Þuríður Magnúsdóttir (Litlu-Eyri)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Þuríður Magnúsdóttir verkakona og bústýra á Litlu-Eyri, Vesturvegi 11B, fæddist 10. mars 1873 í Oddakoti í A-Landeyjum og lést 17. maí 1927.
Faðir hennar var Magnús bóndi, bátasmiður og formaður í Oddakoti 1859-1886, á Kirkjulandi þar 1886-1897 og Voðmúlastöðum þar 1897-1909, f. 29. september 1832 á Efri-Úlfsstöðum þar, d. 5. janúar 1921 á Efri-Úlfsstöðum, Þórðarson bónda á Efri-Úlfsstöðum, f. 26. mars 1802 á Kotvelli í Hvolhreppi, d. 9. nóvember 1870 á Efri-Úlfsstöðum, Þórarinssonar bónda á Kotvelli, skírður 17. apríl 1771, d. 21. júlí 1846, Jónssonar, og konu Þórarins Jónssonar, Vigdísar húsfreyju, skírð 12. september 1770, d. 26. júní 1854, Eiríksdóttur.
Móðir Magnúsar í Oddakoti og kona Þórðar á Efri-Úlfsstöðum var Bjarghildur húsfreyja, f. 31. maí 1797 á Kirkjulæk í Fljótshlíð, d. 5. janúar 1883 á Efri-Úlfsstöðum, Jónsdóttir bónda í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, f. 1760, d. 6. mars 1836, og konu Jóns, Guðbjargar húsfreyju, f. 1770, d. 12. desember 1847, Jónsdóttur.

Móðir Þuríðar á Litlu-Eyri og kona Magnúsar í Oddakoti var Ingibjörg húsfreyja, f. 26. mars 1829, d. 17. október 1909, Magnúsdóttir bónda og formanns í Syðri-Vatnahjáleigu í A-Landeyjum og víðar, f. 20. september 1805 í Hemlu í V-Landeyjum, d. 10. júní 1862 á Kálfsstöðum þar, Guðlaugssonar bónda og hreppstjóra á Búðarhóli í A-Landeyjum, f. 1759 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, d. 25. mars 1818, Bergþórssonar, og seinni konu Guðlaugs, (6. nóvember 1803), Margrétar húsfreyju, f. 1775, d. 2. janúar 1863 í Hemlu, Árnadóttur.
Móðir Ingibjargar í Oddakoti og kona Magnúsar var Þuríður húsfreyja, skírð 16. mars 1801, d. 7. nóvember 1888, Ólafsdóttir bónda á Kirkjulandi, f. 1734, d. 1801, Ólafssonar, og seinni konu Ólafs á Kirkjulandi, (2. júlí 1796), Guðrúnar húsfreyju, f. 1767, Diðriksdóttur.

Systkini hennar í Eyjum voru:
1. Magnús Magnússon verkamaður á Túnsbergi, f. 12. september 1869, d. 18. maí 1961.
2. Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja, verkakona í Hjálmholti , f. 19. nóvember 1874, d. 11. apríl 1958.
3. Þau Guðlaugur Bergþórsson og Margrét Árnadóttir á Búðarhóli voru einnig ættforeldrar Guðbjargar Guðlaugsdóttur í Jakobshúsi og Magnúsar Magnússonar á Vilborgarstöðum manns Arnbjargar Árnadóttur (Ömpu) húsfreyju þar.

Þuríður var með foreldrum sínum í Oddakoti 1880, á Kirkjulandi 1890, vinnukona á Krossi 1901.
Hún var stödd á Lágafelli 1910 með Magnúsi Vigfússyni, sem var þar leigjandi og ekkill, en hún átti heimili á Efri-Úlfstaðahjáleigu (Sléttubóli) í A-Landeyjum.
Þau voru á Litlu-Eyri 1912 og siðan. Hún var skráð sjúklingur þar 1920. Magnús lést 1926 og hún 1927.

Sambýlismaður Þuríðar var Magnús Vigfússon sjómaður.
Hann var áður kvæntur Sigríði Þorsteinsdóttur, sem lést 1907.
„Þuríður var ágæt kona gamla tímans, sem hugsaði vel um Magnús Vigfússon, sem var allerfiður, þareð hann var þungur maður guðaveiganna.“ (Á.Á).


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Árni Árnason
  • Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
  • Manntöl.
  • Íslendingabók.is.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.