„Taflfélag Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 34: Lína 34:
Á aðalfundi í febrúar 1929 er valin sveit í símakappskák sem háð var við Taflfélag Reykjavíkur 24. febrúar.  Þessir tefldu fyrir TV í þeirri keppni:
Á aðalfundi í febrúar 1929 er valin sveit í símakappskák sem háð var við Taflfélag Reykjavíkur 24. febrúar.  Þessir tefldu fyrir TV í þeirri keppni:
* [[Hermann Benediktsson]],  [[Godthaab]]  
* [[Hermann Benediktsson]],  [[Godthaab]]  
* [[Magnús Bergsson]],
* [[Magnús Bergsson]]
* [[Halldór Guðjónsson]], Sólbergi
* [[Halldór Guðjónsson]], Sólbergi
* [[Gunnar Jónatansson]], [[Stórhöfði|Stórhöfða]]
* [[Gunnar Jónatansson]], [[Stórhöfði|Stórhöfða]]
* [[Hjalti Jónatansson]], [[Stórhöfði|Stórhöfða]]
* [[Hjalti Jónatansson]], [[Stórhöfði|Stórhöfða]]
* [[Kristján Kristófersson]],
* [[Kristján Kristófersson]]
* [[Kjartan Guðmundsson]], (ljósmyndari)
* [[Kjartan Guðmundsson]] (ljósmyndari)
* [[Kjartan Jónsson]],
* [[Kjartan Jónsson]]
* [[Karl Sigurhansson]], [[Brimnes|Brimnesi]]
* [[Karl Sigurhansson]], [[Brimnes|Brimnesi]]
* [[Jóhann Gunnar Ólafsson]], (síðar bæjarstjóri)
* [[Jóhann Gunnar Ólafsson]], (síðar bæjarstjóri)
Lína 48: Lína 48:
2. febrúar 1930 var haldinn aðalfundur í félaginu og var stjórnin endurkjörin í einu hljóði en einnig kom fram að stjórnin hefði farið fram á það við TR að 12 menn úr 2. flokki tefldu næstu laugardagsnótt en tekið var fram að ekki væri enn komið svar frá Reykvíkingunum.  Þá var samþykkt hverjir myndu tefla í þessari keppni og voru það allir sömu menn og tefldu árinu áður nema Magnús Bergsson en þessir bættust við hópinn:
2. febrúar 1930 var haldinn aðalfundur í félaginu og var stjórnin endurkjörin í einu hljóði en einnig kom fram að stjórnin hefði farið fram á það við TR að 12 menn úr 2. flokki tefldu næstu laugardagsnótt en tekið var fram að ekki væri enn komið svar frá Reykvíkingunum.  Þá var samþykkt hverjir myndu tefla í þessari keppni og voru það allir sömu menn og tefldu árinu áður nema Magnús Bergsson en þessir bættust við hópinn:
* [[Pétur Ísleifsson]], [[Nýjahúsi]]
* [[Pétur Ísleifsson]], [[Nýjahúsi]]
* [[Guðmundur Eggertz]],
* [[Guðmundur Eggertz]]
* [[Karl Ólafsson]], [[Ólafshúsum]]
* [[Karl Ólafsson]], [[Ólafshúsum]]


Lína 65: Lína 65:


Sveit TV á móti Keflvíkingum var skipuð eftirtöldum:
Sveit TV á móti Keflvíkingum var skipuð eftirtöldum:
* 1. borð [[Hjálmar Theódórsson]],
* 1. borð [[Hjálmar Theódórsson]]
* 2. borð [[Karl Sigurhansson]]
* 2. borð [[Karl Sigurhansson]]
* 3. borð [[Halldór Guðjónsson]]
* 3. borð [[Halldór Guðjónsson]]
* 4. borð [[Hermann Benediktsson]],  
* 4. borð [[Hermann Benediktsson]]   
* 5. borð [[Sigurður Finnsson]]
* 5. borð [[Sigurður Finnsson]]
* 6. borð [[Karl Ólafsson]]
* 6. borð [[Karl Ólafsson]]
* 7. borð [[Ársæll Sigurðsson]]
* 7. borð [[Ársæll Sigurðsson]]
* 8. borð [[Þorgrímur Einarsson]],
* 8. borð [[Þorgrímur Einarsson]]


En á móti Hafnfirðingum tefldu sömu menn með þessum breytingum:  
En á móti Hafnfirðingum tefldu sömu menn með þessum breytingum:  
* 3. borð [[Vigfús Ólafsson]],
* 3. borð [[Vigfús Ólafsson]]  
* 6. borð [[Björn Kalman]]
* 6. borð [[Björn Kalman]]


En þeir Sigurður og Þorgrímur tefldu ekki.   
En þeir Sigurður og Þorgrímur tefldu ekki.   
Lína 92: Lína 92:


Hinn 2. júní 1945 fer héðan fríður flokkur skákmanna til að keppa við skákmenn á Suðvesturlandinu.  Farið var með m/b Gísla Johnsen VE 100 og lagt af stað kl. 7 um morguninn til Stokkseyrar og var komið þangað kl. 12 á hádegi.  Daginn eftir var keppt við sameinað lið Selfoss og Stokkseyrar og unnu Eyjamenn með 3,5 á móti 2,5 vinningum.  Um kvöldið var haldið til Reykjavíkur og 4. júní keppt við Taflfélag Hafnarfjarðar og fóru leikar 4:4.  Hinn 5. júní var teflt við vistmenn á Vífilsstöðum og þar vannst sigur með 5,5 vinningum gegn 2,5. Þann 6. júní var teflt við Taflfélag Keflavíkur og vann TV með 9 vinningum á móti 4 og loks var sest hinn 7. júní á móti liði Reykvíkinga og gert jafntefli 4-4.  Árangurinn var því stórkostlegur, en liðið var skipað eftirtöldum :  
Hinn 2. júní 1945 fer héðan fríður flokkur skákmanna til að keppa við skákmenn á Suðvesturlandinu.  Farið var með m/b Gísla Johnsen VE 100 og lagt af stað kl. 7 um morguninn til Stokkseyrar og var komið þangað kl. 12 á hádegi.  Daginn eftir var keppt við sameinað lið Selfoss og Stokkseyrar og unnu Eyjamenn með 3,5 á móti 2,5 vinningum.  Um kvöldið var haldið til Reykjavíkur og 4. júní keppt við Taflfélag Hafnarfjarðar og fóru leikar 4:4.  Hinn 5. júní var teflt við vistmenn á Vífilsstöðum og þar vannst sigur með 5,5 vinningum gegn 2,5. Þann 6. júní var teflt við Taflfélag Keflavíkur og vann TV með 9 vinningum á móti 4 og loks var sest hinn 7. júní á móti liði Reykvíkinga og gert jafntefli 4-4.  Árangurinn var því stórkostlegur, en liðið var skipað eftirtöldum :  
* 1 borð [[Vigfús Ólafsson]],
* 1 borð [[Vigfús Ólafsson]]
* 2 borð [[Friðbjörn Benónýsson]],
* 2 borð [[Friðbjörn Benónýsson]]  
* 3 borð [[Árni Stefánsson]],
* 3 borð [[Árni Stefánsson]]
* 4 borð [[Rafn Árnason]], [[Gröf]]  
* 4 borð [[Rafn Árnason]], [[Gröf]]  
* 5 borð [[Karl Sigurhansson]], [[Brimnes|Brimnesi]]   
* 5 borð [[Karl Sigurhansson]], [[Brimnes|Brimnesi]]   
* 6 borð [[Halldór Ó. Ólafsson]], [[Arnardrangur|Arnardrangi]]   
* 6 borð [[Halldór Ó. Ólafsson]], [[Arnardrangur|Arnardrangi]]   
* 7 borð [[Gísli Stefánsson (Ási)|Gísli Stefánsson]],
* 7 borð [[Gísli Stefánsson (Ási)|Gísli Stefánsson]]
* 8 borð [[Ragnar Halldórsson]],
* 8 borð [[Ragnar Halldórsson]]
* Varam. [[Þórður Þórðarson]], [[Fagrafell|Fagrafelli]]
* Varam. [[Þórður Þórðarson]], [[Fagrafell|Fagrafelli]]


Lína 142: Lína 142:
* 2008 8 sæti (1 deild - fall í 2 deild)
* 2008 8 sæti (1 deild - fall í 2 deild)
* 2009 1 sæti (2 deild)  
* 2009 1 sæti (2 deild)  
* 2010 2 sæti (1 deild),
* 2010 2 sæti (1 deild)
* 2011 2 sæti (1 deild)   
* 2011 2 sæti (1 deild)   


Lína 150: Lína 150:
* 11. október 1936 [[Karl Sigurhansson]], [[Brimnes|Brimnesi]]  
* 11. október 1936 [[Karl Sigurhansson]], [[Brimnes|Brimnesi]]  
* 8. október 1944 [[Halldór Ó. Ólafsson]], [[Arnardrangur|Arnardrangi]]  
* 8. október 1944 [[Halldór Ó. Ólafsson]], [[Arnardrangur|Arnardrangi]]  
* 15. september 1957 [[Tryggvi Jónasson]],
* 15. september 1957 [[Tryggvi Jónasson]]
* 21. september 1958 [[Gústaf Finnbogason]],  
* 21. september 1958 [[Gústaf Finnbogason]]   
* 7. október 1962 [[Arnar Sigurmundsson]],
* 7. október 1962 [[Arnar Sigurmundsson]]
* 12. september 1965 [[Óli Á. Vilhjálmsson]],
* 12. september 1965 [[Óli Á. Vilhjálmsson]]  
* 1. október 1967 [[Einar B. Guðlaugsson]],
* 1. október 1967 [[Einar B. Guðlaugsson]]
* 13. september 1972 [[Andri Valur Hrólfsson]],  
* 13. september 1972 [[Andri Valur Hrólfsson]]   
* 5. október 1974 [[Össur Kristinsson]],
* 5. október 1974 [[Össur Kristinsson]]
* 20. september 1979 [[Ólafur Hermannsson]],
* 20. september 1979 [[Ólafur Hermannsson]]  
* 22. september 1982 [[Guðmundur Búason]],
* 22. september 1982 [[Guðmundur Búason]]  
* 15. september 1984 [[Sævar Halldórsson]],  
* 15. september 1984 [[Sævar Halldórsson]]   
* 9. mars 1986 [[Ágúst Ómar Einarsson]],
* 9. mars 1986 [[Ágúst Ómar Einarsson]]
* 28. september 1986 [[Sævar Halldórsson]],
* 28. september 1986 [[Sævar Halldórsson]]
* 17. september 1987 [[Sigurjón Þorkelsson]],
* 17. september 1987 [[Sigurjón Þorkelsson]]  
* 16. september 1989 [[Stefán Gíslason]]
* 16. september 1989 [[Stefán Gíslason]]
* 27. september 1990 [[Sigurjón Þorkelsson]],
* 27. september 1990 [[Sigurjón Þorkelsson]]  
* 13. október 1995 [[Stefán Gíslason]],
* 13. október 1995 [[Stefán Gíslason]]
* 22. september 1997 [[Sigurjón Þorkelsson]],
* 22. september 1997 [[Sigurjón Þorkelsson]]  
* 18. september 1998 [[Ágúst Örn Gíslason]],
* 18. september 1998 [[Ágúst Örn Gíslason]]  
* 19. september 1999 [[Sigurjón Þorkelsson]],
* 19. september 1999 [[Sigurjón Þorkelsson]]  
* 15. september 2003 [[Magnús Matthíasson]],  
* 15. september 2003 [[Magnús Matthíasson]]   
* 5. júní 2007 [[Karl Gauti Hjaltason]].
* 5. júní 2007 [[Karl Gauti Hjaltason]]




== Skákmeistarar Vestmannaeyja. ==
== Skákmeistarar Vestmannaeyja. ==
* 1936 [[Hjálmar Ólafsson]],
* 1936 [[Hjálmar Ólafsson]]
* 1958 [[Árni Stefánsson]], [[Stórhöfða]]  
* 1958 [[Árni Stefánsson]], [[Stórhöfða]]  
* 1959 [[Árni Stefánsson]], [[Stórhöfða]]  
* 1959 [[Árni Stefánsson]], [[Stórhöfða]]  
* 1960 [[Karl Ólafsson]],
* 1960 [[Karl Ólafsson]]
* 1961 [[Bjarni Helgason]],
* 1961 [[Bjarni Helgason]]
* 1962 [[Jón Hermundsson]],  
* 1962 [[Jón Hermundsson]]   
* 1963 [[Jón Hermundsson]]
* 1963 [[Jón Hermundsson]]
* 1964 [[Arnar Sigurmundsson]],
* 1964 [[Arnar Sigurmundsson]]  
* 1965 [[Einar B. Guðlaugsson]],
* 1965 [[Einar B. Guðlaugsson]]  
* 1966 [[Einar B. Guðlaugsson]],  
* 1966 [[Einar B. Guðlaugsson]]   
* 1967 [[Einar B. Guðlaugsson]],
* 1967 [[Einar B. Guðlaugsson]]  
* 1968 [[Einar B. Guðlaugsson]],
* 1968 [[Einar B. Guðlaugsson]]  
* 1969 [[Arnar Sigurmundsson]],
* 1969 [[Arnar Sigurmundsson]]  
* 1970 [[Arnar Sigurmundsson]]
* 1970 [[Arnar Sigurmundsson]]
* 1971 [[Björn Ívar Karlsson (eldri)]]
* 1971 [[Björn Ívar Karlsson (eldri)]]
* 1972 [[Helgi Ólafsson (skákmaður)|Helgi Ólafsson]],
* 1972 [[Helgi Ólafsson (skákmaður)|Helgi Ólafsson]]  
* 1973 [[Helgi Ólafsson (skákmaður)|Helgi Ólafsson]],
* 1973 [[Helgi Ólafsson (skákmaður)|Helgi Ólafsson]]
* 1974 [[Össur Kristinsson]],
* 1974 [[Össur Kristinsson]]
* 1975 [[Kári Sólmundarson]],
* 1975 [[Kári Sólmundarson]]  
* 1976 [[Kári Sólmundarson]],
* 1976 [[Kári Sólmundarson]]  
* 1977 [[Kári Sólmundarson]],
* 1977 [[Kári Sólmundarson]]  
* 1978 [[Kári Sólmundarson]]
* 1978 [[Kári Sólmundarson]]
* 1979 [[Arnar Sigurmundsson]],  
* 1979 [[Arnar Sigurmundsson]]   
* 1980 [[Kári Sólmundarson]],
* 1980 [[Kári Sólmundarson]]  
* 1981 [[Kári Sólmundarson]],
* 1981 [[Kári Sólmundarson]]
* 1982 [[Kári Sólmundarson]],
* 1982 [[Kári Sólmundarson]]  
* 1983 [[Guðmundur Búason]],
* 1983 [[Guðmundur Búason]]  
* 1984 [[Kári Sólmundarson]],
* 1984 [[Kári Sólmundarson]]  
* 1985 [[Kári Sólmundarson]],  
* 1985 [[Kári Sólmundarson]]   
* 1986 [[Sigurjón Þorkelsson]],
* 1986 [[Sigurjón Þorkelsson]]
* 1987 [[Stefán Þór Sigurjónsson]],  
* 1987 [[Stefán Þór Sigurjónsson]]   
* 1988 [[Sigurjón Þorkelsson]],
* 1988 [[Sigurjón Þorkelsson]]  
* 1989 [[Sigurjón Þorkelsson]],
* 1989 [[Sigurjón Þorkelsson]]
* 1990 [[Ágúst Ómar Einarsson]],
* 1990 [[Ágúst Ómar Einarsson]]  
* 1991 [[Sigurjón Þorkelsson]],
* 1991 [[Sigurjón Þorkelsson]]  
* 1992 [[Sigurjón Þorkelsson]],  
* 1992 [[Sigurjón Þorkelsson]]   
* 1993 [[Sigurjón Þorkelsson]],
* 1993 [[Sigurjón Þorkelsson]]
* 1994 [[Ægir Óskar Hallgrímsson]],  
* 1994 [[Ægir Óskar Hallgrímsson]]   
* 1995 [[Ægir Óskar Hallgrímsson]]
* 1995 [[Ægir Óskar Hallgrímsson]]
* 1996 [[Sigurjón Þorkelsson]],
* 1996 [[Sigurjón Þorkelsson]]  
* 1997 [[Sigurjón Þorkelsson]],
* 1997 [[Sigurjón Þorkelsson]]
* 1998 [[Ágúst Ómar Einarsson]],
* 1998 [[Ágúst Ómar Einarsson]]  
* 1999 [[Sverrir Unnarsson]],
* 1999 [[Sverrir Unnarsson]]  
* 2000 [[Sverrir Unnarsson]],
* 2000 [[Sverrir Unnarsson]]
* 2001 [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]],
* 2001 [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]]
* 2002 [[Sigurjón Þorkelsson]],  
* 2002 [[Sigurjón Þorkelsson]]   
* 2003 [[Sigurjón Þorkelsson]]
* 2003 [[Sigurjón Þorkelsson]]
* 2004 [[Ægir Páll Friðbertsson]],
* 2004 [[Ægir Páll Friðbertsson]]  
* 2005 [[Sverrir Unnarsson]],
* 2005 [[Sverrir Unnarsson]]
* 2006 [[Sigurjón Þorkelsson]],
* 2006 [[Sigurjón Þorkelsson]]  
* 2007 [[Sverrir Unnarsson]]
* 2007 [[Sverrir Unnarsson]]
* 2008 [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]],
* 2008 [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]]
* 2009 [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]],
* 2009 [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]]  
* 2010 [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]],
* 2010 [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]]  
* 2011 [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]],
* 2011 [[Björn Ívar Karlsson (yngri)]]
   
   


Lína 237: Lína 237:
Sigurvegarar í keppninni hafa verið þessir:   
Sigurvegarar í keppninni hafa verið þessir:   
* 1986 Landmenn, gef. Glófaxi VE 300   
* 1986 Landmenn, gef. Glófaxi VE 300   
* 1987 Ekki teflt.
* 1987 Ekki teflt
* 1988 Landmenn.                        
* 1988 Landmenn                       
* 1989 Landmenn.
* 1989 Landmenn
* 1990 Landmenn, gef. Hótel Þórshamar   
* 1990 Landmenn, gef. Hótel Þórshamar   
* 1991 Landmenn.
* 1991 Landmenn  
* 1992 Landmenn.                     
* 1992 Landmenn
* 1993 Landmenn, gef. Ísf. Vestm.eyja.
* 1993 Landmenn, gef. Ísf. Vestm.eyja
* 1994 Landmenn.                      
* 1994 Landmenn                       
* 1995 Sjómenn.
* 1995 Sjómenn
* 1996 Landmenn.                        
* 1996 Landmenn                       
* 1997 Landmenn.  
* 1997 Landmenn   
* 1998 Landmenn.                     
* 1998 Landmenn  
* 1999 Landmenn, gef. Glófaxi VE 300.
* 1999 Landmenn, gef. Glófaxi VE 300
* 2000 Sjómenn.                       
* 2000 Sjómenn                    
* 2001 Landmenn.
* 2001 Landmenn  
* 2002 Landmenn.                        
* 2002 Landmenn                       
* 2003 Sjómenn.
* 2003 Sjómenn
* 2004 Landmenn.                        
* 2004 Landmenn                       
* 2005 Landmenn.
* 2005 Landmenn  
* 2006 Landmenn.                      
* 2006 Landmenn                       
* 2007 Landmenn.
* 2007 Landmenn
* 2008 Landmenn.                        
* 2008 Landmenn                       
* 2009 Landmenn.
* 2009 Landmenn  
* 2010 Landmenn.                        
* 2010 Landmenn                       
* 2011 Ekki teflt
* 2011 Ekki teflt


{{Heimildir|
{{Heimildir|

Útgáfa síðunnar 11. júní 2012 kl. 13:35

Taflfélag Vestmannaeyja var stofnað árið 1926.

I. Kafli. Stofnun félagsins.

Stofnfundur Taflfélags Vestmannaeyja var haldinn sunnudaginn 29. ágúst 1926 og voru stofnendur þess níu einstaklingar:

Ólafur og Kristinn á Reyni, sem þá var hér bæjarstjóri, munu hafa verið frumkvöðlar að stofnun félagsins.

Fyrsti formaður félagsins var kosinn Hermann Benediktsson. Fljótlega bættust fleiri í félagið og 2. september 1926 voru neðangreindir ellefu einstaklingar teknir inn í félagið:

Á fyrsta mótinu, þar sem átta félagsmenn tefldu, urðu Ólafur Magnússon og Halldór Guðjónsson efstir og jafnir með 6 vinninga af 7 mögulegum. Á fundi hinn 13. október 1926 voru samþykkt lög fyrir félagið og er hér til gamans úrdráttur úr þeim: 1. gr. Nafn félagsins er Taflfélag Vestmannaeyja 2. gr. Tilgangur félagsins er að auka og efla útbreiðslu tafllistarinnar í Vestmannaeyjum 13. gr. Ef veðjað er um skákir í félaginu, skal helmingur af veðfénu renna í verðlaunasjóð 15. gr. Um hver áramót skal félagið halda Skákþing Vestmannaeyja. Er taflfélagsmönnum og öllum öðrum búsettum mönnum í Vestmannaeyjum heimil þátttaka. Skulu verðlaun veitt og hlýtur sigurvegarinn nafnbótina Skákkonungur Vestmannaeyja.

Fljótlega komst tala félaga í 44. Á aðalfundi í febrúar 1929 er valin sveit í símakappskák sem háð var við Taflfélag Reykjavíkur 24. febrúar. Þessir tefldu fyrir TV í þeirri keppni:

Stóð skákin frá laugardagskvöldi til kl. 10 á sunnudagsmorgni og unnu Reykvíkingar með 4,5 v á móti 3,5 v.,, en tvær skákir voru óútkljáðar.

2. febrúar 1930 var haldinn aðalfundur í félaginu og var stjórnin endurkjörin í einu hljóði en einnig kom fram að stjórnin hefði farið fram á það við TR að 12 menn úr 2. flokki tefldu næstu laugardagsnótt en tekið var fram að ekki væri enn komið svar frá Reykvíkingunum. Þá var samþykkt hverjir myndu tefla í þessari keppni og voru það allir sömu menn og tefldu árinu áður nema Magnús Bergsson en þessir bættust við hópinn:

Upp úr þessu virðist svo sem starf félagsins hafi dalað og margar ástæður sagðar fyrir því, m.a. húsnæðisvandamál, kreppan, útbreiðsla bridge íþróttarinnar, flutningur félagsmanna (Stórhöfðabræðra) upp á land og fleira. Varð nú fimm ára hlé á starfsemi félagsins og það var ekki fyrr en 1936, hinn 3. september sem félagið virðist lifna við að nýju, þegar boðað er til fundar að Hótel Berg fyrir það fólk sem áhuga hefði fyrir skáklist. Hinn 11. október 1936 var síðan haldinn aðalfundur TV og Karl Sigurhansson kosinn formaður félagsins.


II. Kafli. Blómaskeiðið eftir 1936

Taflfélagið var lífgað við á aðalfundinum haustið 1936 og þá voru líka ýmis framfaramál á dagskrá t.d. var samþykkt að senda Skákfélagi Keflavíkur áskorun í keppni og koma á bréfaskákum við önnur skákfélög inn- og útlend. Þá var bókað um að fengist hafi innflutningsleyfi á skákritum fyrir allt að 100 krónur og gilti leyfið til áramóta. Loks var samþykkt að sækja um í Skáksamband Íslands. Heiðursfélagi var kosinn Sigurbjörn Sveinsson, Sólbergi.

Af minnistæðum mönnum sem tefldu með félaginu á árunum eftir 1936 voru nefndir Karl Sigurhansson, sem tefldi skák á vetrum og var einn besti langhlaupari landsins. Hjálmar Theódórsson frá Húsavík var aðaldriffjöðurin í félaginu og hafði, þegar þarna var, gerst ársmaður hjá Helga Ben., hann var mikill félagsmálamaður og kappsamur og varð síðar skákmeistari Norðurlands og komst í landsliðsflokk. Þá er Björn Kalman lögfræðingur minnisstæður en hann hafði teflt í Ameríku um aldamótin og var á fyrstu árum aldarinnar einn af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar. Hjalti í Vitanum hafði góðan stíl og Rafn Árnason frá Gröf var mikið efni. Hann gerðist farmaður og féll frá fyrir aldur fram.

Í þessa tíð tíðkuðust símskákir, sem stóðu frá kl. 21 að kvöldi til 8 að morgni eða þegar símstöðin var lokuð og var þá oft glatt á hjalla og Loftur kennari, sem var símstjóri félagsins, lét marga vísuna fljúga eftir línunni. Á þessum árum hafði félagið um tíma aðsetur í herbergi á Vesturhúsum til æfinga.

Símskákin við Keflvíkingana fór fram nóttina 17. október og unnu Eyjamenn með 7,5 á móti hálfum vinningi Keflvíkinganna. Viku seinna var háð símskák við Taflfélag Hafnarfjarðar og unnu TV menn þá viðureign einnig 5,5 á móti 2,5 vinningi.

Sveit TV á móti Keflvíkingum var skipuð eftirtöldum:

En á móti Hafnfirðingum tefldu sömu menn með þessum breytingum:

En þeir Sigurður og Þorgrímur tefldu ekki.

Það sýnir best eldhug manna um þetta leyti að á árinu 1937 var lagt í það stórvirki að fá þýska skákmeistarann Ludvik Engels, sem staddur var í Reykjavík, hingað til þess að kenna skák í tvær vikur. Hann varð frægur er hann vann skák af heimsmeistaranum Aljekín. Til þess að fá hann hingað var leitað til ýmissa velunnara í bænum og safnað fé til greiðslu kostnaðar af komu Engels og gekk sú söfnun framar öllum vonum. Engels tefldi hér nokkur fjöltefli og það fyrsta við 23 menn úr félaginu, þar sem hann vann 16 skákir, tapaði 5 og gerði 2 jafntefli. Þegar Engels fór, var hann leystur út með gjöfum og Loftur Guðmundsson, rithöfundur, flutti þakkarávarp bæði á íslensku og þýsku.

Þannig var mikill uppgangur í félaginu allt þar til 1939, þegar svo virðist sem starfið hafi lagst niður á nýjan leik, því ekkert er skráð í fundargerðarbækur þar til 8. október 1944 þegar félagið er endurvakið enn á ný.

III Kafli. Í lok stríðsins.

Á fundinum er kosinn stjórn félagsins og kemur þá formannsstarfið í hlut Halldórs Ó. Ólafssonar, en fyrrverandi formaður, Karl Sigurhansson, er gjaldkeri og Vigfús Ólafsson ritari. Á fundinum skýrði Ragnar Halldórsson, tollvörður frá því að hann hafi góða von með að hægt verði að fá skákklukkur frá Akureyri.

Þótt eyður komi í skráða starfsemi félagsins, bæði hluta ársins 1937 og allt árið 1938 og aftur 1940 allt fram í október 1944, þá var vitað að alltaf öðru hvoru var verið að tefla á þessum árum. Þó er unnt að ímynda sér að stríðsárin hafi breytt ansi miklu í sambandi við allt félagslíf, því nú verður atvinna það mikil að allir hafa meira en nóg að starfa.

Skömmu eftir fundinn 1944 er byrjað að heyja kappskákir milli austur- og vesturbæjar og er þá teflt á 10 borðum, en ekki er getið um úrslit. Þá er byrjað að skipta mönnum í flokka, í fyrsta flokki eru 9 menn, þá er í öðrum flokki A og B sveit með 8 menn og í þriðja flokki eru 6 menn. Þarna er að myndast sterkur kjarni góðra skákmanna og úr þessum kjarna verður til eitt sterkasta lið, sem Eyjamenn hafa eignast um áraraðir.

Hinn 2. júní 1945 fer héðan fríður flokkur skákmanna til að keppa við skákmenn á Suðvesturlandinu. Farið var með m/b Gísla Johnsen VE 100 og lagt af stað kl. 7 um morguninn til Stokkseyrar og var komið þangað kl. 12 á hádegi. Daginn eftir var keppt við sameinað lið Selfoss og Stokkseyrar og unnu Eyjamenn með 3,5 á móti 2,5 vinningum. Um kvöldið var haldið til Reykjavíkur og 4. júní keppt við Taflfélag Hafnarfjarðar og fóru leikar 4:4. Hinn 5. júní var teflt við vistmenn á Vífilsstöðum og þar vannst sigur með 5,5 vinningum gegn 2,5. Þann 6. júní var teflt við Taflfélag Keflavíkur og vann TV með 9 vinningum á móti 4 og loks var sest hinn 7. júní á móti liði Reykvíkinga og gert jafntefli 4-4. Árangurinn var því stórkostlegur, en liðið var skipað eftirtöldum :

Hingað komu 10 menn úr Taflfélagi Reykjavíkur 1. september 1945 og meðal þeirra Eggert Gilfer sem var einn sterkasti skákmaður landsins þá og tefldi hann m.a. fjöltefli á 17 borðum, vann 12 skákir og tapaði 5. Sveitakeppni sem fór fram milli bæjanna fór þannig að Reykvíkingar sigruðu með 6,5 vinningi á móti 2,5.

Eftir þetta fellur úr heill áratugur, þar sem ekkert er skráð í bækur en hinn 15. september 1957 er skráður stofnfundur Taflfélags Vestmannaeyja haldinn í Breiðabliki.

Þá var það á þjóðhátíðinni 1950 sem fór fram keppni í skák milli íþróttafélaganna Þórs og Týs með lifandi mönnum við mikla hrifningu áhorfenda. Konungur og drottning fyrir Þór voru Bjarni Eyjólfsson, Austurvegi og Svanhildur Guðmundsdóttir, Heimagötu 29, en fyrir Tý voru þau Sigurjón Ingvarsson, Vallargötu 4 og Margrét Ólafsdóttir, Flötum 14. Þegar Svana var drepin sem drottning í þessari skák þá sagði einhver henni að koma, því nú væri hún úr leik. "Nei, það má ég ekki, hann Bjarni þarf kannski að nota mig aftur", ansaði Svana. Skákin stóð í 45 mínútur og endaði með jafntefli, fyrir Þór stýrði Árni Stefánsson hvítu mönnunum en Vigfús Ólafsson fyrir Tý.

IV. Kafli. Endurreisn félagsins 1957.

Taflfélag Vestmannaeyja var endurvakið um miðjan september 1957 eftir 12 ára svefn. Það var strax frá upphafi heilmikill kraftur í félaginu. Fyrsti formaður þess var Tryggvi Jónasson, rennismiður Hásteinsvegi 56. Félagið fékk aðstöðu fyrir skákæfingar og skákmót voru haldin í Breiðabliki. Það hús byggði Gísli J. Johnsen, kaupmaður og konsúl árið 1908, en hann flutti frá Eyjum í heimskreppunni á fjórða áratug síðustu aldar. Þá var teflt í eldri og yngri flokkum og voru í félaginu nokkrir peyjar við fermingaraldur og yngri. Þar voru t.d. þeir Árni Óli Ólafsson, í Suðurgarði, Sigurgeir Jónsson í Þorlaugargerði, þeir bræður Óli Árni Vilhjálmsson og Þór Vilhjálmsson á Burstafelli, Andri Valur Hrólfsson á Landagötunni, Arnar Einarsson á Helgafellsbraut auk Björns Karlssonar sem þá var fluttur í Heiðarhvamm við Helgafellsbraut. Nokkru síðar bættust í hópinn þeir Páll Árnason síðar múrari, Guðmundur Pálsson í Héðinshöfða, Guðni Guðmundsson frá Landlyst, þeir bræður Jóhann Pétur, Þorkell og Valur í Sandprýði og Einar Guðlaugsson Hásteinsvegi 20.

V. Kafli. Húsnæðismál félagsins 1957-1982.

Í september 1957 hóf félagið starfsemi sína að Breiðabliki og var yfirleitt teflt á efri hæð sunnanmegin, en þar var áður kennslustofa. Ef mikil þátttaka var á skákmótum, var brugðið á það ráð að fara með yngri flokka í önnur herbergi í húsinu. Í Breiðabliki var verið í mörg ár. Skákþing Vestmannaeyja 1959 var þó haldið í mötuneyti Vinnslustöðvarinnar að Strandvegi 50, jarðhæð. Árið 1965 fór starfsemin úr Breiðabliki niður á 2 hæð hússins Gefjun við Strandveg. Sá hluti hússins var rifinn 1980. Í Gefjun var verið til 1968 er farið var í félagsheimilið við Heiðarveg og fékk félagið aðstöðu á gangi hússins til að byrja með, þ.e. á ganginum beint á móti innganginum í bæjarleikhúsið á 2. hæð hússins. Árið eftir lá leiðin niður í sal undir leikssviðinu. Léleg loftræsting var í þessum sal og hann var gluggalaus. Kunnu menn því aldrei almennilega við sig í þessu húsnæði. En 1972 fékk Taflfélagið ágætis aðstöðu í sal á efstu hæð Félagsheimilisins, ýmist í minni salnum eða þeim stærri og fór það eftir þátttöku. Skákkennsla barna og unglinga fór fram í þessum sölum, en á þessum tíma þ.e. 1972 var starfsemi félagsins í miklum blóma. Þegar eldgosið kom upp í Heimaey 23. janúar 1973 var skákþing Vestmannaeyja 1973 rétt að ljúka. Eins og gefur að skilja hafði eldgosið mjög slæm áhrif á starfsemi félagsins. Áhöld félagsins, þ.e. töfl og klukkur voru tekin í notkun af björgunarmönnum og var víða teflt á svefnstöðum björgunarmanna. Týndist meirihluti áhalda félagsins í gosinu, þó ekki fundargerðarbækur o.þ.h. En félagið fékk tjónið bætt úr Viðlagasjóði eftir gosið. Þegar félagið hóf aftur starfsemi eftir gos um áramótin 1973-74 var farið rólega af stað. Mikið vantaði af gömlum félögum og skiluðu margir sér ekki til Eyja eftir gosið. Þeir sem komu til baka fóru af stað og var fengið húsnæði í Eyverjasalnum í Samkomuhúsinu 1974. Þessi salur var nýinnréttaður og aðstaða góð, en ekki hugsuð til frambúðar, þar sem salurinn var ætlaður undir aðra starfsemi. Þá var starfsemin flutt í Alþýðuhúsið í lítinn en góðan sal á 2. hæð hússins. Í þeim sal var félagið þar til flutt var að nýju í Félagsheimilið við Heiðarveg 1982.

VI. Kafli. Blómaskeiðið eftir 2003

Á árunum eftir 2003 reis upp mikill áhugi á skák hjá yngri aldurshópum í Vestmannaeyjum og á næstu árum urðu krakkar úr félaginu fremstir á landsvísu ár eftir ár. Félagið og skólarnir í Eyjum náðu flestum þeim tiltlum sem unnt var að vinna, m.a. Suðurlandsmiestaratiltlum, Íslandsmeistaratitlum og tvisvar urðu sveitir héðan í 2 sæti á Norðurlandamótum. íslandsmeistaratitlar í barnaflokkum: 2005 Nökkvi Sverrisson, Íslandsmeistari barna 2007 Barnaskóli Vestmannaeyja Íslandsmeistari barnaskólasveita, Nökkvi Sverrisson, Alexander Gautason, Sindri Freyr Guðjónsson og Hallgrímur Júlíusson 2007 Barnaskóli Vestmannaeyja, 2 sæti á Norðurlandamótinu í Svíþjóð (sama sveit) 2007 Kristófer Gautason, Íslandsmeistari barna 2008 Barnaskóli Vestmannaeyja, Íslandsmeistari barnaskólasveita, Kristófer Gautason, Daði Steinn Jónsson, Ólafur Freyr Ólafsson og Valur Marvin Pálsson 2008 Kristófer Gautason, Íslandsmeistari barna 2008 Nökkvi Sverrisson, Íslandsmeistari Pilta 2009 Barnaskóli Vestmannaeyja, 2 sæti á Norðurlandamótinu í Eyjum (sama sveit)

VII. Kafli. Þátttaka á Íslandsmóti skákfélaga.

Skáksamband Íslands stendur fyrir Íslandsmóti skákfélaga í tveimur hlutum yfir veturinn þar sem skákfélög senda sveitir sínar til keppni. Um nokkurt skeið hefur verið teflt í 4 deildum og hefur Taflfélag Vestmannaeyja yfirleitt teflt fram 3-4 sveitum. A sveitin, sem skipuð er 8 mönnum, hefur um nokkurt skeið keppt í 1 deild og náð þar góðum árangri. Helsti burðarás sveitarinnar um langt skeið hefur verið stórmeistarinn Helgi Ólafsson, en einnig Björn Ívar Karlsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Páll Agnar Þórarinsson og Henrik Daníelssen auk þess sem félagið hefur stundum styrkt liðið með erlendum stórmeisturum.

Árangur A sveitar félagsins á Íslandsmótinu

  • 2007 2 sæti (1 deild)
  • 2008 8 sæti (1 deild - fall í 2 deild)
  • 2009 1 sæti (2 deild)
  • 2010 2 sæti (1 deild)
  • 2011 2 sæti (1 deild)

Formannatal Taflfélags Vestmannaeyja


Skákmeistarar Vestmannaeyja.


Hafrenningur

Á sjómannadaginn hefur skapast sú hefð að Landmenn og Sjómenn tefli sveitakeppni í skák og hefur keppnin hlotið nafnið Hafrenningur. Yfirleitt hefur verið teflt á 10 borðum, en það hefur reyndar farið svolítið eftir þátttöku. Þessi siður var fyrst tekin upp 1986 og hefur haldist allt fram á þennan dag, nema hvað keppnin féll niður árið 1987 og 2011.

Sigurvegarar í keppninni hafa verið þessir:

  • 1986 Landmenn, gef. Glófaxi VE 300
  • 1987 Ekki teflt
  • 1988 Landmenn
  • 1989 Landmenn
  • 1990 Landmenn, gef. Hótel Þórshamar
  • 1991 Landmenn
  • 1992 Landmenn
  • 1993 Landmenn, gef. Ísf. Vestm.eyja
  • 1994 Landmenn
  • 1995 Sjómenn
  • 1996 Landmenn
  • 1997 Landmenn
  • 1998 Landmenn
  • 1999 Landmenn, gef. Glófaxi VE 300
  • 2000 Sjómenn
  • 2001 Landmenn
  • 2002 Landmenn
  • 2003 Sjómenn
  • 2004 Landmenn
  • 2005 Landmenn
  • 2006 Landmenn
  • 2007 Landmenn
  • 2008 Landmenn
  • 2009 Landmenn
  • 2010 Landmenn
  • 2011 Ekki teflt

Heimildir

  • Samantekt skrifaði Karl Gauti Hjaltason
  • Endurreisn 1957 og húsnæðismál 1957-82 er tekið úr greinum eftir Arnar Sigurmundsson
  • Fyrstu kaflarnir eru teknir úr Afmælisriti TV 1982
  • Fróðleikur um Árna Stefánsson frá Stórhöfða er úr grein e. Björn Ívar Karlsson eldri í Dagskrá 17. apríl 1998