„Lundi“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(veiðitæki)
Ekkert breytingarágrip
Lína 20: Lína 20:
[[Mynd:Peyji med lunda.jpg|thumb|Ungur piltur að veiða sinn fyrsta lunda]]
[[Mynd:Peyji med lunda.jpg|thumb|Ungur piltur að veiða sinn fyrsta lunda]]
Ef að nægilega gott uppflog er geta veiðimenn veitt allt upp í 100 lunda á klukkustund, og jafnvel upp í 600 fugla á dag. 100 fugla búnt er kallað kippa.
Ef að nægilega gott uppflog er geta veiðimenn veitt allt upp í 100 lunda á klukkustund, og jafnvel upp í 600 fugla á dag. 100 fugla búnt er kallað kippa.
'''Atferli veiðimanna'''
Veiðimaður sest venjulega nálægt brún og velur sér stað, þar sem minnst ber á honum og háfnum af því að lundinn er eftirtektarsamur og hræddur við háfinn. Veiðimaðurinn stillir oft nokkrum dauðum lundum í kringum staðinn sem hann er á til þess að hæna fuglinn. Þá rekur hann teina eða tálgaðar spýtur í fuglinn og reynir að láta lundann sitja sem réttastann.
Þá stinga lundaveiðimenn oft rauðri veifu einni eða tveimur háfslengdum fyrir ofan staðinn. Einnig þótti gott að hafa fjörmikinn hund sem var að snuðrast í kringum veiðistaðinn. Þetta allt var gert til þess að hæna lundann, gera hann forvitinn og láta hann nálgast staðinn sem veiðimaðurinn var á. 
'''Fuglinn veiddur'''
Þegar lundinn flýgur yfir í hæfilegum fjarska, þá veifar veiðimaðurinn háfnum upp undir lundann og eftir honum. Ef veiðimaðurinn nær honum, flækist fuglinn í netinu og veiðmaðurinn dregur háfinn að sér, greiðir fuglinn úr, drepur hann og bregður honum undir belti. Þannig er haldið áfram á meðan veður leyfir.
'''Veðrið'''
Ekki er unnt að veiða í logni og heldur ekki í miklum stormi, stinningskaldi er besta veiðiveðrið og ekki er verra þótt rigning sé. Enda veiðist lundi oft best í regni og dimmviðri.
Staðarval veiðmannsins byggist að mestu á hvaða vindátt er, því að máli skiptir hvort veiðimaðurinn sjáist eða ekki.


Ýmis [[veiðitæki]] hafa verið notuð til lundaveiða en nú á dögum er háfurinn nær eingöngu notaður.
Ýmis [[veiðitæki]] hafa verið notuð til lundaveiða en nú á dögum er háfurinn nær eingöngu notaður.
Lína 27: Lína 43:
=== Matreiðsla ===
=== Matreiðsla ===


[[Flokkur:Stubbur]]
[Flokkur:Stubbur]]

Útgáfa síðunnar 7. júní 2005 kl. 14:36

Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Lundi (l. Fratercula arctica) kemur til Vestmannaeyja yfir sumarmánuði ársins, og myndar hér eina mestu lundabyggð í heimi, en meira en 10.000.000 fuglar verpa í Vestmannaeyjum.

Lýsing

Lundinn er þekktur á sínu fjölskrúðuga klumbunefi, sem er rákótt með rauðu, bláum og gulum lit. Fuglinn er svartur á bakinu en með hvíta bringu og er grár umhverfis augun. Nokkur afbrigði eru frá þessum litum í náttúrunni, og ber þá að nefna afbrigði sem kallaðir eru konungur, prins, drottning og sótarari.

Lifnaðarhættir

Mökunarhættir

Varpsvæði

Kort

Tölfræði

Lundaveiði

Lundaveiðimaður með kippu af lunda

Áður fyrr var veiði helst stunduð á spikfeitum ungum, sem voru kallaðar kofur. Þá var veitt þá með járnkrók. Um miðja 18. öld var það lagt niður að mestu, en í stað þess var innleiddir háfar frá Færeyjum. Um er að ræða langt prik sem skiptist í V-laga sprota við endann, og net strengt á milli kvistanna. Setið er eða legið við bjargið uns uppflog verður, þ.e. að aragrúi fugla flýgur stöðugt í hring út yfir sjóinn og svífur á móti vindi yfir klettatoppanna, þá eru lundarnir veiddir hver á fætur öðrum. Lundi á mjög erfitt með að verjast þessa árás vegna þess hve illfleygur hann er - hann á erfitt með að beygja skyndilega.

Ungur piltur að veiða sinn fyrsta lunda

Ef að nægilega gott uppflog er geta veiðimenn veitt allt upp í 100 lunda á klukkustund, og jafnvel upp í 600 fugla á dag. 100 fugla búnt er kallað kippa.

Atferli veiðimanna

Veiðimaður sest venjulega nálægt brún og velur sér stað, þar sem minnst ber á honum og háfnum af því að lundinn er eftirtektarsamur og hræddur við háfinn. Veiðimaðurinn stillir oft nokkrum dauðum lundum í kringum staðinn sem hann er á til þess að hæna fuglinn. Þá rekur hann teina eða tálgaðar spýtur í fuglinn og reynir að láta lundann sitja sem réttastann. Þá stinga lundaveiðimenn oft rauðri veifu einni eða tveimur háfslengdum fyrir ofan staðinn. Einnig þótti gott að hafa fjörmikinn hund sem var að snuðrast í kringum veiðistaðinn. Þetta allt var gert til þess að hæna lundann, gera hann forvitinn og láta hann nálgast staðinn sem veiðimaðurinn var á.

Fuglinn veiddur

Þegar lundinn flýgur yfir í hæfilegum fjarska, þá veifar veiðimaðurinn háfnum upp undir lundann og eftir honum. Ef veiðimaðurinn nær honum, flækist fuglinn í netinu og veiðmaðurinn dregur háfinn að sér, greiðir fuglinn úr, drepur hann og bregður honum undir belti. Þannig er haldið áfram á meðan veður leyfir.


Veðrið

Ekki er unnt að veiða í logni og heldur ekki í miklum stormi, stinningskaldi er besta veiðiveðrið og ekki er verra þótt rigning sé. Enda veiðist lundi oft best í regni og dimmviðri. Staðarval veiðmannsins byggist að mestu á hvaða vindátt er, því að máli skiptir hvort veiðimaðurinn sjáist eða ekki.


Ýmis veiðitæki hafa verið notuð til lundaveiða en nú á dögum er háfurinn nær eingöngu notaður.


Matreiðsla

[Flokkur:Stubbur]]