„Fuglar“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
(lagaði texta)
 
(10 millibreytingar ekki sýndar frá 7 notendum)
Lína 1: Lína 1:
{{Fuglar}}
[[Mynd:Lundi.jpg|thumb|150px|left|Lundi.]]{{Fuglar}}
Óvíða á Íslandi er meira fuglalíf en í Vestmannaeyjum og setur fuglinn mjög mikinn svip á umhverfi og ásýnd eyjanna. Stöðugur kliður úr fuglabjörgunum lætur í eyrum eins og ljúfur og jafn tónn, sem aldrei þagnar. Nánast allar íslenskar tegundir fugla hafa haft einhver kynni af eyjunum. Sumar tegundir dveljast árið um kring og aðrar koma reglulega. Flækingsfuglar koma einnig við þegar vindar bera þá hingað. Mest ber á sjófuglum við Vestmannaeyjar en vað- og spörfuglum hefur fjölgað jafnt og þétt í gegnum árin, einkum þó á [[Heimaey]].


Fuglalíf í Vestmannaeyjum er mikið og fjölskrúðugt. Nánast allar íslenskar tegundir fugla hafa haft einhver kynni af eyjunum. Sumar tegundir dveljast allt árið um kring og aðrar koma reglulega. Flækingsfuglar koma einnig við þegar vindar bera þá hingað. Mest ber á sjófuglum við Vestmannaeyjar en vað- og spörfuglum hefur fjölgað jafnt og þétt í gegnum árin, einkum þó á [[Heimaey]].
[[Fuglaveiðar]] hafa frá upphafi byggðar í Vestmannaeyjum verið stundaðar til nytja, þó svo að mikilvægi þeirra hafi dvínað mikið hin síðari ár.
 
[[Fuglaveiðar]] hafa frá upphafi byggðar í Vestmannaeyjum verið stundaðar til nytja, þó svo að mikilvægi þeirra hafi dvínað mikið hin síðari ár. Þó er það ennþá stundað af miklum krafti, enda heilsusamleg íþrótt sem gefur góða afurð.


== Sjófuglar ==
== Sjófuglar ==
[[Mynd:Lundi.jpg|thumb|150px|right|Lundi.]]
[[Mynd:Sjofuglabyggd.JPG |thumb|150px|left|Kort sjófuglabyggð á Heimaey]]
Sjófuglar kjósa varpsvæði sín á sillum í sæbröttum hömrum eða bröttum grasbölum og eru Vestmannaeyjar því kjörið landssvæði til varps þeirra. Einnig er stutt í gjöful fiskimið til fæðuöflunar og vágestir eru fátíðari en á öðrum stöðum. Þeir sjófuglar sem verpa við Eyjar eru ýmist staðfuglar eða farfuglar. Algengustu sjófuglar við Vestmannaeyjar eru [[fýll]], [[súla]], [[langvía]], [[álka]] og [[lundi]]. Einnig eru [[skrofur]], [[stormsvölur|storm-]] og [[sæsvölur]], [[stuttnefjur]] og [[teista|teistur]]. Aðrar tegundir sjófugla koma sem farfuglar, fargestir eða vetrargestir.
Sjófuglar kjósa sér varpsvæði á syllum í sæbröttum hömrum eða bröttum grasbölum og eru Vestmannaeyjar því kjörið landsvæði til varps þeirra. Einnig er stutt í gjöful fiskimið til fæðuöflunar og vágestir eru fátíðari en á öðrum stöðum. Þeir sjófuglar sem verpa við Eyjar eru ýmist staðfuglar eða farfuglar. Algengustu sjófuglar við Vestmannaeyjar eru [[fýll]], [[súla]], [[langvía]], [[álka]] og [[lundi]]. Einnig eru [[skrofur]], [[stormsvölur|storm-]] og [[sæsvölur]], [[stuttnefjur]] og [[teista|teistur]]. Aðrar tegundir sjófugla koma sem farfuglar, fargestir eða vetrargestir.


== Vaðfuglar ==
== Vaðfuglar ==
Búsvæðaval vaðfugla fer eftir hvar þeir geta aflað sér fæðu og hvar ákjósanlegt varpland er til staðar. Vaðfuglar verpa helst í móum eða sandlendi. Mest áberandi tegundir eru [[tjaldur]], [[heiðlóa]], [[hrossagaukur]] og [[stelkur]]. [[Sandlóa]], [[sendlingur]] og [[tildra]] eru einnig en í minna mæli. Aðrar tegundir koma sem far- og vetrargestir eða sem flækingar.
 
[[Mynd:Kjorlendi mófugla 600.png|thumb|150px|left|Kjörlendi mófugla á Heimaey]]
Búsvæðaval vaðfugla fer eftir hvar þeir geta aflað sér fæðu og hvar ákjósanlegt varpland er að finna. Vaðfuglar verpa helst í móum eða sandlendi. Mest áberandi tegundir eru [[tjaldur]], [[heiðlóa]], [[hrossagaukur]] og [[stelkur]]. [[Sandlóa]], [[sendlingur]] og [[tildra]] eru einnig en í minna mæli. Aðrar tegundir koma sem far- og vetrargestir eða sem flækingar.


Ástæða þess að mófuglar eru ekki fleiri en þetta er helst skortur á mólendi sem og svæðum til fæðuöflunar. Hægt væri að fjölga mófuglum með því að takmarka röskun á bæði varplandi og þeim svæðum þar sem fæðuöflun á sér stað.
Ástæða þess að mófuglar eru ekki fleiri en þetta er helst skortur á mólendi sem og svæðum til fæðuöflunar. Hægt væri að fjölga mófuglum með því að takmarka röskun á bæði varplandi og þeim svæðum þar sem fæðuöflun á sér stað.
Lína 17: Lína 18:
Undanfarin þrjú sumur hefur [[grágæs]] vanið komu sína til Eyja til varps. Fuglinn er farfugl og verpir rétt norðan við vestasta hluta flugvallarins. Líklegt þykir að hún sé afkomandi aligæsa frá [[Brekkuhús]]i suður á eyju.
Undanfarin þrjú sumur hefur [[grágæs]] vanið komu sína til Eyja til varps. Fuglinn er farfugl og verpir rétt norðan við vestasta hluta flugvallarins. Líklegt þykir að hún sé afkomandi aligæsa frá [[Brekkuhús]]i suður á eyju.


Nokkuð er af [[æðarfugl]]i syðst á [[Heimaey]]. Fuglinn er staðfugl og verpir við fjörurnar. Ekki er um mörg pör að ræða en helst má sjá fuglinn svamla í [[Brimurð]] og í öðrum fjörum eftir að ungar eru komnir. Hafa má í huga að dúnninn er afar verðmætur og vænlegt varp getur gefið vel af sér. Ekki er þó ráðlegt að fara út í dúntekju þar sem hreiður eru enn fá. Þeim má þó fjölga með verndurnarráðstöfunum á varplandi og öðrum aðgerðum.
Nokkuð er af [[æðarfugl]]i syðst á [[Heimaey]]. Fuglinn er staðfugl og verpir við fjörurnar. Ekki er um mörg pör að ræða en helst má sjá fuglinn svamla í [[Brimurð]] og í öðrum fjörum eftir að ungar eru komnir. Hafa má í huga að dúnninn er afar verðmætur, og vænlegt varp getur gefið vel af sér. Ekki er þó ráðlegt að stunda dúntekju, þar sem hreiður eru enn fá. Þeim má þó fjölga með verndunarráðstöfunum á varplandi og öðrum aðgerðum.


[[Toppönd]], sem er vetrargestur hér, verpti í [[Hrauney]] fyrir nokkrum árum en kom ekki upp ungum.  
[[Toppönd]], sem er vetrargestur hér, verpti í [[Hrauney]] fyrir nokkrum árum en kom ekki upp ungum.  
Lína 24: Lína 25:


== Mávar, kjóar og þernur ==
== Mávar, kjóar og þernur ==
[[Kjói]] og [[skúmur]] koma til Eyja í ætisleit á varptíma mófugla. Einnig er talsvert af kjóa í [[Elliðaey]] þegar [[lundi]]nn fer að bera [[síli]]n í pysjuna og rænir hann þá lundann veiðinni. [[Kría]]n kemur til Eyja sem fargestur en árið 1950 fannst eitt hreiður en ungar komust ekki upp.
[[Kjói]] og [[skúmur]] leita til Eyja í ætisleit á varptíma mófugla. Einnig er talsvert af kjóa í [[Elliðaey]] þegar [[lundi]]nn fer að bera [[síli]] í pysjuna og rænir hann þá lundann veiðinni. [[Kría]]n kemur til Eyja sem fargestur. Árið 1950 fannst eitt hreiður en ungar komust ekki upp.


[[Mávar]] líkt og sjófuglarnir kjósa sér búsvæði við sjóinn nánast hvar sem hreiður tollir. Mávar hafa lagað sig sérstaklega vel að þeim umhverfisbreytingum sem maðurinn hefur valdið í gegn um tíðina. Þeir nýta sér hverskyns fæðuframboð sem finna má á opnum sorphaugum, við fiskvinnslustöðvar og annarstaðar þar sem lífrænn úrgangur
[[Mynd:Fugl_a_staur.jpg|thumb|left|500px|Fugl á staur við [[Þorlaugargerði]].]]
[[Mávar]] líkt og sjófuglarnir kjósa sér búsvæði við sjóinn nánast hvar sem hreiður tollir. Mávar hafa lagað sig sérstaklega vel að þeim umhverfisbreytingum sem maðurinn hefur valdið í gegn um tíðina. Þeir nýta sér hverskyns fæðuframboð sem finna má á opnum sorphaugum, við fiskvinnslustöðvar og annarsstaðar þar sem lífrænn úrgangur
fellur til.
fellur til.


== Dúfur ==
== Dúfur ==
[[Húsdúfa]]n hefur gert sig heimkomna í Vestmannaeyjabæ eins og í öðrum bæjarfélögum. Á 18. öld barst húsdúfan til Íslands með erlendum kaupmönnum og hefur um og eftir það borist til Eyja. Húsdúfan verpir í frekar hrjúft hreiður í holum í klettum við sjó eða inni á landi. Dúfunni fylgir nokkur óþrifnaður en hún hefur þó verið nokkuð vinsæl sem gæludýr enda ögunarfugl til að gæla við. Aðrar dúfutegundir hafa aðeins komið sem flækingar.
[[Húsdúfa]]n hefur gert sig heimkomna í Vestmannaeyjabæ eins og í öðrum bæjarfélögum. Á 18. öld barst húsdúfan til Íslands með erlendum kaupmönnum og hefur um og eftir það borist til Eyja. Húsdúfan verpir í frekar hrjúft hreiður í klettaholum við sjó eða inni á landi. Dúfunni fylgir nokkur óþrifnaður en hún hefur þó verið nokkuð vinsæl sem gæludýr enda ögunarfugl til að gæla við. Aðrar dúfutegundir hafa aðeins komið sem flækingar.
 
 


== Spörfuglar ==
== Spörfuglar ==
Á Íslandi verpa 9 tegundir spörfugla að staðaldri en aðrar 7 hafa verpt án þess að ílendast. Í Vesmannaeyjum verpa sex tegundir; [[þúfutittlingur]], [[maríuerla]], [[steindepill]], [[skógarþröstur]], [[hrafn]] og [[snjótittlingur]]. Ástæða þessa litla hlutfalls spörfugla er fyrst og fremst skortur á skógum sem leiðir til búsvæðaskorts og fábreytts fæðuframboðs en spörfuglar eru ýmist skordýra-, fræ- eða alætur.
Á Íslandi verpa 9 tegundir spörfugla að staðaldri en aðrar 7 hafa verpt án þess að ílendast. Í Vesmannaeyjum verpa sex tegundir; [[þúfutittlingur]], [[maríuerla]], [[steindepill]], [[skógarþröstur]], [[hrafn]] og [[snjótittlingur]]. Ástæða þessa litla hlutfalls spörfugla er fyrst og fremst skortur á skógum sem leiðir til búsvæðaskorts og fábreytts fæðuframboðs en spörfuglar eru ýmist skordýra-, fræ- eða alætur.


Engar nákvæmar tölur er til um fjölda spörfugla en mest áberandi eru snjótittlingur, hrafn, maríuerla, steindepill og þúfutittlingur. Ekki er þó um að ræða mikinn fjölda einstaklinga. Athuganir hafa verið gerðar á steindepli og voru 80 fuglar merktir á Heimaey sumarið 2001 og taldi athugandi það aðeins vera lít inn hluta af þeim fjölda sem er í
Engar nákvæmar tölur eru til um fjölda spörfugla en mest áberandi eru snjótittlingur, hrafn, maríuerla, steindepill og þúfutittlingur. Ekki er þó um að ræða mikinn fjölda einstaklinga. Athuganir hafa verið gerðar á steindepli og voru 80 fuglar merktir á Heimaey sumarið 2001 og taldi athugandi það aðeins vera lítinn hluta af þeim fjölda sem er í
Vestmannaeyjum. Um 2-3 skógarþrastapör hafa komið upp ungum í Eyjum undanfarin sumur. Kunnugt er að landsvala og bæjarsvala hafi reynt varp, án þess að koma upp ungum.
Vestmannaeyjum. Um 2-3 skógarþrastapör hafa komið upp ungum í Eyjum undanfarin sumur. Kunnugt er að landsvala og bæjarsvala hafi reynt varp, án þess að koma upp ungum.
=== Svartfuglar ===
* [[Haftyrðill]] - ''Alle alle''
=== Vaðfuglar ===
* [[Spói]] - ''Numenius phaeopus''
=== Ránfuglar ===
* [[Haförn]] - ''Haliaeetus albicilla''
* [[Fálki]] - ''Falco rusticolus''
* [[Smyrill]] - ''Falco columbarius''
=== Skarfar ===
* [[Dílaskarfur]] - ''Phalacrocorax carbo''
* [[Toppskarfur]] - ''Phalacrocorax aristotelis''
=== Mávar ===
* [[Hettumáfur]]
* [[Stormmáfur]] - ''Larus canus''
* [[Bjartmáfur]] - ''Larus glaucoides''
=== Ýmsir fuglar ===
* [[Bjargdúfa]] - ''Columbia livia''
* [[Stari]] - ''Sturnus vulgaris''
* [[Stokkönd]] - ''Anas platyrhynchos''
* [[Straumönd]] - ''Histrionicus histrionicus''
* [[Hávella]] - ''Clangula hyemalis''
* [[Himbrimi]] - ''Gavia immer''
* [[Lómur]] - ''Gavia stellata''
* [[Álft]] - ''Cygnus cygnus''
* [[Músarindill]] - ''Troglodytes troglodytes''


{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2012
*Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2012
}}
* saeheimar.is - Fuglar}}


[[Flokkur:Náttúra]]
[[Flokkur:Fuglar]]

Núverandi breyting frá og með 7. maí 2024 kl. 21:40

Lundi.
Fuglar
Sjófuglar
Vaðfuglar
Mávar, kjóar, þernur
Andfuglar
Spörfuglar
Annað
Útdauðir fuglar

Óvíða á Íslandi er meira fuglalíf en í Vestmannaeyjum og setur fuglinn mjög mikinn svip á umhverfi og ásýnd eyjanna. Stöðugur kliður úr fuglabjörgunum lætur í eyrum eins og ljúfur og jafn tónn, sem aldrei þagnar. Nánast allar íslenskar tegundir fugla hafa haft einhver kynni af eyjunum. Sumar tegundir dveljast árið um kring og aðrar koma reglulega. Flækingsfuglar koma einnig við þegar vindar bera þá hingað. Mest ber á sjófuglum við Vestmannaeyjar en vað- og spörfuglum hefur fjölgað jafnt og þétt í gegnum árin, einkum þó á Heimaey.

Fuglaveiðar hafa frá upphafi byggðar í Vestmannaeyjum verið stundaðar til nytja, þó svo að mikilvægi þeirra hafi dvínað mikið hin síðari ár.

Sjófuglar

Kort sjófuglabyggð á Heimaey

Sjófuglar kjósa sér varpsvæði á syllum í sæbröttum hömrum eða bröttum grasbölum og eru Vestmannaeyjar því kjörið landsvæði til varps þeirra. Einnig er stutt í gjöful fiskimið til fæðuöflunar og vágestir eru fátíðari en á öðrum stöðum. Þeir sjófuglar sem verpa við Eyjar eru ýmist staðfuglar eða farfuglar. Algengustu sjófuglar við Vestmannaeyjar eru fýll, súla, langvía, álka og lundi. Einnig eru skrofur, storm- og sæsvölur, stuttnefjur og teistur. Aðrar tegundir sjófugla koma sem farfuglar, fargestir eða vetrargestir.

Vaðfuglar

Mynd:Kjorlendi mófugla 600.png
Kjörlendi mófugla á Heimaey

Búsvæðaval vaðfugla fer eftir hvar þeir geta aflað sér fæðu og hvar ákjósanlegt varpland er að finna. Vaðfuglar verpa helst í móum eða sandlendi. Mest áberandi tegundir eru tjaldur, heiðlóa, hrossagaukur og stelkur. Sandlóa, sendlingur og tildra eru einnig en í minna mæli. Aðrar tegundir koma sem far- og vetrargestir eða sem flækingar.

Ástæða þess að mófuglar eru ekki fleiri en þetta er helst skortur á mólendi sem og svæðum til fæðuöflunar. Hægt væri að fjölga mófuglum með því að takmarka röskun á bæði varplandi og þeim svæðum þar sem fæðuöflun á sér stað.

Andfuglar

Undanfarin þrjú sumur hefur grágæs vanið komu sína til Eyja til varps. Fuglinn er farfugl og verpir rétt norðan við vestasta hluta flugvallarins. Líklegt þykir að hún sé afkomandi aligæsa frá Brekkuhúsi suður á eyju.

Nokkuð er af æðarfugli syðst á Heimaey. Fuglinn er staðfugl og verpir við fjörurnar. Ekki er um mörg pör að ræða en helst má sjá fuglinn svamla í Brimurð og í öðrum fjörum eftir að ungar eru komnir. Hafa má í huga að dúnninn er afar verðmætur, og vænlegt varp getur gefið vel af sér. Ekki er þó ráðlegt að stunda dúntekju, þar sem hreiður eru enn fá. Þeim má þó fjölga með verndunarráðstöfunum á varplandi og öðrum aðgerðum.

Toppönd, sem er vetrargestur hér, verpti í Hrauney fyrir nokkrum árum en kom ekki upp ungum.

Aðrir andfuglar koma sem far- og vetrargestir eða flækingar.

Mávar, kjóar og þernur

Kjói og skúmur leita til Eyja í ætisleit á varptíma mófugla. Einnig er talsvert af kjóa í Elliðaey þegar lundinn fer að bera síli í pysjuna og rænir hann þá lundann veiðinni. Krían kemur til Eyja sem fargestur. Árið 1950 fannst eitt hreiður en ungar komust ekki upp.

Fugl á staur við Þorlaugargerði.

Mávar líkt og sjófuglarnir kjósa sér búsvæði við sjóinn nánast hvar sem hreiður tollir. Mávar hafa lagað sig sérstaklega vel að þeim umhverfisbreytingum sem maðurinn hefur valdið í gegn um tíðina. Þeir nýta sér hverskyns fæðuframboð sem finna má á opnum sorphaugum, við fiskvinnslustöðvar og annarsstaðar þar sem lífrænn úrgangur fellur til.

Dúfur

Húsdúfan hefur gert sig heimkomna í Vestmannaeyjabæ eins og í öðrum bæjarfélögum. Á 18. öld barst húsdúfan til Íslands með erlendum kaupmönnum og hefur um og eftir það borist til Eyja. Húsdúfan verpir í frekar hrjúft hreiður í klettaholum við sjó eða inni á landi. Dúfunni fylgir nokkur óþrifnaður en hún hefur þó verið nokkuð vinsæl sem gæludýr enda ögunarfugl til að gæla við. Aðrar dúfutegundir hafa aðeins komið sem flækingar.


Spörfuglar

Á Íslandi verpa 9 tegundir spörfugla að staðaldri en aðrar 7 hafa verpt án þess að ílendast. Í Vesmannaeyjum verpa sex tegundir; þúfutittlingur, maríuerla, steindepill, skógarþröstur, hrafn og snjótittlingur. Ástæða þessa litla hlutfalls spörfugla er fyrst og fremst skortur á skógum sem leiðir til búsvæðaskorts og fábreytts fæðuframboðs en spörfuglar eru ýmist skordýra-, fræ- eða alætur.

Engar nákvæmar tölur eru til um fjölda spörfugla en mest áberandi eru snjótittlingur, hrafn, maríuerla, steindepill og þúfutittlingur. Ekki er þó um að ræða mikinn fjölda einstaklinga. Athuganir hafa verið gerðar á steindepli og voru 80 fuglar merktir á Heimaey sumarið 2001 og taldi athugandi það aðeins vera lítinn hluta af þeim fjölda sem er í Vestmannaeyjum. Um 2-3 skógarþrastapör hafa komið upp ungum í Eyjum undanfarin sumur. Kunnugt er að landsvala og bæjarsvala hafi reynt varp, án þess að koma upp ungum.

Svartfuglar

Vaðfuglar

  • Spói - Numenius phaeopus

Ránfuglar

Skarfar

Mávar


Ýmsir fuglar




Heimildir

  • Aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2012
  • saeheimar.is - Fuglar