„Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Þurfalingsslysið“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(8 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 2: | Lína 2: | ||
<big><big><center>Þurfalingsslysið.</center></big></big> | <big><big><center>Þurfalingsslysið.</center></big></big> | ||
<br> | <br> | ||
Eitt með sviplegustu slysum, sem orðið hefur í Vestmannaeyjum, bar að höndum, þegar tíæringurinn [[Þurfalingur, áraskip|Þurfalingur]] hvolfdi á [[Hnykill|Hnyklinum]] 5. marz 1834. Drukknuðu þar þrettán menn af skipshöfninni, en fjórum varð bjargað með óvenjulegu snarræði. Þennan dag höfðu flest skip í Vestmannaeyjum verið á sjó í sæmilegu sjóveðri, en brim hafði verið svo mikið, að [[Leið]]in mátti heita ófær, þegar þau komu að. Biðu mörg skip lags fyrir utan Leiðina, eins og venja var, þegar svo stóð á. Lágsjávað hafði verið og var Leiðin þá miklu aðgæzluverðari og lengra milli laga.<br> Þurfalingur lagði fyrstur á Leiðina og heppnaðist honum vel Leiðarróðurinn. En þegar hann kom inn á móts við Hnykilinn, sem var sandgrynning skammt undan [[Nausthamar|Nausthamri]], fékk skipið svo mikinn brotsjó, að því hvolfdi samstundis. Í bréfi til Kriegers, stiftamtmanns, sem skrifað var nokkrum dögum eftir að slysið varð, segir [[Johan Nikolai Abel|Abel sýslumaður]], að skipið hafi ekki verið meira en 16—20 faðma frá venjulegri lendingu, þegar þetta bar að, og hafi slysið því verið miklu sorglegra. Talið var að skipið mundi hafa tekið niðri á Hnyklinum og því stafnstungist. [[Jón Gíslason | Eitt með sviplegustu slysum, sem orðið hefur í Vestmannaeyjum, bar að höndum, þegar tíæringurinn [[Þurfalingur, áraskip|Þurfalingur]] hvolfdi á [[Hnykill|Hnyklinum]] 5. marz 1834. Drukknuðu þar þrettán menn af skipshöfninni, en fjórum varð bjargað með óvenjulegu snarræði. Þennan dag höfðu flest skip í Vestmannaeyjum verið á sjó í sæmilegu sjóveðri, en brim hafði verið svo mikið, að [[Leið]]in mátti heita ófær, þegar þau komu að. Biðu mörg skip lags fyrir utan Leiðina, eins og venja var, þegar svo stóð á. Lágsjávað hafði verið og var Leiðin þá miklu aðgæzluverðari og lengra milli laga.<br> Þurfalingur lagði fyrstur á Leiðina og heppnaðist honum vel Leiðarróðurinn. En þegar hann kom inn á móts við Hnykilinn, sem var sandgrynning skammt undan [[Nausthamar|Nausthamri]], fékk skipið svo mikinn brotsjó, að því hvolfdi samstundis. Í bréfi til Kriegers, stiftamtmanns, sem skrifað var nokkrum dögum eftir að slysið varð, segir [[Johan Nikolai Abel|Abel sýslumaður]], að skipið hafi ekki verið meira en 16—20 faðma frá venjulegri lendingu, þegar þetta bar að, og hafi slysið því verið miklu sorglegra. Talið var að skipið mundi hafa tekið niðri á Hnyklinum og því stafnstungist. [[Jón Gíslason (Stakkagerði)|Jón Gíslason]] bóndi í [[Stakkagerði]], sem um þessar mundir var með færustu formönnum í Eyjum, var næstur Leiðinni á skipi sínu. Einhver háseta hans hafði hvatt hann til þess að reyna björgun og nota fyrsta lagið, sem kom eftir að Þurfaling hvolfdi. Hann hafði svarað því til, að hann mundi ekki nota dauðalagið, og fór hvergi, og ekkert þeirra skipa, sem biðu lags, enda var svo brimmikið að líkindi eru til, að ekki hefði farið betur fyrir þeim en Þurfaling. Lágu þau það, sem eftir var dags, fyrir utan Leiðina, en fóru inn með flóðinu um kvöldið.<br> | ||
Þurfalingur þótti með beztu skipum í Eyjum og mjög vandaður að allri gerð. Um hann segir [[Sigurður Breiðfjörð]] í formannavísum vertíðina 1827: | Þurfalingur þótti með beztu skipum í Eyjum og mjög vandaður að allri gerð. Um hann segir [[Sigurður Breiðfjörð]] í formannavísum vertíðina 1827: | ||
::::Tel ég óringan teinæring,<br> | ::::Tel ég óringan teinæring,<br> | ||
Lína 10: | Lína 10: | ||
Þessir menn drukknuðu á Þurfaling: <br> | Þessir menn drukknuðu á Þurfaling: <br> | ||
1. Formaðurinn, [[Jónas Einarsson Vestmann]], (f. í Reykjavík 20. október 1797), snikkari og bóndi á [[Vesturhús]]um. Var hann óskilgetinn sonur Einars | 1. Formaðurinn, [[Jónas Einarsson Vestmann]], (f. í Reykjavík 20. október 1797), snikkari og bóndi á [[Vesturhús]]um. Var hann óskilgetinn sonur Einars Þorvaldssonar¹) skósmiðs í Reykjavík og [[Þuríður Högnadóttir (Kornhól)|Þuríðar Högnadóttur]] húskonu í Hólakoti þar. <br> | ||
Jónas var alinn upp hjá [[Bjarni Björnsson | Jónas var alinn upp hjá [[Bjarni Björnsson (Miðhúsum)|Bjarna Björnssyni]] snikkara og bónda á [[Miðhús]]um í Vestmannaeyjum, og lærði hann trésmíði hjá honum. Bjarni (f. 1754) dó 27. nóvember 1827, og tók Jónas þá við búi á Miðhúsum, ásamt þremur fóstursystrum sínum, [[Þuríður Bjarnadóttir (Miðhúsum)|Þuríði]], [[Hólmfríður Bjarnadóttir (Miðhúsum)|Hólmfríði]] og [[Elín Bjarnadóttir (Miðhúsum)|Elínu]] dætrum Bjarna. Árið eftir reisti hann bú á Vesturhúsum og kvæntist þá [[Ingibjörg Jakobsdóttir (Ofanleiti)|Ingibjörgu Jakobsdóttur]] frá Kaupangi í Eyjafirði, ekkju séra [[Snæbjörn Björnsson| Snæbjarnar Björnssonar Benediktsen]], (d. 1827), prests á [[Ofanleiti]] í Vestmannaeyjum. <br> | ||
Jónas hafði fullnumað sig í trésmíði í Kaupmannahöfn, og þá hafði hann lært þar sund. Fannst lík hans í [[Langa|Stóru-Löngu]], og var blóðpollur hjá því. Var haldið að straumur hefði borið hann þangað, eða hann villzt og ofgert sér, að synda norður yfir höfnina í öllum sjóklæðum, enda er það alllangt sund. <br> | Jónas hafði fullnumað sig í trésmíði í Kaupmannahöfn, og þá hafði hann lært þar sund. Fannst lík hans í [[Langa|Stóru-Löngu]], og var blóðpollur hjá því. Var haldið að straumur hefði borið hann þangað, eða hann villzt og ofgert sér, að synda norður yfir höfnina í öllum sjóklæðum, enda er það alllangt sund. <br> | ||
2. [[Lárus Jónsson Austmann]] á Ofanleiti, 16 ára gamall piltur, sonur séra [[Jón Austmann|Jóns Austmann]].<br> | 2. [[Lárus Jónsson Austmann]] á Ofanleiti, 16 ára gamall piltur, sonur séra [[Jón Austmann|Jóns Austmann]].<br> | ||
3. [[Jón Helgason | 3. [[Jón Helgason (Dölum)|Jón Helgason]] bóndi í [[Dalir|Dölum]], maður um sextugt.<br> | ||
4. [[Guðmundur Jónsson | 4. [[Guðmundur Jónsson (Dölum)|Guðmundur]], sonur Jóns í Dölum, 21 árs. <br> | ||
5. [[Guðmundur Þorláksson | 5. [[Guðmundur Þorláksson (Vesturhúsum)|Guðmundur Þorláksson]] bóndi í [[Ólafshús]]um, 72 ára.<br> | ||
6. [[Jón Árnason | 6. [[Jón Árnason (Ömpuhjalli)|Jón Árnason]]²) tómthúsmaður í [[Ömpuhjallur|Ömpuhjalli]], 45 ára. <br> | ||
7. [[Magnús Guðlaugsson]] meðhjálpari í [[Nýibær|Nýjabæ]], 40 ára, faðir [[Kristján Magnússon|Kristjáns]] verzlunarstjóra í [[Godthaabverzlun|Godthaab]]. <br> | 7. [[Magnús Guðlaugsson]] meðhjálpari í [[Nýibær|Nýjabæ]], 40 ára, faðir [[Kristján Magnússon|Kristjáns]] verzlunarstjóra í [[Godthaabverzlun|Godthaab]]. <br> | ||
8. [[Jón Þorkelsson | 8. [[Jón Þorkelsson (Svaðkoti)|Jón Þorkelsson]] bóndi í [[Svaðkot]]i, 39 ára.<br> | ||
9. [[Magnús Gíslason | 9. [[Magnús Gíslason (Gvendarhúsi)|Magnús Gíslason]] bóndi í [[Gvendarhús]]i, 42 ára, <br> | ||
10. [[Magnús Vigfússon sterki|Magnús Vigfússon]], haustmaður á [[Gjábakki|Gjábakka]], 40 ára. <br> | 10. [[Magnús Vigfússon sterki|Magnús Vigfússon]], haustmaður á [[Gjábakki|Gjábakka]], 40 ára. <br> | ||
11. [[Jón Oddsson | 11. [[Jón Oddsson (Þorlaugargerði)|Jón Oddsson]] bóndi í [[Þorlaugargerði]], 42 ára. <br> | ||
12. [[Þorsteinn Guðmundsson | 12. [[Þorsteinn Guðmundsson (Vilborgarstöðum)|Þorsteinn Guðmundsson]] bóndi á [[Vilborgarstaðir|Vilborgarstöðum]], 30 ára³). <br> | ||
13. [[Páll Þorsteinsson | 13. [[Páll Þorsteinsson (Vilborgarstöðum)|Páll Þorsteinsson]] vinnumaður á Vilborgarstöðum, föðurbróðir [[Þorsteinn Jónsson (héraðslæknir)|Þorsteins læknis]] í Vestmannaeyjum um langt skeið. <br> | ||
Í áðurnefndu bréfi til Kriegers stiftamtmanns segir Abel sýslumaður, að meðal þeirra, sem drukknuðu, hafi verið átta beztu og efnuðustu bændur Eyjanna, og telur hann manntjónið þeim mun tilfinnanlegra. Létu þessir menn eftir sig níu ekkjur og tíu börn. <br> | Í áðurnefndu bréfi til Kriegers stiftamtmanns segir Abel sýslumaður, að meðal þeirra, sem drukknuðu, hafi verið átta beztu og efnuðustu bændur Eyjanna, og telur hann manntjónið þeim mun tilfinnanlegra. Létu þessir menn eftir sig níu ekkjur og tíu börn. <br> | ||
Þessir menn komust lífs af: <br> | Þessir menn komust lífs af: <br> | ||
1. [[Guðmundur Þorbjörnsson | 1. [[Guðmundur Þorbjörnsson (Kirkjubæ)|Guðmundur Þorbjörnsson]] bóndi á [[Kirkjubær|Kirkjubæ]]. <br> | ||
2. [[Ásmundur Ásmundsson | 2. [[Ásmundur Ásmundsson (Miðhúsum)|Ásmundur Ásmundsson]] vinnumaður á Miðhúsum, sem hrapaði í [[Elliðaey]] um 1850. <br> | ||
3. Guðmundur, afi Kristínar sál. í Kró. <br> | 3. Guðmundur, afi Kristínar sál. í Kró. <br> | ||
4. Eiríkur. Hann fór síðar til Ameríku.<br> | 4. Eiríkur. Hann fór síðar til Ameríku.<br> | ||
Var þeim bjargað með þeim hætti, að [[Ólafur Guðmundsson | Var þeim bjargað með þeim hætti, að [[Ólafur Guðmundsson (Kirkjubæ)|Ólafur Guðmundsson]] bóndi á Kirkjubæ fór vaðbundinn út í [[Brúnkolla|Brúnkollu]], sem var sker norður af [[Nausthamar|Nausthamri]], og náði í mennina, þar sem þeir veltust í briminu. Ólafur var dugnaðar maður og þjóðhagasmiður. Síðari kona hans var [[Guðrún Pálsdóttir yngri (Kirkjubæ)|Guðrún Pálsdóttir yngri]], dóttir [[Páll Jónsson|Páls skálda]], og skildu þau samvistir. Ólafur dó 14. júlí 1869, sjötugur að aldri, og var hann þá orðinn örvasa. <br> | ||
Það mun hafa verið í almæli, að slys þetta hafi orðið vegna þess, að ekki hafi verið gætt nægrar varúðar, og hafi Jónas lagt á Leiðina meira af kappi en forsjá. Í erfiljóðum eftir Magnús Guðlaugsson meðhjálpara í Nýjabæ kemst séra Páll Jónsson svo að orði í 2. erindi:<br> | Það mun hafa verið í almæli, að slys þetta hafi orðið vegna þess, að ekki hafi verið gætt nægrar varúðar, og hafi Jónas lagt á Leiðina meira af kappi en forsjá. Í erfiljóðum eftir Magnús Guðlaugsson meðhjálpara í Nýjabæ kemst séra Páll Jónsson svo að orði í 2. erindi:<br> | ||
Lína 41: | Lína 41: | ||
::::með öldu frægum jór.<br> | ::::með öldu frægum jór.<br> | ||
Fyrsti formaður með Þurfaling var [[Magnús Ólafsson Bergmann]], bróðir Björns Olsens á Þingeyrum. Árið 1812 varð hann verzlunarstjóri í [[Garðurinn|Garðinum]] hjá [[Westy Petreus|Westy Petræusi]], eftir [[Grímur Pálsson | Fyrsti formaður með Þurfaling var [[Magnús Ólafsson Bergmann]], bróðir Björns Olsens á Þingeyrum. Árið 1812 varð hann verzlunarstjóri í [[Garðurinn|Garðinum]] hjá [[Westy Petreus|Westy Petræusi]], eftir [[Grímur Pálsson (Kornhól)|Grím Pálsson]] [[Páll Magnússon|Magnússonar]] prests á Ofanleiti. En árið 1821 er Magnús orðinn bóndi á [[Gjábakki|Gjábakka]], og þá er hann lögsagnari Vigfúsar Thorarensen sýslumanns í Rangárvallasýslu, sem þá hafði einnig sýslu á Vestmannaeyjum. Þá vertíð var Magnús formaður í Eyjum, sennilega með Þurfaling. Um hann eru þessar vísur í formannatali [[Jón Jónsson skáldi eða Torfabróðir|Jón skálda Jónssonar]].<br> | ||
::::Magnús Bergmann mastra vagn <br> | ::::Magnús Bergmann mastra vagn <br> | ||
Lína 58: | Lína 58: | ||
::::brjóstum undan freyðir. | ::::brjóstum undan freyðir. | ||
Vertíðina 1827 var [[Guðmundur Kortsson]] með Þurfaling, að því er segir í formannavísum Sigurðar Breiðfjörð:<br> | Vertíðina 1827 var [[Guðmundur Kortsson (Vilborgarstöðum)|Guðmundur Kortsson]] með Þurfaling, að því er segir í formannavísum Sigurðar Breiðfjörð:<br> | ||
::::Þennan kundur Korts á sund<br> | ::::Þennan kundur Korts á sund<br> | ||
::::knör Guðmundur setur,<br> | ::::knör Guðmundur setur,<br> | ||
Lína 64: | Lína 64: | ||
::::mestan fundið getur.<br> | ::::mestan fundið getur.<br> | ||
Þurfalingur stóð í gamla [[ | Þurfalingur stóð í gamla [[Gideon|Gideonshrófinu]] í [[Skipasandur|Skipasandi]].<br> | ||
Nokkru áður og um það leyti, sem Þurfalingsslysið varð, komu atburðir fyrir, sem menn þóttust sjá eftir á, að hefðu verið fyrirboðar um slysið. <br> | Nokkru áður og um það leyti, sem Þurfalingsslysið varð, komu atburðir fyrir, sem menn þóttust sjá eftir á, að hefðu verið fyrirboðar um slysið. <br> | ||
Stuttu fyrir jólin næstu áður en slysið vildi til, var [[Einar Torfason vinnumaður|Einar Torfason]] vinnumaður séra [[Jón Austmann|Jóns Austmanns]] á [[Ofanleiti]] á leið niður í [[Sandur|Sand]]. Þegar hann kom að [[Landakirkja|Landakirkju]], mætti hann hópi manna, og fóru þeir allir upp að kirkjunni að norðanverðu. Meðal mannanna þekkti hann Jónas Vestmann, formanninn á Þurfaling. Sér Einar að allir hinir mennirnir ráðast að Jónasi, og er hann þar í nauðum staddur. Hélt Einar að mennirnir væru drukknir, svo að hann sniðgengur þá, og heldur áfram leið sína niður að búðum. Þegar hann kemur þangað sér hann Jónas fyrstan manna, og taldi hann þá, að sér hefði missýnzt, eða um einhverja sýn hefði verið að ræða. <br> | Stuttu fyrir jólin næstu áður en slysið vildi til, var [[Einar Torfason vinnumaður|Einar Torfason]] vinnumaður séra [[Jón Austmann|Jóns Austmanns]] á [[Ofanleiti]] á leið niður í [[Sandur|Sand]]. Þegar hann kom að [[Landakirkja|Landakirkju]], mætti hann hópi manna, og fóru þeir allir upp að kirkjunni að norðanverðu. Meðal mannanna þekkti hann Jónas Vestmann, formanninn á Þurfaling. Sér Einar að allir hinir mennirnir ráðast að Jónasi, og er hann þar í nauðum staddur. Hélt Einar að mennirnir væru drukknir, svo að hann sniðgengur þá, og heldur áfram leið sína niður að búðum. Þegar hann kemur þangað sér hann Jónas fyrstan manna, og taldi hann þá, að sér hefði missýnzt, eða um einhverja sýn hefði verið að ræða. <br> | ||
Kvöldið, sem Þurfalingur fórst, sat séra Jón Austmann í stofu. Heyrist honum þá barið hægt að dyrum, en enginn gengur inn, er hann býður þeim að ganga í stofu, sem knýi hurðina. Innan stundar er barið aftur og þá miklu fastar en í hið fyrra sinn. Lýkur séra Jón þá upp hurðinni, og sér marga menn skinnklædda standa í göngunum. Ekki sá hann hverjir þeir voru, því að dimmt var í göngunum. Býður hann þeim að ganga til baðstofu, og segist muni koma þangað sjálfur að vörmu spori. Þegar prestur kom þangað, var þar enginn maður, og hafði heimilisfólkið engan mann séð. Var síðan gengið í kringum allan staðinn, en ekki urðu menn varir við neina mannaferð. Skömmu síðar komu fregnir um Þurfalingsslysið, og drukknan Lárusar, sonar séra Jóns.<br> | Kvöldið, sem Þurfalingur fórst, sat séra Jón Austmann í stofu. Heyrist honum þá barið hægt að dyrum, en enginn gengur inn, er hann býður þeim að ganga í stofu, sem knýi hurðina. Innan stundar er barið aftur og þá miklu fastar en í hið fyrra sinn. Lýkur séra Jón þá upp hurðinni, og sér marga menn skinnklædda standa í göngunum. Ekki sá hann hverjir þeir voru, því að dimmt var í göngunum. Býður hann þeim að ganga til baðstofu, og segist muni koma þangað sjálfur að vörmu spori. Þegar prestur kom þangað, var þar enginn maður, og hafði heimilisfólkið engan mann séð. Var síðan gengið í kringum allan staðinn, en ekki urðu menn varir við neina mannaferð. Skömmu síðar komu fregnir um Þurfalingsslysið, og drukknan Lárusar, sonar séra Jóns.<br> | ||
<small>(Almenn sögn og samtíma heimildir. Sjá Íslenzkar þjóðsögur og sagnir eftir Sigfús Sigfússon III, 32—35)</small> | <small>(Almenn sögn og samtíma heimildir. Sjá Íslenzkar þjóðsögur og sagnir eftir Sigfús Sigfússon III, 32—35)</small><br> | ||
¹) Leiðr.: Einar var Þorvarðarson samkv. mt 1801. (Heimaslóð).<br> | |||
²) Leiðr.: [[Jón Arnesson (Ömpuhjalli)|Jón Arnesson]]. (Heimaslóð).<br> | |||
³) Leiðr.: Þorsteinn var 58 ára samkv. pr.þj.bók. (Heimaslóð). | |||
{{Sögur og sagnir}} | {{Sögur og sagnir}} |
Núverandi breyting frá og með 4. febrúar 2015 kl. 20:21
Eitt með sviplegustu slysum, sem orðið hefur í Vestmannaeyjum, bar að höndum, þegar tíæringurinn Þurfalingur hvolfdi á Hnyklinum 5. marz 1834. Drukknuðu þar þrettán menn af skipshöfninni, en fjórum varð bjargað með óvenjulegu snarræði. Þennan dag höfðu flest skip í Vestmannaeyjum verið á sjó í sæmilegu sjóveðri, en brim hafði verið svo mikið, að Leiðin mátti heita ófær, þegar þau komu að. Biðu mörg skip lags fyrir utan Leiðina, eins og venja var, þegar svo stóð á. Lágsjávað hafði verið og var Leiðin þá miklu aðgæzluverðari og lengra milli laga.
Þurfalingur lagði fyrstur á Leiðina og heppnaðist honum vel Leiðarróðurinn. En þegar hann kom inn á móts við Hnykilinn, sem var sandgrynning skammt undan Nausthamri, fékk skipið svo mikinn brotsjó, að því hvolfdi samstundis. Í bréfi til Kriegers, stiftamtmanns, sem skrifað var nokkrum dögum eftir að slysið varð, segir Abel sýslumaður, að skipið hafi ekki verið meira en 16—20 faðma frá venjulegri lendingu, þegar þetta bar að, og hafi slysið því verið miklu sorglegra. Talið var að skipið mundi hafa tekið niðri á Hnyklinum og því stafnstungist. Jón Gíslason bóndi í Stakkagerði, sem um þessar mundir var með færustu formönnum í Eyjum, var næstur Leiðinni á skipi sínu. Einhver háseta hans hafði hvatt hann til þess að reyna björgun og nota fyrsta lagið, sem kom eftir að Þurfaling hvolfdi. Hann hafði svarað því til, að hann mundi ekki nota dauðalagið, og fór hvergi, og ekkert þeirra skipa, sem biðu lags, enda var svo brimmikið að líkindi eru til, að ekki hefði farið betur fyrir þeim en Þurfaling. Lágu þau það, sem eftir var dags, fyrir utan Leiðina, en fóru inn með flóðinu um kvöldið.
Þurfalingur þótti með beztu skipum í Eyjum og mjög vandaður að allri gerð. Um hann segir Sigurður Breiðfjörð í formannavísum vertíðina 1827:
- Tel ég óringan teinæring,
- trúi slingar sveitir,
- flóðs á bingum þykir þing,
- Þurfalingur heitir.
- Tel ég óringan teinæring,
Þessir menn drukknuðu á Þurfaling:
1. Formaðurinn, Jónas Einarsson Vestmann, (f. í Reykjavík 20. október 1797), snikkari og bóndi á Vesturhúsum. Var hann óskilgetinn sonur Einars Þorvaldssonar¹) skósmiðs í Reykjavík og Þuríðar Högnadóttur húskonu í Hólakoti þar.
Jónas var alinn upp hjá Bjarna Björnssyni snikkara og bónda á Miðhúsum í Vestmannaeyjum, og lærði hann trésmíði hjá honum. Bjarni (f. 1754) dó 27. nóvember 1827, og tók Jónas þá við búi á Miðhúsum, ásamt þremur fóstursystrum sínum, Þuríði, Hólmfríði og Elínu dætrum Bjarna. Árið eftir reisti hann bú á Vesturhúsum og kvæntist þá Ingibjörgu Jakobsdóttur frá Kaupangi í Eyjafirði, ekkju séra Snæbjarnar Björnssonar Benediktsen, (d. 1827), prests á Ofanleiti í Vestmannaeyjum.
Jónas hafði fullnumað sig í trésmíði í Kaupmannahöfn, og þá hafði hann lært þar sund. Fannst lík hans í Stóru-Löngu, og var blóðpollur hjá því. Var haldið að straumur hefði borið hann þangað, eða hann villzt og ofgert sér, að synda norður yfir höfnina í öllum sjóklæðum, enda er það alllangt sund.
2. Lárus Jónsson Austmann á Ofanleiti, 16 ára gamall piltur, sonur séra Jóns Austmann.
3. Jón Helgason bóndi í Dölum, maður um sextugt.
4. Guðmundur, sonur Jóns í Dölum, 21 árs.
5. Guðmundur Þorláksson bóndi í Ólafshúsum, 72 ára.
6. Jón Árnason²) tómthúsmaður í Ömpuhjalli, 45 ára.
7. Magnús Guðlaugsson meðhjálpari í Nýjabæ, 40 ára, faðir Kristjáns verzlunarstjóra í Godthaab.
8. Jón Þorkelsson bóndi í Svaðkoti, 39 ára.
9. Magnús Gíslason bóndi í Gvendarhúsi, 42 ára,
10. Magnús Vigfússon, haustmaður á Gjábakka, 40 ára.
11. Jón Oddsson bóndi í Þorlaugargerði, 42 ára.
12. Þorsteinn Guðmundsson bóndi á Vilborgarstöðum, 30 ára³).
13. Páll Þorsteinsson vinnumaður á Vilborgarstöðum, föðurbróðir Þorsteins læknis í Vestmannaeyjum um langt skeið.
Í áðurnefndu bréfi til Kriegers stiftamtmanns segir Abel sýslumaður, að meðal þeirra, sem drukknuðu, hafi verið átta beztu og efnuðustu bændur Eyjanna, og telur hann manntjónið þeim mun tilfinnanlegra. Létu þessir menn eftir sig níu ekkjur og tíu börn.
Þessir menn komust lífs af:
1. Guðmundur Þorbjörnsson bóndi á Kirkjubæ.
2. Ásmundur Ásmundsson vinnumaður á Miðhúsum, sem hrapaði í Elliðaey um 1850.
3. Guðmundur, afi Kristínar sál. í Kró.
4. Eiríkur. Hann fór síðar til Ameríku.
Var þeim bjargað með þeim hætti, að Ólafur Guðmundsson bóndi á Kirkjubæ fór vaðbundinn út í Brúnkollu, sem var sker norður af Nausthamri, og náði í mennina, þar sem þeir veltust í briminu. Ólafur var dugnaðar maður og þjóðhagasmiður. Síðari kona hans var Guðrún Pálsdóttir yngri, dóttir Páls skálda, og skildu þau samvistir. Ólafur dó 14. júlí 1869, sjötugur að aldri, og var hann þá orðinn örvasa.
Það mun hafa verið í almæli, að slys þetta hafi orðið vegna þess, að ekki hafi verið gætt nægrar varúðar, og hafi Jónas lagt á Leiðina meira af kappi en forsjá. Í erfiljóðum eftir Magnús Guðlaugsson meðhjálpara í Nýjabæ kemst séra Páll Jónsson svo að orði í 2. erindi:
- Flas mikið fór í garð,
- firna varð espur sjór,
- mannskaði megn af varð,
- mikill harmur og stór,
- þegar þrettán í einu fórust
- með öldu frægum jór.
- Flas mikið fór í garð,
Fyrsti formaður með Þurfaling var Magnús Ólafsson Bergmann, bróðir Björns Olsens á Þingeyrum. Árið 1812 varð hann verzlunarstjóri í Garðinum hjá Westy Petræusi, eftir Grím Pálsson Magnússonar prests á Ofanleiti. En árið 1821 er Magnús orðinn bóndi á Gjábakka, og þá er hann lögsagnari Vigfúsar Thorarensen sýslumanns í Rangárvallasýslu, sem þá hafði einnig sýslu á Vestmannaeyjum. Þá vertíð var Magnús formaður í Eyjum, sennilega með Þurfaling. Um hann eru þessar vísur í formannatali Jón skálda Jónssonar.
- Magnús Bergmann mastra vagn
- mundu hagnaðarins,
- stýrir, bragna gleður gagn,
- gróða og fagnaðarins.
- Magnús Bergmann mastra vagn
- Forki ráða, fylltum dáð,
- farsæld bráð um höfin,
- veitast tjáð of lög sem láð,
- lukku og náðargjöfin.
- Forki ráða, fylltum dáð,
- Kjarnagrundar göltinn mund
- gæfu bundin leiðir,
- marga stund við báru blund
- brjóstum undan freyðir.
- Kjarnagrundar göltinn mund
Vertíðina 1827 var Guðmundur Kortsson með Þurfaling, að því er segir í formannavísum Sigurðar Breiðfjörð:
- Þennan kundur Korts á sund
- knör Guðmundur setur,
- nú um stundir marar mund
- mestan fundið getur.
- Þennan kundur Korts á sund
Þurfalingur stóð í gamla Gideonshrófinu í Skipasandi.
Nokkru áður og um það leyti, sem Þurfalingsslysið varð, komu atburðir fyrir, sem menn þóttust sjá eftir á, að hefðu verið fyrirboðar um slysið.
Stuttu fyrir jólin næstu áður en slysið vildi til, var Einar Torfason vinnumaður séra Jóns Austmanns á Ofanleiti á leið niður í Sand. Þegar hann kom að Landakirkju, mætti hann hópi manna, og fóru þeir allir upp að kirkjunni að norðanverðu. Meðal mannanna þekkti hann Jónas Vestmann, formanninn á Þurfaling. Sér Einar að allir hinir mennirnir ráðast að Jónasi, og er hann þar í nauðum staddur. Hélt Einar að mennirnir væru drukknir, svo að hann sniðgengur þá, og heldur áfram leið sína niður að búðum. Þegar hann kemur þangað sér hann Jónas fyrstan manna, og taldi hann þá, að sér hefði missýnzt, eða um einhverja sýn hefði verið að ræða.
Kvöldið, sem Þurfalingur fórst, sat séra Jón Austmann í stofu. Heyrist honum þá barið hægt að dyrum, en enginn gengur inn, er hann býður þeim að ganga í stofu, sem knýi hurðina. Innan stundar er barið aftur og þá miklu fastar en í hið fyrra sinn. Lýkur séra Jón þá upp hurðinni, og sér marga menn skinnklædda standa í göngunum. Ekki sá hann hverjir þeir voru, því að dimmt var í göngunum. Býður hann þeim að ganga til baðstofu, og segist muni koma þangað sjálfur að vörmu spori. Þegar prestur kom þangað, var þar enginn maður, og hafði heimilisfólkið engan mann séð. Var síðan gengið í kringum allan staðinn, en ekki urðu menn varir við neina mannaferð. Skömmu síðar komu fregnir um Þurfalingsslysið, og drukknan Lárusar, sonar séra Jóns.
(Almenn sögn og samtíma heimildir. Sjá Íslenzkar þjóðsögur og sagnir eftir Sigfús Sigfússon III, 32—35)
¹) Leiðr.: Einar var Þorvarðarson samkv. mt 1801. (Heimaslóð).
²) Leiðr.: Jón Arnesson. (Heimaslóð).
³) Leiðr.: Þorsteinn var 58 ára samkv. pr.þj.bók. (Heimaslóð).