Ágúst Eiríksson Hannesson

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search
Ágúst Eiríksson Hannesson.

Ágúst Eiríksson Hannesson húsgagnasmiður frá Hvoli við Urðaveg fæddist 2. ágúst 1927 á Hvoli við Heimagötu og lést 31.janúar 1951, fórst með flugvélinni Glitfaxa.
Foreldrar hans voru Hannes Hansson skipstjóri, útgerðarmaður, afgreiðslumaður, f. 5. nóvember 1891, d. 18. júní 1974, og kona hans Magnúsína Friðriksdóttir frá Gröf, húsfreyja, f. 14. maí 1889, d. 19. apríl 1983.

Börn Hannesar og Magnúsínu voru:
1. Ögmundur Friðrik Hannesson sjómaður, f. 16. maí 1911 í Gröf, d. 25. október 2002.
2. Guðbjörg Hannesdóttir, f. 11. janúar 1912 í Landakoti, skírð skemmri skírn, d. 31. janúar 1912.
3. Einar Kjartan Trausti Hannesson skipstjóri, stýrimaður, verkstjóri, f. 27. júní 1913 í Landkoti, d. 23. janúar 1999.
4. Hansína Hannesdóttir húsfreyja, f. 13. ágúst 1914 í Holti í Mjóafirði eystra, d. 2. mars 2006.
5. Ottó Hannesson vélstjóri, f. 5. ágúst 1915 á Hvoli við Heimagötu, d. 26. desember 1966.
6. Ingimar Hannesson, f. 14. maí 1917, d. 25. september 1917.
7. Elías Theodór Hannesson, f. 1. júní 1918 á Hvoli við Heimagötu, d. 9. nóvember 1927.
8. Vigdís Hannesdóttir húsfreyja, skrifstofumaður, f. 26. desember 1919 á Hvoli við Heimagötu, d. 28. maí 2006.
9. Árni Hannesson vélstjóri, skipstjóri, f. 10. desember 1921 á Hvoli við Heimagötu, d. 4. júní 1999.
10. Andvana drengur, f. 10. mars 1926.
11. Ágúst Eiríksson Hannesson húsgagnasmiður, f. 2. ágúst 1927 á Hvoli við Heimagötu, d. 31.janúar 1951, fórst með flugvélinni Glitfaxa.
12. Guðbjörg Kristín Hannesdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 22. október 1929 á Hvoli við Heimagötu.

Ágúst var lærður húsgagnasmiður. Þau Oddný Guðrún bjuggu í Helli og eignuðust þar þrjár dætur. Þau fluttu til Reykjavíkur og voru að að skipuleggja búsetuflutning til Eyja, er Ágúst fórst með flugvélinni Glitfaxa í Faxaflóa 31. janúar 1951, á leið til Reykjavíkur.
Þau Oddný Guðrún áttu þrjár dætur og hún gekk með barni, er Ágúst fórst. Það barn dó rúmlega mánaðar gamalt.

I. Barnsmóðir Ágústs var Bára Þórðardóttir frá Sléttabóli, f. 23. febrúar 1924, d. 12. janúar 2001.
Barn þeirra:
1. Þór Hafdal Ágústsson bókbandsmeistari, síðar fangavörður og deildarstjóri á Litla-Hrauni, f. 8. febrúar 1944 á Spákelsstöðum í Laxárdal í Dalasýslu. Fyrri kona hans var Kolbrún Kristófersdóttir húsfreyja, síðar Cerasi, f. 29. febrúar 1946. Síðari kona Þórs er Jensína Jensdóttir húsfreyja, bankastarfsmaður, f. 24. apríl 1953.

II. Unnusta Ágústs var Oddný Guðrún Sigurðardóttir húsfreyja, verkakona frá Helli, f. 28. ágúst 1927, d. 26. febrúar 1997.
Börn þeirra:
2. Guðrún Helga Ágústsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 18. september 1944 í Helli, d. 31. júlí 2022.
3. Magnúsína Ágústsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, f. 19. mars 1946 í Helli.
4. Oktavía Ágústsdóttir húsfreyja, verslunarmaður, snyrtifræðingur, f. 13. júní 1947 í Helli.
5. Stúlka, f. 13. maí 1951 á sjúkrahúsinu í Eyjum, d. 20. júní 1951.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.