„Sighvatur Sigurðsson (Vilborgarstöðum)“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 30: | Lína 30: | ||
4. [[Jón Jónsson (Dölum)|Jón Jónsson]] húsmaður í [[Dalir|Dölum]].<br> | 4. [[Jón Jónsson (Dölum)|Jón Jónsson]] húsmaður í [[Dalir|Dölum]].<br> | ||
5. [[Sigurður Eyjólfsson (Löndum)|Sigurður Eyjólfsson]], vinnumaður á [[Steinsstaðir|Steinsstöðum]].<br> | 5. [[Sigurður Eyjólfsson (Löndum)|Sigurður Eyjólfsson]], vinnumaður á [[Steinsstaðir|Steinsstöðum]].<br> | ||
6. [[Stefán Jónsson Austmann]] í [[Vanangur|Vanangri]].<br> | 6. [[Stefán Austmann|Stefán Jónsson Austmann]] í [[Vanangur|Vanangri]].<br> | ||
7. [[Brynjólfur Einarsson (Dölum)|Brynjólfur Einarsson]] frá Dölum, þá vinnumaður í [[Jónshús]]i.<br> | 7. [[Brynjólfur Einarsson (Dölum)|Brynjólfur Einarsson]] frá Dölum, þá vinnumaður í [[Jónshús]]i.<br> | ||
Útgáfa síðunnar 18. apríl 2015 kl. 14:00
Sighvatur Sigurðsson bóndi og formaður á Vilborgarstöðum fæddist 10. júlí 1835 og lést af slysförum 8. júlí 1874.
Faðir hans var Sigurður Sighvatsson bóndi, f. 20. mars 1792 í Efri-Hól undir Eyjafjöllum.
Sigurður var bóndi í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu í A-Landeyjum 1817-1838, síðan á Rimhúsum undir Eyjafjöllum, var kominn að Efsta-Koti þar 1845. Hann brá búi 1854 og var í vinnumennsku. Síðan dvaldi hann hjá Sigurði syni sínum á Borgareyrum og í Hvammi undir Eyjafjöllum og Sigríði dóttur sinni á Núpi þar. Hann lést á Núpi 14. júní 1864.
Sigurður var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var (1. október 1814) Ragnhildur Árnadóttir, f. 21. júlí 1794, d. 23. janúar 1828.
Faðir Sigurðar var Sighvatur bóndi á Efri-Hól undir Eyjafjöllum, f. 1730 í Vestur-Holtum þar, d. 4. október 1821, Þorsteinsson bónda í Vestur-Holtum þar, f. 1686, Jónssonar, og konu Þorsteins, Guðrúnar húsfreyju, f. 1693, Jónsdóttur.
Móðir Sigurðar í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu og kona Sighvats Þorsteinssonar var Margrét húsfreyja á Efri-Hól, f. 1763, d. 11. júlí 1843, Guðmundsdóttir bónda í Vallatúni undir Eyjafjöllum, f. 1724, d. 6. júlí 1779, Auðunssonar, og konu Guðmundar Auðunssonar, Kolfinnu húsfreyju, f. 1723, d. 1801, Pálsdóttur.
Móðir Sighvats á Vilborgarstöðum og síðari kona (30. október 1828) Sigurðar í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu var Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Voðmúlastaða-Miðhjáleigu 1828-1838, síðan á Rimhúsum undir Eyjafjöllum, var komin að Efsta-Koti þar 1845. Hún var síðari kona (30. október 1828) Sigurðar, f. 6. júní 1898 í Klasbarðahjáleigu, var síðar vinnukona undir Eyjafjöllum, en dó á Núpi hjá Sigríði dóttur sinni 18. janúar 1874.
Faðir Guðrúnar var Guðmundur Einarsson bóndi í Klasbarðahjáleigu í V-Landeyjum frá 1799 með fyrri konu, Guðrúnu Jónsdóttur, og eftir lát Guðrúnar 1805 með Sigríði Sigurðardóttur til 1812, á Krossi í A-Landeyjum 1812-1823 og í Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu (síðar nefnd Bólstaður) þar frá 1823-1840. Hann var fæddur 1772 á Skúmsstöðum í V-Landeyjum og lést 21. október 1840 í Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu.
Faðir Guðmundar í Klasbarðahjáleigu var Einar bóndi á Skúmsstöðum, f. 1725, d. 29. apríl 1799, Guðmundsson, og kona hans Ingibjörg húsfreyja, f. 1737, d. 17. ágúst 1817, Guðmundsdóttir frá Löndum á Miðnesi, Gull.
Móðir Guðrúnar húsfreyju á Voðmúlastaða-Suðurhjáleigu var Sigríður húsfreyja, síðari kona Guðmundar Einarssonar, f. 1773 á Sperðli í V-Landeyjum, d. 24. mars 1849 í Fíflholtshjáleigu í V-Landeyjum, Sigurðardóttir bónda á Sperðli, f. 1744, d. 25. júní 1793, Erlendssonar, og konu Sigurðar á Sperðli, Ingibjargar húsfreyju Eiríksdóttur.
Alsystir Guðrúnar Guðmundsdóttur á Voðmúlastaða-Miðhjáleigu var Ingibjörg Guðmundsdóttir húsfreyja í Norðurgarði, f. 26. nóvember 1799, d. 29. mars 1883, gift Jóni Jónssyni.
Einnig var hálfsystir Guðrúnar, Málhildur á Skíðbakka, móðir Guðmundur Guðmundsson húsmanns á Kirkjubæ, f. 30. mars 1827, d. 16. febrúar 1865, kvæntur Guðríði Oddsdóttur húsfreyju þar.
Þá var sonur Málhildar Einar Guðmundsson bóndi á Steinsstöðum, f. 26. mars 1834, d. 27. maí 1858, hrapaði í Ofanleitishamri. Kona hans var Kristín Jónsdóttir húsfreyja, f. 2. september 1832, d. 21. desember 1903. Þau voru foreldrar Jóns Einarssonar á Garðsstöðum, f. 1857, d. 1906, kvæntur Ingibjörgu Hreinsdóttur húsfreyju, f. 19. febrúar 1854, d. 18. nóvember 1922, en þau voru m.a. foreldrar Jónínu Jónsdóttur í Steinholti, konu Kristmanns Þorkelssonar. Þau voru foreldrar Karls Kristmanns, Inga Kristmanns og Júlíönu Kristínar Kristmannsdóttur.
Sighvatur var léttadrengur í Godthaab 1845.
Hann var bóndi og formaður á Vilborgarstöðum.
Sighvatur var formaður á áraskipinu Gauki, er það fórst suður af Klettsnefi 13. mars 1874. Þar fórust 4 menn af áhöfninni. Sighvatur og annar maður björguðust, en létust af þessum slysförum, - Sighvatur 8. júlí 1874.
Þeir, sem fórust af Gauki voru, auk Sighvats:
1. Árni Árnason, bóndi að Vilborgarstöðum, afi Árna símritara Árnasonar frá Grund.
2. Gísli Brynjólfsson ekkjumaður í Móhúsum, sem var ein af Kirkjubæjarjörðunum. Hann var faðir Solveigar móður Gísla á Arnarhóli
3. Erlendur Pétursson, vinnumaður í Litlakoti (nú Veggur).
4. Jón Jónsson húsmaður í Dölum.
5. Sigurður Eyjólfsson, vinnumaður á Steinsstöðum.
6. Stefán Jónsson Austmann í Vanangri.
7. Brynjólfur Einarsson frá Dölum, þá vinnumaður í Jónshúsi.
I. Kona Sighvats á Vilborgarstöðum, (24. september 1858), var Björg Árnadóttir húsfreyja frá Rimakoti í A-Landeyjum, f. 3. nóvember 1830, d. 4. júní 1915. Sighvatur var síðari maður hennar. Fyrri maður Bjargar var Árni Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum, f. 31. janúar 1812, d. 8. janúar 1855, bróðir Lofts mormónabiskups í Þorlaugargerði Jónssonar.
Börn Sighvats og Bjargar:
1. Friðrika Sighvatsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 1858, gift Vigfúsi Scheving bónda, f. 5. september 1852, d. 23. desember 1939.
2. Pálína Sighvatsdóttir, f. 24. nóvember 1861, giftist í Kaupmannahöfn.
3. Sigríður Sighvatsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 3. júní 1864, d. 12. september 1902, gift Jóni Eyjólfssyni.
4. Kristján Loftur Sighvatsson, f. 14. desember 1866, d. 20. maí 1890.
5. Guðmundur Sighvatsson, f. 16. maí 1871, d. 9. september 1871, „dó hastarlega úr magaveikindum“.
6. Björg Sighvatsdóttir húsfreyja á Gilsbakka, f. 5. júní 1873, d. 22. maí 1955, gift Erlendi Árnasyni.
II. Launbarn Sighvats með Sigríði Sigurðardóttur í Dalahjalli:
Barnið var
6. Guðbjörg Sighvatsdóttir húsfreyja í Stíghúsi, f. 22. desember 1865, d. 29. apríl 1951. Hún var móðir Jóhanns Péturs Pálmasonar í Stíghúsi, f. 4. mars 1895, d. 7. janúar 1988. Hann var faðir Inga skákmeistara.
III. Launbarn Sighvats með Vilborgu Steinmóðsdóttur frá Steinmóðshúsi.
Barnið var
7. Kristín Sighvatsdóttir, f. 24. maí 1869. Hún var vinnukona í Godthaab 1890. Hún fór til Vesturheims 1902.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Blik 1961/Anna V. Benediktsdóttir.
- Íslendingabók.is.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Saga Vestmannaeyja. Sigfús M. Johnsen. Ísafoldarprentsmiðja h.f. 1946.