Ögmundur Hannesson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Ögmundur Hannesson, Hvoli, fæddur 16. mars 1911, dáinn 15.október 2002. Tók vélstjórapróf 1930, og skipstjórapróf 1933. Var vélstjóri hjá föður sínum á m/b Vini 1931-1937 og á Haföldu 1938-1939. Tók þá við formennskunni og var með Haföldu til 1944. Var vélstjóri á Ver 1945, og flutti svo til Reykjavíkur.

Í formannavísum Lofts Guðmundssonar 1944 kvað hann um Ögmund:

Ögmundur við unnarkoss
ekki er á leiðum smeykur
er byrinn hvass og hrannafoss
við Hafölduna leikur.

Heimildir

Gísli Eyjólfsson frá Bessastöðum

Önnur umfjöllun á Heimaslóð: Ögmundur Friðrik Hannesson.