Ottó Hannesson (Hvoli)
Ottó Hannesson frá Hvoli, vélstjóri fæddist 5. ágúst 1915 og lést 26. desember 1966.
Foreldrar hans voru Hannes Hansson skipstjóri, útgerðarmaður, afgreiðslumaður, f. 5. nóvember 1891, d. 18. júní 1974, og kona hans Magnúsína Friðriksdóttir frá Gröf, húsfreyja, f. 14. maí 1889, d. 19. apríl 1983.
Börn Hannesar og Magnúsínu voru:
1. Ögmundur Friðrik Hannesson sjómaður, f. 16. maí 1911 í Gröf, d. 25. október 2002.
2. Guðbjörg Hannesdóttir, f. 11. janúar 1912 í Landakoti, skírð skemmri skírn, d. 31. janúar 1912.
3. Einar Kjartan Trausti Hannesson skipstjóri, stýrimaður, verkstjóri, f. 27. júní 1913 í Landkoti, d. 23. janúar 1999.
4. Hansína Hannesdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1914 í Holti í Mjóafirði eystra, d. 2. mars 2006.
5. Ottó Hannesson vélstjóri, f. 5. ágúst 1915 á Hvoli við Heimagötu, d. 26. desember 1966.
6. Ingimar Hannesson, f. 14. maí 1917, d. 25. september 1917.
7. Elías Theodór Hannesson, f. 1. júní 1918 á Hvoli við Heimagötu, d. 9. nóvember 1927.
8. Vigdís Hannesdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 26. desember 1919 á Hvoli við Heimagötu, d. 28. maí 2006.
9. Árni Hannesson vélstjóri, skipstjóri, f. 10. desember 1921 á Hvoli við Heimagötu, d. 4. júní 1999.
10. Andvana drengur, f. 10. mars 1926.
11. Ágúst Eiríksson Hannesson smiður, f. 2. ágúst 1927 á Hvoli við Heimagötu, d. 31.janúar 1951, fórst með flugvélinni Glitfaxa.
12. Guðbjörg Kristín Hannesdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. október 1929 á Hvoli við Heimagötu.
Ottó var með foreldrum sínum í æsku, bjó síðar á Litla-Hvoli.
Hann tók hið minna mótorvélstjórapróf í Eyjum 1938 og var vélstjóri bæði Reykjavík og í Eyjum, var m.a. vélstjóri á Ágústu VE og Magnúsi Magnússyni VE.
Ottó lést 1966, ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Vélstjóra- og vélfræðingatal. Ritstjórar: Þorsteinn Jónsson og Franz Gíslason. Þjóðsaga 1996 og 1997.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.