„Hannes Hansson“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 5: | Lína 5: | ||
Hannes byrjaði ungur 14 ára gamall sem beitudrengur hjá [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)|Þorsteini]] í [[Laufás]]i á [[Unnur VE-80|Unni]] | Hannes byrjaði ungur 14 ára gamall sem beitudrengur hjá [[Þorsteinn Jónsson (Laufási)|Þorsteini]] í [[Laufás]]i á [[Unnur VE-80|Unni]] | ||
Hannes byrjaði að róa á vetrarvertíð 1910 á [[Gnoð]], með [[Sigurður Ingimundarson|Sigurði Ingimundarsyni]]. | Hannes byrjaði að róa á vetrarvertíð 1910 á [[Gnoð]], með [[Sigurður Ingimundarson|Sigurði Ingimundarsyni]]. | ||
Var formaður; með [[Friðþjóf Nansen]] 1912, hætti formennsku eftir vertíðina og var vélstjóri hjá [[Gísli Magnússon|Gísla Magnússyni]] í [[Skálholt-yngra|Skálholti]], til ársins 1919. Varð þá formaður með; [[Gideon]] 1920, [[Ari|Ara]] 1921-1923, [[Tjaldur ve|Tjald]] 1924-1925, [[Freyja|Freyju]] 1926-1927, Freyju (2) 1928-1930, | Var formaður; með [[Friðþjóf Nansen]] 1912, hætti formennsku eftir vertíðina og var vélstjóri hjá [[Gísli Magnússon (Skálholti)|Gísla Magnússyni]] í [[Skálholt-yngra|Skálholti]], til ársins 1919. Varð þá formaður með; [[Gideon]] 1920, [[Ari|Ara]] 1921-1923, [[Tjaldur ve|Tjald]] 1924-1925, [[Freyja|Freyju]] 1926-1927, Freyju (2) 1928-1930, | ||
[[Vin]] 1931-1937 og [[Hafalda|Haföldu]] 1938-1939. Hannes átti hlut í báðum Freyjunum, en Vin og Haföldu átti hann einn. | [[Vin]] 1931-1937 og [[Hafalda|Haföldu]] 1938-1939. Hannes átti hlut í báðum Freyjunum, en Vin og Haföldu átti hann einn. | ||
Útgáfa síðunnar 30. september 2017 kl. 11:04
Hannes Hansson fæddist í Vestmannaeyjum 5. nóvember 1891 og lést 18. júní 1974. Hann ólst upp hjá hjónunum Ögmundi Ögmundssyni og konu hans Vigdísi Árnadóttur ásamt dóttur þeirra Þórönnu og öðrum fóstursyni, Þorbirni Arnbjörnssyni. Þau bjuggu í tómthúsinu Landakoti sem stóð nálægt Stakkagerði. Kona Hannesar var Magnúsína Friðriksdóttir frá Gröf.
Hannes byrjaði ungur 14 ára gamall sem beitudrengur hjá Þorsteini í Laufási á Unni Hannes byrjaði að róa á vetrarvertíð 1910 á Gnoð, með Sigurði Ingimundarsyni. Var formaður; með Friðþjóf Nansen 1912, hætti formennsku eftir vertíðina og var vélstjóri hjá Gísla Magnússyni í Skálholti, til ársins 1919. Varð þá formaður með; Gideon 1920, Ara 1921-1923, Tjald 1924-1925, Freyju 1926-1927, Freyju (2) 1928-1930, Vin 1931-1937 og Haföldu 1938-1939. Hannes átti hlut í báðum Freyjunum, en Vin og Haföldu átti hann einn.
Hannes hætti sjómennsku árið 1940 og gerðist afgreiðslumaður á Básaskersbryggju hjá Olíusamlagi Vestmannaeyja á olíu til flotans. Hann var einn af stofnendum Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi og var hann kjörinn heiðursfélagi þess árið 1963.
Heimildir
- Viðbót við heimildir Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum.
Frekari umfjöllun
Hannes Hansson skipstjóri, útgerðarmaður, afgreiðslumaður á Hvoli fæddist 5. nóvember 1891 í Jómsborg og lést 18. júní 1974.
Foreldrar hans voru Jóhanna Hannesdóttir frá Grímshjalli, þá vinnukona í Jómsborg, f. 31. október 1862, finnst hvergi eftir 1891.
Jóhanna lýsti Jón Steinmóðsson, þá kvæntan mann í Sjóbúð, föður Hannesar. Jón neitaði faðerninu.
Hannes fór í fóstur til Ögmundar Ögmundssonar sjómanns í Landakoti og konu hans Vigdísar Árnadóttur húsfreyju, og þar ólst hann upp.
Hann var ,,tökubarn, ófeðraður“ þar 1892, ,,Jóhönnuson“ þar 1893-1895, 9 ára niðursetningur þar 1901, 15 ára vinnumaður þar 1906 og 1907, 19 ára sjómaður skráður í Fagurhól 1910, en staddur á Seyðisfirði, og þar var Magnúsína einnig.
Þau voru í Gröf við fæðingu Ögmundar Friðriks 1911, giftu sig á árinu og bjuggu í Landakoti í lok ársins, svo og 1912 og 1913, eignuðust Guðbjörgu þar 1912, en misstu hana nýfædda. Einar fæddist þar 1913.
Þau voru á Mjóafirði eystra 1914 við fæðingu Hansínu, fluttust til Eyja á því ári og bjuggu þar síðan, voru í Landakoti í lok árs 1914, en voru komin að Hvoli (við Heimagötu) 1915. Þar bjuggu þau uns þau fluttust í nýbyggt hús sitt að Hvoli (við Urðarveg) 1929. Þar bjuggu þau síðan, meðan þau voru í Eyjum.
Hannes varð skipstjóri og útgerðarmaður, en síðar afgreiðslumaður hjá Olíusamlaginu, (sjá ofar).
Hjónin fluttu til Reykjavíkur 1947. Þar starfaði Hannes við olíuafgreiðslu í Örfirisey.
Hannes lést 1974 og Magnúsína 1983.
Kona Hannesar, (10. nóvember 1911), var Magnúsína Friðriksdóttir frá Gröf, húsfreyja, f. 14. maí 1889 á Núpi u. Eyjafjöllum, d. 19. apríl 1983.
Börn þeirra:
1. Ögmundur Friðrik Hannesson sjómaður, f. 16. maí 1911 í Gröf, d. 25. október 2002.
2. Guðbjörg Hannesdóttir, f. 11. janúar 1912 í Landakoti, skírð skemmri skírn, d. 31. janúar 1912.
3. Einar Kjartan Trausti Hannesson skipstjóri, stýrimaður, verkstjóri, f. 27. (17. annarsstaðar) júní 1913 í Landkoti, d. 23. janúar 1999.
4. Hansína Hannesdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1914 í Holti í Mjóafirði eystra, d. 2. mars 2006.
5. Ottó Hannesson vélstjóri, f. 5. ágúst 1915 á Hvoli, d. 26. desember 1966.
6. Ingimar Hannesson, f. 14. maí 1917, d. 25. september 1917.
7. Elías Theodór Hannesson, f. 1. júní 1918 á Hvoli, d. 9. nóvember 1927.
8. Vigdís Hannesdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 26. desember 1919 á Hvoli, d. 28. maí 2006.
9. Árni Hannesson vélstjóri, skipstjóri, f. 10. desember 1921 á Hvoli, d. 4. júní 1999.
10. Andvana drengur, f. 10. mars 1926.
11. Ágúst Eiríksson Hannesson smiður, f. 2. ágúst 1927 á Hvoli, d. 31.janúar 1951, fórst með flugvélinni Glitfaxa.
12. Guðbjörg Kristín Hannesdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. október 1929 á Hvoli.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.