Guðbjörg Kristín Hannesdóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Guðbjörg Kristín Hannesdóttir frá Hvoli, húsfreyja í Reykjavík fæddist 22. október 1929 á Hvoli við Heimagötu.
Foreldrar hennar voru Hannes Hansson skipstjóri, útgerðarmaður, afgreiðslumaður, f. 5. nóvember 1891, d. 18. júní 1974, og kona hans Magnúsína Friðriksdóttir frá Gröf, húsfreyja, f. 14. maí 1889, d. 19. apríl 1983.

Börn Hannesar og Magnúsínu voru:
1. Ögmundur Friðrik Hannesson sjómaður, f. 16. maí 1911 í Gröf, d. 25. október 2002.
2. Guðbjörg Hannesdóttir, f. 11. janúar 1912 í Landakoti, skírð skemmri skírn, d. 31. janúar 1912.
3. Einar Kjartan Trausti Hannesson skipstjóri, stýrimaður, verkstjóri, f. 27. júní 1913 í Landkoti, d. 23. janúar 1999.
4. Hansína Hannesdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1914 í Holti í Mjóafirði eystra, d. 2. mars 2006.
5. Ottó Hannesson vélstjóri, f. 5. ágúst 1915 á Hvoli, d. 26. desember 1966.
6. Ingimar Hannesson, f. 14. maí 1917, d. 25. september 1917.
7. Elías Theodór Hannesson, f. 1. júní 1918 á Hvoli, d. 9. nóvember 1927.
8. Vigdís Hannesdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 26. desember 1919 á Hvoli, d. 28. maí 2006.
9. Árni Hannesson vélstjóri, skipstjóri, f. 10. desember 1921 á Hvoli, d. 4. júní 1999.
10. Andvana drengur, f. 10. mars 1926.
11. Ágúst Eiríksson Hannesson smiður, f. 2. ágúst 1927 á Hvoli, d. 31.janúar 1951, fórst með flugvélinni Glitfaxa.
12. Guðbjörg Kristín Hannesdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. október 1929 á Hvoli.

Guðbjörg Kristín var með foreldrum sínum á Hvoli í æsku. Hún var vinnukona hjá Sigurði Jóelssyni og Fanneyju Ármannsdóttur á Hvoli 2 1945, fluttist til Reykjavíkur 1947.
Hún giftist Ragnari 1949 og eignaðist með honum 8 börn.
Ragnar lést 2001.

I. Maður Guðbjargar Kristínar, (8. október 1949), var Ólafur Ragnar Jakobsson frá Sogni í Kjós, f. 27. júlí 1922, d. 3. október 2001. Hann var rafvirki og starfsmaður Rafmagnsveitu Reykjavíkur.
Foreldrar hans voru Jakob Guðlaugsson bóndi, f. 7. júní 1885, d. 27. maí 1959 og kona hans Þorbjörg Jónsdóttir húsfreyja frá Vindási á Rangárvöllum, f. 23. ágúst 1884, d. 27. febrúar 1981.
Börn þeirra Ragnars:
1. Kristín Ólafía Ragnarsdóttir húsfreyja, með próf í rekstrar- og starfsmannastjórnun. Hún er launafulltrúi, f. 24. júlí 1949. Maki hennar er Friðgeir Guðnason rafvirki.
2. Hannes Ragnarsson verkamaður, f. 7. október 1952, d. 30. nóvember 2010.
3. Magnea Ragnarsdóttir húsfreyja, MSc-markaðsfræðingur, f. 13. júlí 1956. Maki hennar er Þórir Lárusson MSc-iðnaðarverkfræðingur.
4. Jakob Ragnarsson bifreiðasmiður, f. 25. júní 1958. Maki hans er Margrét Dögg Halldórsdóttir húsfreyja, búfræðingur.
5. Þorbjörg Ragnarsdóttir húsfreyja, þjónustufulltrúi, f. 20. apríl 1960. Maki hennar er Karl Árelíus Sigurðarson sjómaður.
6. Sigurjón Ragnarsson vélsmiður, f. 26. september 1962. Maki hans er Hrönn Ásgeirsdóttir bókari.
7. Ingibjörg Ragnarsdóttir húsfreyja, viðskiptafræðingur, skrifstofumaður, f. 29. ágúst 1964. Maki hennar er Valgarður Ómar Guðmundsson málarameistari.
8. Sigrún Ragnarsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 9. janúar 1969. Maki hennar er Árni Freyr Jónsson tölvunarfræðingur.
.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Manntöl.
  • Morgunblaðið 12. október 2001. Minning Ragnars Jakobssonar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Sigrún Ragnarsdóttir.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.