Karl Sigurhansson

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Karl

Karl Sigurhansson, Brimnesi, var einn af sterkustu skákmönnum í Vestmannaeyjum á sínum tíma og einn af þeim fyrstu sem gengu í Taflfélagið á stofnárinu 1926.
Karl fæddist 21. janúar 1898 að Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum, en flyst til Eyjanna innan við tvítugt og fer að vinna við sjómennsku. Síðar fer hann að læra skósmíðar hjá Oddi Þorsteinssyni í Einarshöfn og klárar það með sóma.

Þegar hann var sestur við leistinn þá var nægur tími til ýmissa íþrótta og lærir Karl skák af frænda sínum. Þegar Taflfélagið er stofnað varð Karl fljótt virkur og er um tíma formaður félagsins á blómatímanum uppúr 1936. Hann tefldi margsinnis fyrir félagið í bæjarkeppnum á þessum árum.

Karl var einn af stofnendum Golfklúbbs Vestmannaeyja.

Seinna hætti Karl að starfa hjá Oddi skó og keypti skúr að Hásteinsvegi 6 og setur upp skóvinnustofu og fer að skóa. Þá fer hann að gefa sér tíma til að tefla skák sér til ánægju.

Á þeim tíma sem Karl tefldi mest við þá Stórhöfðabræður, þá svaf hann í tjaldi á hverju ári frá því seint í apríl og stundum fram í október. Tjaldinu tyllti hann niður á Lambhillu í Stórhöfða og þangað skokkaði hann kvölds og morgna um árabil og fór létt með það, enda varð hann Íslandsmeistari í langhlaupum upp úr 1930. Karl lést 24. janúar 1987.

Myndir


Heimildir