Kristín Vigfúsdóttir (Hólshúsi)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Kristín Vigfúsdóttir húsfreyja frá Hólshúsi fæddist 9. mars 1861 og lést 3. september 1889.
Foreldrar hennar voru Vigfús Magnússon sjómaður í Hólshúsi, f. 9. október 1815, d. 25. febrúar 1869 í Útilegunni miklu, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, f. 1. janúar 1828, d. 13. maí 1882.

Systkini Kristínar voru:
1 Sigurður Vigfússon, (Siggi Fúsa) á Fögruvöllum
2. Margrét Vigfúsdóttir vinnukona í Gerði.
3. Magnús Vigfússon í Presthúsum.
Föðursystir þeirra var
4. Sigríður Magnúsdóttir í Brekkuhúsi.
Móðursystur þeirra voru:
1. Guðrún Sigurðardóttir yngri, húsfreyja, f. 6. apríl 1834, d. 31. ágúst 1897 í Vesturheimi.
2. Járngerður Sigurðardóttir húsfreyja í Draumbæ, Túni og Stóra-Gerði, f. 17. september 1830, d. 23. desember 1876.
Þær voru hálfsystur, af sama föður
3. Þuríðar Sigurðardóttur húsfreyju á Löndum, síðar á Stokkseyri, f. 23. september 1821, d. 8. mars 1910.

Kristín var 9 ára með ekkjunni og húskonunni móður sinni í Hólshúsi 1870, léttakind á Gjábakka 1878, vinnukona í Landlyst hjá Þorsteini Jónssyni héraðslækni og Matthildi Magnúsdóttur húsfreyju 1880 og 1881, og þar var Nikulás vinnumaður, voru bæði á Vilborgarstöðum 1882, í Frydendal 1883, skráð í Frydendal 1884, en sögð búa á Uppsölum, bústýra Nikulásar þar við fæðingu Ágústs 1885.
Kristín lést 1889.

Maður Kristínar, (4. desember 1887), var Nikulás Guðmundsson húsmaður í Uppsölum 1887.
Barn þeirra var
1. Ágúst Nikulásson skipstjóri og útgerðarmaður, f. 21. ágúst 1885, d. 18. maí 1955.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.