Jón Arnesson (Ömpuhjalli)

From Heimaslóð
Jump to navigation Jump to search

Jón Arnesson tómthúsmaður í Ömpuhjalli fæddist 8. apríl 1790 á Hlíðarenda í Fljótshlíð og drukknaði 5. mars 1834 í Eyjum.

Faðir hans var Arnes útilegumaður Pálsson, f. 1719, að síðustu niðursetningur í Engey, d. 7. september 1805. Ætt ókunn.
Móðir Jóns var Ingveldur Vigfúsdóttir vinnukona á Hlíðarenda, f. (1760). Hún hafði verið samtíða Arnesi í Fangelsinu í Reykjavík. Ætt hennar er ókunn.

Jón var vinnumaður á Heylæk í Fljótshlíð 1816, í Tungu þar 1817. Hann hafði líklega verið í Eyjum, þar sem barn hans fæddist þar 1821.
Hann fluttist ásamt Ingibjörgu Erasmusdóttur og Margréti dóttur þeirra til Eyja 1826.
Þau bjuggu í tómthúsinu Ömpuhjalli.
Jón drukknaði í Þurfalingsslysinu.

I. Barn með Guðrúnu Benónýsdóttur í Kastala.
1. Kristín Jónsdóttir, f. 28. september 1821, d. 6. október 1821 „af hálsbólgu“.

II. Kona Jóns, (15. júlí 1827), var Ingibjörg Erasmusdóttir, f. 24. júlí 1790, d. 23. mars 1876.
Börn þeirra hér:
2. Kristín Jónsdóttir, f. 18. september 1821, jarðs. 14. október 1821, dó „af barnaveikleika“.
3. Margrét Jónsdóttir, f. 4. júlí 1824, d.24. mars 1868, gift Pétri Halldórssyni bónda á Vilborgarstöðum.
4. Jón Jónsson, f. 15. mars 1827, d. 23. mars 1827 úr „Barnaveiki“.
5. Erasmus Jónsson, f. 9. ágúst 1828, d. 17. ágúst 1828 „af Barnaveikin“.
6. Kristín Jónsdóttir, f. 2o. september 1829, d. 24. september 1829 úr ginklofa.
7. Helga Jónsdóttir, f. 14. nóvember 1832, d. 22. nóvember 1832 úr ginklofa.
8. Þorleifur Jónsson, f. 12. desember 1833, d. 18. desember 1833 úr ginklofa.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Arnes – síðasti útilegumaðurinn. Kristinn Helgason. Fjölva útgáfa 1997..
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.