Ólafur Guðmundsson (Kirkjubæ)

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit

Ólafur Guðmundsson bóndi og smiður á Kirkjubæ fæddist 17. janúar 1798 á Bryggjum í A-Landeyjum og lést 14. júlí 1869 í Götu.
Faðir hans var Guðmundur bóndi á Kanastöðum, Bryggjum og Bakkahjáleigu þar, síðast í Eyjum, f. 1765, d. 3. febrúar 1820 á Kirkjubæ, Ólafsson bónda í Hallgeirsey, f. 1727, Ólafssonar bónda í Eystri-Klasbarða í V-Landeyjum, f. 1695, Snorrasonar, og konu Ólafs Snorrasonar, Steinunnar húsfreyju, f. 1687, Bjarnhéðinsdóttur.
Móðir Guðmundar og kona Ólafs í Hallgeirsey var Ingunn húsfreyja, f. 1733, Gunnarsdóttir bónda í Ey í V-Landeyjum, f. 1697, d. 27. október 1768, Helgasonar bónda í Eystra-Fíflholti þar, f. 1662, Erlendssonar, og konu Helga, Ingunnar húsfreyju, f. 1662, Gunnarsdóttur.

Móðir Ólafs á Kirkjubæ og fyrri kona Guðmundar á Kanastöðum var Ingibjörg húsfreyja, f. 1763 í Eyjum, d. 19. maí 1810, Jónsdóttir.
Ætt hennar er ókunn.

Systkini Ólafs í Eyjum voru:
1. Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Steinshúsi, f. 1786, d. 16. febrúar 1829, kona Steins Guðmundssonar.
2. Margrét Guðmundsdóttir húsfreyja í Dölum, f. 1787, d. 14. nóvember 1848. Hún var tvígift. Fyrri maður hennar var Jón Helgason, en síðari maður hennar var Einar Jónsson eldri.
3. Ingveldur Guðmundsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 11. október 1791, d. 30. júní 1841, gift Ólafi Björnssyni.
4. Emerentíana Guðmundsdóttir húsfreyja í Gularási í A-Landeyjum og víðar, f. 30. janúar 1799, d. 30. maí 1866. Hún var vinnukona í Kornhól í Eyjum 1822.
Hálfsystkini þeirra í Eyjum voru:
5. Jón Guðmundsson, f. 11. október 1794, d. 23. október 1794.
6. Guðmundur Guðmundsson vinnumaður í Dölum, f. 19. júlí 1814, d. 29. júlí 1842.
7. Ingunn Guðmundsdóttir, f. 24. september 1816 í Eyjum. Mun hafa dáið ung; (dánarskrár 1816 skortir).

Ólafur var með foreldrum sínum 1801.
Hann var kominn til Eyja 1816 og var þá vinnumaður á Oddsstöðum.
Ólafur var kvæntur bóndi á Kirkjubæ 1835 með Helgu Ólafsdóttur konu sinni og Margréti dóttur þeirra 7 ára, en hún var eina lifandi barnið af 12, sem Helga hafði þá alið honum.
Helga ól enn 3 börn áður en hún lést 1840. Eitt þeirra, Davíð, lifði.
Ólafur var bóndi og þjóðhagasmiður. Hann var vopnasmiður Herfylkingarinnar.
Hann vann einnig það afrek að bjarga fjórum mönnum af teinæringnum Þurfalingi, er hann fórst nálægt Nausthamri 5. mars 1834. Ólafur lét vaðbinda sig og óð út í skerið Brúnkollu og tókst þaðan að ná 4 mönnum úr brimrótinu. Þrettán varð ekki bjargað.
Hann dó niðursetningur í Götu 1869.

Ólafur var tvíkvæntur.
I. Fyrri kona hans, (1. október 1822), var Helga Ólafsdóttir húsfreyja á Kirkjubæ, f. 1793, d. 27. mars 1840.
Börn þeirra voru:
1. Guðmundur Ólafsson, f. 30. nóvember 1822, d. 8. desember 1822 úr „Barnaveiki“, (mun vera ginklofi).
2. Steinunn Ólafsdóttir, f. 1. nóvember 1823, d. 7. nóvember 1823 úr „Barnaveiki“, (mun vera ginklofi).
3. Höskuldur Ólafsson, f. 14. mars 1825, d. 17. mars 1825 úr „Barnaveiki“, (mun vera ginklofi).
4. Ingunn Ólafsdóttir, f. 28. mars 1826. Hún mun hafa dáið ung.
5. Helgi Ólafsson, f. 7. janúar 1827, d. 15. janúar 1827, d. 8 daga gamall úr „Barnaveiki“, (mun vera ginklofi).
6. Böðvar Ólafsson, f. 9. október 1828, tvíburi, d. 19. október 1828„úr kæfandi kvefi og Barnaveiki“.
7. Margrét Ólafsdóttir, f. 9. október 1828, tvíburi, d. 10. mars 1875.
8. Helgi Ólafsson, f. 17. desember 1829, d. sama dag úr „Barnaveiki“, (mun vera ginklofi).
9. Guðrún Ólafsdóttir, f. 13. desember 1830, d. 19. desember 1830 úr „Barnaveiki“, (mun vera ginklofi).
10. Sveinn Ólafsson, f. 16. desember 1831, d. 22. desember 1831 úr „Barnaveiki“, (mun vera ginklofi).
11. Gróa Ólafsdóttir, f. 1. júlí 1833, d. 8. júlí 1833 úr „Barnaveiki“, (mun vera ginklofi).
12. Anna Ólafsdóttir, f. 6. ágúst 1834, d. 10. ágúst 1834 úr „Barnaveiki“, (mun vera ginklofi)..
13. Davíð Ólafsson húsmaður á Gemlufalli í Dýrafirði, f. 12. apríl 1836, d. 10. mars 1875.
14. Andvana piltbarn, f. 19. október 1837, tvíburi.
15. Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 19. október 1837, tvíburi, d. 21. febrúar 1838, 18 vikna „af ginklofa“.

II. Síðari kona Ólafs, (17. nóvember 1843, skildu 1854), var Guðrún Pálsdóttir (Gunna Pála, Gunna skálda) dóttir sr. Páls skálda á Kirkjubæ. Hún var fædd 16. október 1815, d. 3. mars 1890.
Þau skildu barnlaus.

III. Barnsmóðir Ólafs var Eva Hólmfríður Pálsdóttir, f. 22. janúar 1812, d. 28. maí 1866. Hún var systir Guðrúnar, sem varð önnur kona Ólafs, varð síðar kona Jóns Samúelssonar tómthúsmanns í Dalahjalli.
Barn þeirra Evu var
16. Magnús Ólafsson f. 1831 í Breiðabólstaðarsókn í Fljótshlíð. Hann var með móður sinni og fósturföður í Dalahjalli 1840 og 1845, lést 26. september 1847.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.