„Ólöf Þórðardóttir (Fagurhól)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ólöf Þórðardóttir''' frá Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, húsfreyja í Fagurhól fæddist 20. janúar 1862 í Hvammi u. Eyjafjöllum og lést 16. apríl 1935.<br...) |
m (Verndaði „Ólöf Þórðardóttir (Fagurhól)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Útgáfa síðunnar 26. október 2016 kl. 20:22
Ólöf Þórðardóttir frá Stóru-Borg u. Eyjafjöllum, húsfreyja í Fagurhól fæddist 20. janúar 1862 í Hvammi u. Eyjafjöllum og lést 16. apríl 1935.
Foreldrar hennar voru Þórður Einarsson bóndi í Hvammi, f. 14. desember 1823 í Sólheimahjáleigu í Mýrdal, f. 14. desember 1823, d. 15. ágúst 1863 í Hvammi u. Eyjafjöllum, og síðari kona hans Guðríður Runólfsdóttir húsfreyja, f. 11. október 1825 á Mið-Fossi í Mýrdal, d. 13. nóvember 1910 í Eystra-Geldingaholti í Hreppum, Árn.
Faðir Ólafar lést er hún var á öðru ári.
Hún var niðursetningur í Skálakoti u. Eyjafjöllum 1870, vinnukona í Varmahlíð þar 1880.
Hún eignaðist Jónínu með Einari Jónssyni 1885.
Ólöf giftist Finni 1886, var húsfreyja á Stóru-Borg u. Eyjafjöllum 1890 með Finni Sigurfinnssyni manni sínum og Jóhanni Kristni barni þeirra. Dóttir hennar Jónína Einarsdóttir var með henni.
Ólöf eignaðist 12 börn og 8 þeirra náðu fullorðinsaldri.
Finnur fórst 16. maí 1901.
Eftir lát Finns reyndi Ólöf að búa áfram á Stóruborg, en gafst upp eftir eitt ár og varð að láta flest börnin frá sér.
Jóhann Kristinn, Ingibjörg og Finnbogi voru með móður sinni 1901. Sigrún fór tökubarn að Drangshlíð u. Eyjafjöllum 1901, kom að Fagurhól í Eyjum 1903, Helga að Hlíð u. Eyjafjöllum, fluttist til Eyja 1904, Þorfinna að Skarðshlíð þar, kom til Eyja 1905, Friðfinnur að Drangshlíð með móður sinni, kom í fóstur að Brekkuhúsi 1905.
Jóhann Kristinn kom til Eyja 1904 og Ingibjörg 1912.
Ólöf fluttist til Eyja 1906 frá Drangshlíð ásamt Finnboga Finnssyni syni sínum, sem kom frá Hólakoti. Hún hélt heimili með honum í Fagurhól 1910, á Rafnseyri 1918, með honum og Finni Sigurfinnssyni Sigurjónssyni dóttursyni sínum í Íshúsinu 1920, var húsfreyja á Nýjalandi við Heimagötu 1925, en það
hús byggði Finnbogi sonur hennar. Þar bjó hún enn 1930 með Þorfinnu dóttur sinni og fjölskyldu hennar.
Hún lést 1935.
I. Barnsfaðir Ólafar var Einar Jónsson, þá vinnumaður í Varmahlíð u. Eyjafjöllum, síðar bóndi og sjómaður í Norðurgarði, f. 12. júní 1859 að Ketilsstöðum í Mýrdal, d. 8. ágúst 1937.
Barn þeirra var:
1. Jónína Einarsdóttir húsfreyja á Seljalandi, f. 25. mars 1885, d. 22. september 1968.
II. Maður Ólafar, (1886), var Finnur Sigurfinnsson bóndi, f. 1855, fórst með skipinu Björgólfi við Klettsnef á uppstigningardag 16. maí 1901. Foreldrar hans voru Sigurfinnur Runólfsson bóndi í Efra-Bakkakoti, (Bakkakoti ytra) og Ystabæliskoti u. Eyjafjöllum, f. 30. júní 1824 á Litlu-Heiði í Mýrdal, d. 10. júní 1879 í Skarðshlíð, og kona hans Helga Jónsdóttir húsfreyja, f. 30. ágúst 1815 á Brekku í Djúpárhreppi í Holtum, d. 21. september 1887 í Boston.
Bróðir Finns var Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri, f. 6. nóvember 1851, d. 8. september 1916.
Börn Ólafar og Finns hér:
2. Jóhann Kristinn Finnsson sjómaður í Hlíð 1910, f. 30. júlí 1889, d. 11. janúar 1915.
3. Þorfinna Finnsdóttir, (skírð Þórfinna), húsfreyja í Eyjum, f. 28. maí 1891, d. 15. nóvember 1976.
4. Helga Finnsdóttir húsfreyja í Eyjum og Reykjavík, f. 25. apríl 1893, d. 25. apríl 1989.
5. Sigrún Finnsdóttir húsfreyja í Sólhlíð 19, f. 13. júlí 1894, síðast í Reykjavík, d. 7. mars 1972.
6. Finnbogi Finnsson vélgæslumaður í Íshúsinu, f. 7. nóvember 1898, d. 7. ágúst 1926 af slysförum.
7. Ingibjörg Finnsdóttir vinnukona, f. 17. september 1896, d. 9. mars 1924.
8. Friðfinnur Finnsson kafari, kaupmaður, f. 22. desember 1901, d. 6. september 1989.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Einar ríki I. bindi – Fagur fiskur í sjó. Þórbergur Þórðarson skráði. Helgafell – Reykjavík 1967.
- Holtamannabók III – Djúpárhreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra 2010.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.