Guðmundur Jónsson (Dölum)
Fara í flakk
Fara í leit
Guðmundur Jónsson sjómaður frá Dölum fæddist 1812 í Kornhól og fórst í Þurfalingsslysinu 5. mars 1834.
Foreldrar hans voru Jón Helgason bóndi í Dölum og kona hans Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja.
Guðmundur var með foreldrum sínum í Dölum til dd. og fórst með föður sínum.
Hann var ókvæntur og barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
- Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum. Jóhann Gunnar Ólafsson. Þorsteinn Johnson 1938-1939.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.