Árni Jónsson (Vilborgarstöðum)
Árni Jónsson sjávarbóndi á Vilborgarstöðum fæddist 31. janúar 1812 og lést 8. janúar 1855.
Foreldrar hans voru Jón Árnason bóndi og formaður á Bakka í A-Landeyjum, þá bóndi á Teigi í Fljótshlíð, f. 1772 í Deild í Fljótshlíð, d. 18. febrúar 1841 á Bakka, og kona hans Þorgerður Loftsdóttir húsfreyja, f. 1777 í Skaftártungu í V-Skaft., d. 9. mars 1859 á Bakka.
Árni var bróðir Lofts Jónssonar bónda, trésmiðs og mormónatrúboða í Þorlaugargerði, f. 24. júlí 1814, d. 9. september 1874 í Spanish Fork í Utah.
Árni var með fjölskyldu sinni í Deild 1816, vinnumaður hjá foreldrum sínum á Bakka 1835.
Hann var kominn til Eyja 1838, er hann kvæntist Jóhönnu og var með henni á Vilborgarstöðum 1839, 1840 og 1845.
Jóhanna lést 1848.
Árni var bóndi, ekkill á Vilborgarstöðum 1850 og hjá honum var Guðrún Pálsdóttir stjúpdóttir hans vinnukona. Hún fór til Kaupmannahafnar á því ári.
Árni var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (10. ágúst 1838), var Jóhanna Jónsdóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 1791, d. 10. júní 1848.
Þau voru barnlaus, en börn Jóhönnu, sem voru til heimilis hjá þeim voru.
1. Guðrún Pálsdóttir, f. 25. júlí 1830.
2. Jóhann Stefánsson, f. 29. maí 1829.
II. Síðari kona Árna var Björg Árnadóttir húsfreyja á Vilborgarstöðum, f. 3. nóvember 1830, d. 4. júní 1915. Árni var fyrri maður hennar. Síðari maður hennar var Sighvatur Sigurðsson bóndi og formaður, f. 10. júlí 1835, d. 8. júlí 1874.
Börn Árna og Bjargar hér:
1. Páll Árnason sjómaður, f. 22. febrúar 1852, fór til Vesturheims.
2. Ingveldur Árnadóttir, f. 19. febrúar 1853, d. 16. ágúst 1853 „af barnaveiki“.
3. Árni Árnason, f. 21. febrúar 1855. Hann fór til Vesturheims.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Landeyingabók – Austur-Landeyjar. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjóri: Ragnar Böðvarsson. Austur-Landeyjahreppur, Gunnarshólma 1999.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.