Solveig Gísladóttir (Arnarhóli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Solveig Gísladóttir á Arnarhóli fæddist 16. september 1838 og lést 18. september 1923 í Eyjum.
Faðir hennar var Gísli Brynjólfsson bóndi og sjómaður, f. 1804 á Minni-Núpi í Gnúpverjahreppi, fórst með Gauki 13. mars 1874.

Móðir Solveigar var Þorbjörg húsfreyja, f. 4. júní 1806 á Brekku í Úthlíðarsókn í Biskupstungum, d. 3. júlí 1862, Bjarnadóttir bónda þar 1816, f. 1777 á Brekku, Þorsteinssonar bónda á Brekku 1801, f. 1743, Jónssonar, og konu Þorsteins á Brekku, Þorbjargar húsfreyju, f. 1737, Helgadóttur.
Móðir Þorbjargar og kona Bjarna á Brekku var Þóra húsfreyja, f. 1773 í Austurhlíð í Biskupstungum, Guðmundsdóttir bónda í Austurhlíð 1801, f. 1737, d. 13. maí 1815, Magnússonar, og fyrri konu Guðmundar, Kristrúnar húsfreyju, f. 1734, d. 1792, Gísladóttur.

Solveig var þriggja ára með foreldrum sínum í Varmahlíð u. Eyjafjöllum 1840, 7 ára hjá þeim þar 1845, 12 ára með þeim í Björnskoti þar 1850.
Hún var 17 ára vinnukona í Ásólfsskála u. Eyjafjöllum 1855, 24 ára ógift vinnukona í Skálakoti þar 1860, var á Hömrum í Grímsnesi 1862, 32 ára ógift vinnukona á Kanastöðum í A-Landeyjum 1870.
Við manntal 1890 var hún 53 ára ógift vinnukona á Sperðli í Sigluvíkursókn með tökubarnið Gísla Jónsson, son sinn, hjá sér, þá 7 ára.
Solveig var 63 ára ógift vinnukona á Arnarhóli í V-Landeyjum 1901 og þar var Gísli sonur hennar hjú, 18 ára. Hún var leigjandi í Ysta-Koti í V-Landeyjum 1910.
Hún fluttist til Gísla sonar síns að Arnarhóli 1911. Þar var hún 1920. Hún lést 1923.

Barn Solveigar með Jóni Brandssyni, f. 27. september 1828, d. 8. júní 1896:
Gísli Jónsson útvegsbóndi á Arnarhóli.
Jón Brandsson var einnig faðir Láru Jónsdóttur, sem var kona Þorsteins Brynjólfssonar Gíslasonar sjómanns í Þorlaugargerði 1920.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.