Vigdís Árnadóttir (Landakoti)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Vigdís Árnadóttir húsfreyja í Landakoti fæddist 14. október 1835 og lést 31. mars 1904.
Faðir hennar var Árni bóndi í Stöðulkoti í Þykkvabæ og á Norðurbakka í Háfssókn, f. 21. september 1800, d. 12. mars 1872, Jónsson bónda í Vatnskoti í Háfssókn 1801, f. 1771, d. 14. október 1840, Jónssonar (ókunnur), og móður Jóns í Vatnskoti, Arnlaugar, f. (1737), d. 13. maí 1787, Þorbjarnardóttur.
Móðir Árna í Stöðulkoti og kona Jóns í Vatnskoti var Vigdís húsfreyja, f. 1775, d. 11. ágúst 1843, Árnadóttir bónda í Dísakoti og Hábæ í Háfssókn, f. 1745, d. 10. maí 1814, Þórarinssonar, og ókunnrar móður Árna í Dísakoti.

Móðir Vigdísar í Landakoti og kona Árna Jónssonar var Ólöf húsfreyja, f. 4. september 1796, d. 6. júní 1862, Einarsdóttir bónda á Borg og Heysholti á Landi, f. 1768 í Hrólfsstaðahelli þar, d. 8. nóvember 1851 í Heysholti, Þorsteinssonar bónda á Stampi á Landi, f. 1729, á lífi 1771, Guðbrandssonar, og konu Þorsteins, Guðrúnar húsfreyju, f. 1731, d. í febrúar 1804, Þorvaldsdóttur.
Móðir Ólafar og fyrri kona Einars á Borg var Guðrún „yngri“ húsfreyja, skírð 18. október 1757, d. 5. ágúst 1802, Jónsdóttir bónda á Skarði á Landi, f. 1722, á lífi 1773, Bjarnasonar, og konu Jóns á Skarði, Hildar húsfreyju, f. 1718, á lífi 1773, Högnadóttur.

Vigdís var niðursetningur á Unnshóli í Háfssókn í Holtum 1845 og 1850, ógift vinnukona þar 1855, ógift vinnukona í Bjóluhjáleigu 1860.
Hún fluttist til Eyja 1868 frá Akurey í Landeyjum og gerðist vinnukona í Túní hjá Guðrúnu Þórðardóttur og Jóni Vigfússyni.
Við manntal 1870 var hún vinnukona hjá Ásdísi Jónsdóttur og Árna Diðrikssynií Stakkagerði. Ögmundur kom vinnumaður þangað 1871.
Vigdís var gift húsfreyja í Fagurlyst 1880 með Ögmundi, og barninu Þórönnu 6 ára. Hjá þeim var Ögmundur Árnason faðir húsbóndans.
Við manntal 1890 voru þau Ögmundur komin í Landakot með Þórönnu 16 ára og tökubörnin Þorbjörn Arnbjörnsson 4 ára (bróðursonur Ögmundar) og Þórunni Sigurðardóttur eins árs.
Við manntal 1901 voru þau í Landakoti með Þórönnu ógiftri 28 ára, Þorbjörn Arnbjörnsson vikapilt 15 ára og Hannes Jóhannsson niðursetning 9 ára. Aðkomandi hjá þeim var Hugborg Ögmundsdóttir ekkja 59 ára, systir Ögmundar.
Þau Ögmundur höfðu byggingu fyrir Nýjatúni frá árinu 1881. Höfðu þau í búi eina kú og um 20 kindur. Þau byggðu Landakot í túnjaðrinum. Var það gert úr torfi og grjóti, en þak og gafl úr viði, klædd tjörupappa. Gafl sneri mót suðri.

Maður Vigdísar Árnadóttur var Ögmundur Ögmundsson sjómaður, kenndur við Landakot, f. 2. ágúst 1849, d. 8. október 1932.
Barn þeirra var
1. Þóranna húsfreyja í Fagurhól, síðar verkakona og verkalýðsfrömuður í Landakoti, f. 1. desember 1873, d. 16. maí 1959.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.