„Steindepill“: Munur á milli breytinga
(texti frá Náttúrugripasafninu og nemendum FÍV) |
(Smáleiðr.) |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum) | |||
Lína 2: | Lína 2: | ||
Steindepill ''oenanthe oenanthe'' | Steindepill ''oenanthe oenanthe'' | ||
Steindepillinn er af spörfuglaætt, hann er einnig farfugl. Þetta er tiltölulega lítill fugl, dálítið stóreygður, með oddhvasst og mjótt nef. Í sumarbúningi er karlfuglinn blágrár á haus, hnakka og baki, svartur frá nefi, aftur um augu og niður, á vængjum og aftast á stéli. Mógulur á bringu og kverk en fölari að neðanverðu. Rák ofan við augu er hvít. Á haustin er karlfuglinn allur gulbrúnni og líkari kvenfuglinum sem er | Steindepillinn er af spörfuglaætt, hann er einnig farfugl. Þetta er tiltölulega lítill fugl, dálítið stóreygður, með oddhvasst og mjótt nef. Í sumarbúningi er karlfuglinn blágrár á haus, hnakka og baki, svartur frá nefi, aftur um augu og niður, á vængjum og aftast á stéli. Mógulur á bringu og kverk en fölari að neðanverðu. Rák ofan við augu er hvít. Á haustin er karlfuglinn allur gulbrúnni og líkari kvenfuglinum sem er hins vegar móbrúnn á haus, hnakka og baki, augnrák sést illa og vængirnir eru mósvartir. Kverk og bringa eru mó- eða fölgul, kviður ljósari. Bæði kyn eru með hvítan gump sem er mjög áberandi á flugi. Nef er grásvart eða svart og einnig fætur. Steindepillinn er 14,5-15,5 cm að lengd, tæp 30 grömm að þyngd og með 26–32 cm vænghaf. | ||
Steindepillinn kann best við sig á bersvæði, helst | Steindepillinn kann best við sig á bersvæði, helst grýttu, en líkar einnig vel við mannabyggð. Fæða hans er aðallega skordýr, en þó á hann til að sækja í ber eða fræ og jafnvel skeldýr. Hann verpir í lok maí og stendur varptíminn fram í júlí. Steindepillinn verpir í urðum, vörðum og grjótgörðum um allt land. Hreiðrið er vönduð strákarfa, fóðruð með ull eða fínum hárum. Fjöldi eggja er 4-8 og þau ungast út á u.þ.b. 2 vikum. Eggjaskurnin er ljósblá, stundum yrjótt. Ungarnir verða fleygir á 10–20 dögum og sjálfstæðir 28-32 daga gamlir. Þeir ná kynþroska að ári liðnu. Talið er að stofnstærðin á Íslandi sé um 20.000–50.000 varppör | ||
[[Flokkur:Fuglar]] |
Núverandi breyting frá og með 11. júlí 2006 kl. 11:42
Sjófuglar |
---|
Vaðfuglar |
Mávar, kjóar, þernur |
Andfuglar |
Spörfuglar |
Annað |
Útdauðir fuglar |
Steindepill oenanthe oenanthe
Steindepillinn er af spörfuglaætt, hann er einnig farfugl. Þetta er tiltölulega lítill fugl, dálítið stóreygður, með oddhvasst og mjótt nef. Í sumarbúningi er karlfuglinn blágrár á haus, hnakka og baki, svartur frá nefi, aftur um augu og niður, á vængjum og aftast á stéli. Mógulur á bringu og kverk en fölari að neðanverðu. Rák ofan við augu er hvít. Á haustin er karlfuglinn allur gulbrúnni og líkari kvenfuglinum sem er hins vegar móbrúnn á haus, hnakka og baki, augnrák sést illa og vængirnir eru mósvartir. Kverk og bringa eru mó- eða fölgul, kviður ljósari. Bæði kyn eru með hvítan gump sem er mjög áberandi á flugi. Nef er grásvart eða svart og einnig fætur. Steindepillinn er 14,5-15,5 cm að lengd, tæp 30 grömm að þyngd og með 26–32 cm vænghaf.
Steindepillinn kann best við sig á bersvæði, helst grýttu, en líkar einnig vel við mannabyggð. Fæða hans er aðallega skordýr, en þó á hann til að sækja í ber eða fræ og jafnvel skeldýr. Hann verpir í lok maí og stendur varptíminn fram í júlí. Steindepillinn verpir í urðum, vörðum og grjótgörðum um allt land. Hreiðrið er vönduð strákarfa, fóðruð með ull eða fínum hárum. Fjöldi eggja er 4-8 og þau ungast út á u.þ.b. 2 vikum. Eggjaskurnin er ljósblá, stundum yrjótt. Ungarnir verða fleygir á 10–20 dögum og sjálfstæðir 28-32 daga gamlir. Þeir ná kynþroska að ári liðnu. Talið er að stofnstærðin á Íslandi sé um 20.000–50.000 varppör