„Sigurást Þóranna Tegeder“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 33: Lína 33:
Heinrich lést 1976 og Sigurást 1991.
Heinrich lést 1976 og Sigurást 1991.


I. Maður Ástu, (1938), var [[Gerhard Diedrich Heinrich Tegeder]] ([[Hinrik Hinriksson]]) frá Wesermunde í Þýskalandi, sjómaður,  starfsmaður í afgreiðslu  m.s. Herjólfs, f. 17. október 1911, d. 21. desember 1976.<br>  
I. Maður Ástu, (1938), var [[Gerhard Diedrich Heinrich Tegeder]] (Hinrik Hinriksson) frá Wesermunde í Þýskalandi, sjómaður,  starfsmaður í afgreiðslu  m.s. Herjólfs, f. 17. október 1911, d. 21. desember 1976.<br>  
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. [[Edda Tegeder (Háeyri)|Edda Tegeder]] húsfreyja, f. 7. apríl 1939 í Bremerhaven í Þýskalandi, býr nú á [[Eyjahraun]]i 7. Maður hennar var [[Haraldur Traustason (skipstjóri)|Haraldur Traustason]].<br>
1. [[Edda Tegeder (Háeyri)|Edda Tegeder]] húsfreyja, f. 7. apríl 1939 í Bremerhaven í Þýskalandi, býr nú á [[Eyjahraun]]i 7. Maður hennar var [[Haraldur Traustason (skipstjóri)|Haraldur Traustason]].<br>

Útgáfa síðunnar 24. nóvember 2023 kl. 15:52

Sigurást (Ásta) Þóranna Guðmundsdóttir Tegeder frá Háeyri, húsfreyja fæddist þar 12. nóv. 1915 og lést 18. maí 1991.
Foreldrar hennar voru Jónína Steinunn Sigurðardóttir frá Nýborg, húsfreyja, f. 15. nóvember 1890, d. 31. mars 1970, og maður hennar Guðmundur Jónsson frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, formaður og skipasmiður, f. 14. október 1888 á Framnesi í Hraunshverfi á Eyrarbakka, d. 27. nóvember 1876.

Börn Jónínu og Guðmundar voru:
1. Þórarinn Anton Jóhann Guðmundsson verkamaður, f. 4. júlí 1910, d. 8. nóvember 1970.
2. Árni Guðmundur Guðmundsson, („Árni úr Eyjum“) kennari og ljóðskáld, forseti bæjarstjórnar, f. 6. mars 1913, (7. mars í pr.þj.bók), d. 11. mars 1961.
3. Sigurást Þóranna Guðmundsdóttir, („Ásta Tegeder“) húsfreyja, f. 15. nóvember 1915, d. 18. maí 1991.
4. Hermann Óskar Guðmundsson námsmaður, sjómaður, f. 11. júní 1921, drukknaði af Sísí VE-265 17. júlí 1941.
5. Ágúst Ingi Guðmundsson, („Ingi á Háeyri“) verkamaður, sjómaður, f. 20. okt. 1922, d. 2. okt. 1976.

Móðursystkini Sigurástar í Eyjum voru:
Alsystkini:
1. Þóranna Anna Jóhanna Sigurðardóttir, f. 4. júní 1884, drukknaði af skipinu Björgólfi við Klettsnef 16. maí 1901.
2. Sigmundur Sigurðsson, f. 13. september 1895, d. 28. ágúst 1896.
Hálfsystkini móður Sigurástar:
3. Árni Sigurður Gísli Sigurðsson námsmaður, f. 21. apríl 1875, lést nær þrítugu við nám í Kaupmannahöfn. Hann var sonur Guðrúnar Árnadóttur sambýliskonu Sigurðar í Nýborg. Hún var síðar húsfreyja í Götu, kona Eggerts Guðmundar Ólafssonar.
4. Júlíana Guðríður Ingveldur Sigurðardóttir, (Júlla á Búastöðum) húsfreyja á Búastöðum, f. 19. júlí 1886, d. 29. október 1976. Maður Júlíönu var Pétur Lárusson.

Föðursystkini Sigurástar í Eyjum voru:
1. Þórður Jónsson formaður og skipasmiður á Bergi, f. 10. júní 1887, d. 1. febrúar 1939.
2. Gunnar Marel Jónsson formaður og skipasmiður, f. 6. janúar 1891, d. 7. maí 1979.
3. Magnús Valdimar Jónsson skipasmiður á Bergi, f. 27. október 1892, d. 13. október 1921.
4. Guðni Jónsson, síðar prófessor, f. 22. júlí 1901, d. 4. mars 1974. Hann var kennari við unglingaskóla í Eyjum 1926-1927.
5. Lúðvík Jónsson bakarameistari, síðar á Selfossi, f. 14. október 1904, d. 21. mars 1983. Hann ólst upp hjá Árna Filippussyni og Gíslínu Jónsdóttur í Ásgarði, en Gíslína var móðursystir systkinanna.
6. Ágústína Jónsdóttir húsfreyja í Hafnarfirði, f. 11. mars 1906, d. 1. nóvember 1989. Hún ólst einnig upp í Ásgarði hjá Gíslínu frænku sinni og Árna.
7. Guðmundur Júníus Jónsson sjómaður í Eyjum, síðar skipstjóri á Akranesi, f. 29. júní 1908, d. 22. ágúst 1972.

Ásta var með foreldrum sínum í æsku.
Þau Heinrich kynntust 1933, er hún var á unglingsárum, en hann var togarasjómaður og sjúklingur í Eyjum. Þau giftu sig og fluttust til Þýskalands sumarið 1938, eignuðust Eddu þar 1939. Þau komu til landsins í heimsókn skömmu fyrir Heimstyrjöldina 1940-1945.
Heinrich var tekinn til fanga á Háeyri af Bretum 1940 og fluttur til Skotlands og síðan til eyjarinnar Mön í Írlandshafi og haldið þar föngnum í fimm ár.
Hann var fluttur til Svíþjóðar í fangaskiptum og síðan til Þýskalands.
Hann strauk til Íslands með þýskum togara 1947, kom á land á Eiðinu og ,, birtist í svefnherbergisdyrunum hjá mömmu og okkur Herdís systur minni“, segir Edda dóttir þeirra.
Þau Heinrich bjuggu á Háeyri í fyrstu, í Sætúni við fæðingu Guðmundar 1949, en voru komin að Brekastíg 35 við fæðingu Maríu 1952.
Heinrich lést 1976 og Sigurást 1991.

I. Maður Ástu, (1938), var Gerhard Diedrich Heinrich Tegeder (Hinrik Hinriksson) frá Wesermunde í Þýskalandi, sjómaður, starfsmaður í afgreiðslu m.s. Herjólfs, f. 17. október 1911, d. 21. desember 1976.
Börn þeirra:
1. Edda Tegeder húsfreyja, f. 7. apríl 1939 í Bremerhaven í Þýskalandi, býr nú á Eyjahrauni 7. Maður hennar var Haraldur Traustason.
2. Herdís Tegeder húsfreyja, f. 26. september 1940 á Háeyri, Vesturvegi 11, d. 8. júní 2019. Maður hennar var Sveinn Adolf Sigurjónsson, látinn. Sambýlismaður hennar er Hermann Kristján Jónsson.
3. Guðmundur Heinrich Tegeder verkamaður, f. 15. júlí 1949 á Sætúni, Bakkastíg 10, d. 12. apríl 2011. Kona hans er Jólína Bjarnason frá Færeyjum.
4. María Tegeder húsfreyja, f. 5. nóvember 1952 að Brekastíg 35. Barnsfaðir hennar Ólafur Friðrik Guðjónsson. Fyrri maður hennar var Þorsteinn Nielsen. Maður hennar er Guðlaugur Friðþórsson.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.