir Guðmundar Erlendssonar í London.

Þorgerður var fjögurra ára með foreldrum sínum og fjölskyldu á Borgareyrum í Stóra-Dalssókn 1845, 9 ára með þeim 1850. Hún var vinnukona í Efra-Holti u. Eyjafjöllum 1860.
Hún var vinnukona í London 1870 hjá bróður sínum Guðmundi og konu hans Unu Guðmundsdóttur. Við manntal 1890, 1901 og 1910 var hún húsfreyja á Fögruvöllum.

I. Maður Þorgerðar var Sigurður Vigfússon, (Siggi Fúsa) á Fögruvöllum, f. 29. mars 1851, d. 3. nóvember 1934.
Þau Sigurður og Þorgerður voru barnlaus, en ólu upp að mestu frænda Þorgerðar
1. Þorgeir Jóelsson, Eyjólfssonar og fyrri konu hans Þórdísar dóttur Guðmundar á Vesturhúsum og Guðrúnar Erlendsdóttur.

II. Barnsfaðir Þorgerðar var Magnús Vigfússon. Hann neitaði.
2. Barnið var Guðný Magnúsína Magnúsdóttir, f. 13. október 1874, d. 18. nóvember 1874 úr „almennu barnaveikinni“.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason.
  • Heimaslóð.
  • Íslendingabók.is.
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.