Guðmundur Guðmundsson (Ey)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search


Guðmundur Guðmundsson sjómaður í Ey fæddist 6. júlí 1864 og lést 24. nóvember 1928.
Foreldrar hans voru Guðmundur Guðmundsson tómthúsmaður, sjómaður í Litlakoti og húsmaður á Kirkjubæ, f. 30. mars 1827, d. 16. febrúar 1865, og kona hans Guðríður Oddsdóttir húsfreyja, f. 1826, d. 18. nóvember 1901.

Guðmundur missti föður sinn, er hann var á 1. ári. Hann ólst upp með móður sinni í fyrstu, var með henni í Þorlaugargerði 1870.
Við manntal 1880 var hann til húsa hjá systur sinni Sigríði Guðnýju á Löndum. 1890 og 1901 var hann vinnumaður hjá systur sinni í Mandal. Þar var þá einnig sonur hans Þórarinn, (síðar á Jaðri) 8 ára.
1910 bjuggu Guðmundur og Jórunn á Hnausum, húsi Ólafs Auðunssonar.
Guðmundur og Jórunn reistu húsið Ey 1911 og bjuggu þar.

Guðmundur átti tvær konur:
I. Barnsmóðir hans var Málfríður Erlendsdóttir ættuð úr Mýrdal, vinnukona í Frydendal, f. 23. maí 1852 í Kárhólmum í Mýrdal, d. 24. febrúar 1937 í Reykjavík.
Börn þeirra voru:
1. Þórarinn Guðmundsson útgerðarmaður og formaður á Jaðri, f. 13. janúar 1893 í Frydendal, d. 30. maí 1975, kvæntur Jónasínu Runólfsdóttur.
2. Guðjón Guðmundsson skipstjóri, f. 27. september 1894 á Kirkjulandi í A-Landeyjum, fórst með togaranum Sviða 1941.

II. Kona Guðmundar var Jórunn Ingileif Magnúsdóttir, f. 10. október 1883 í Presthúsum, d. 14. júlí 1962.
Börn þeirra hér:
3. Sigríður Magnúsína Guðmundsdóttir, f. 23. janúar 1906 í Mandal, d. 6. september 1975.
4. Guðmundur Svavar Guðmundsson, f. 29. apríl 1910 í Ási, drukknaði 17. apríl 1932.
5. Brynjólfur Gunnar Guðmundsson vélstjóri, f. 7. ágúst 1913 í Ey, d. 31. maí 1955.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.