„Blik 1963/Kennaratal: Högni Sigurðsson, síðari hluti“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
m (Verndaði „Blik 1963/Kennaratal: Högni Sigurðsson, síðari hluti“ [edit=sysop:move=sysop])
Ekkert breytingarágrip
 
(3 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 5: Lína 5:




=Kennaratal=
<center>[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON]]:</center>
==Högni Sigurðsson==
 
:(Síðari hluti)
 
<big><big><big><big><big><center>KENNARATAL</center></big>
<CENTER>frá 1904-1937</CENTER></BIG>
<br>
<br>
[[Mynd: 1963 b 172.jpg|ctr|400px]]
<center>[[Högni Sigurðsson]],</center>
<center>barnakennari í Vestmannaeyjum</center>
<center>1904-1908.</center></big></big>
<center>(síðari hluti)</center>
 
 


''Þessi mynd er af auglýingu Högna Sigurðssonar ritaðri eigin hendi. Handbragðið ber fagurt vitni um rithönd hans.''<br>
<center>[[Mynd: 1963 b 172 A.jpg|ctr|400px]]</center>
''Ekkert skólahús var þá í Norðfirði og hefur Högni stundað þar umgangskennslu, sem þá var kölluð, en nú almennt kölluð farkennsla.''


<center>''Þessi mynd er af auglýsingu Högna Sigurðssonar ritaðri eigin hendi.
''Handbragðið ber fagurt vitni um rithönd hans. Ekkert skólahús var þá í Norðfirði og hefur Högni stundað þar umgangskennslu, sem þá var kölluð, en nú almennt kölluð farkennsla.''</center>


<big>Margt fólk af Suðurlandi leitaði sér atvinnn á sumrum á Austfjörðum um margra ára skeið fyrir, um og eftir aldamótin. Þarna kynntist Högni Sigurðsson fyrri konu sinni, [[Sigríður Brynjólfsdóttir í Vatnsdal|Sigríði Brynjólfsdóttur]] frá Garðbæ í Reykjavík, sem leitað hafði austur í kaupavinnu. Hún var næstum þrem árum yngri en Högni, f. 29. júní 1877. <br>
 
Margt fólk af Suðurlandi leitaði sér atvinnn á sumrum á Austfjörðum um margra ára skeið fyrir, um og eftir aldamótin. Þarna kynntist Högni Sigurðsson fyrri konu sinni, [[Sigríður Brynjólfsdóttir í Vatnsdal|Sigríði Brynjólfsdóttur]] frá Garðbæ í Reykjavík, sem leitað hafði austur í kaupavinnu. Hún var næstum þrem árum yngri en Högni, f. 29. júní 1877. <br>
Þau giftust í Norðfirði  5. marz 1899. Tveim árum áður fæddist þeim fyrsta barnið, [[Sigurður Högnason|sveinbarn]], sem hlaut nafn Sigurðar föðurafa síns. Þau eignuðust meybarn þrem árum síðar, sem skírt var [[Ágústa Þorgerður Högnadóttir|Ágústa Þorgerður]]. <br>
Þau giftust í Norðfirði  5. marz 1899. Tveim árum áður fæddist þeim fyrsta barnið, [[Sigurður Högnason|sveinbarn]], sem hlaut nafn Sigurðar föðurafa síns. Þau eignuðust meybarn þrem árum síðar, sem skírt var [[Ágústa Þorgerður Högnadóttir|Ágústa Þorgerður]]. <br>


[[Mynd: 1963 b 173.jpg|ctr|400px]]
[[Mynd: 1963 b 173 AA.jpg|ctr|400px]]


''Hjónin Högni Sigurðsson og Sigríður Brynjólfsdóttir og börn þeirra.<br>
''Hjónin Högni Sigurðsson og Sigríður Brynjólfsdóttir og börn þeirra.<br>
Lína 42: Lína 51:
Enginn vafi er á því, að það dró Högna mest til Eyja aftur, að faðir hans gat klófest handa honum jörðina, er fyrrv. sýslumaður sleppti henni. <br>
Enginn vafi er á því, að það dró Högna mest til Eyja aftur, að faðir hans gat klófest handa honum jörðina, er fyrrv. sýslumaður sleppti henni. <br>


[[Mynd: 1963 b 176.jpg|400px|ctr]]
[[Mynd: 1963 b 176 A.jpg|400px|ctr]]


::''Vatnsdalur, er Högni byggði 1903.''
::''Vatnsdalur, er Högni byggði 1903.''
Lína 57: Lína 66:
Sigurður Sigurfinnsson, hreppstjóri, faðir Högna, var einn af atorkusömustu útgerðarmönnum í Eyjum fyrir og um aldamótin síðustu. Hann keypti fyrsta vélbátinn til Eyja frá Danmörku, [[Knörr]]inn, 1905 og sigldi honum sjálfur til landsins. Þetta framtak Sigurðar mistókst að miklu leyti sökum þess m.a., að vél bátsins reyndist of lítil og kraftlaus í hlutföllum við stærð hans. En Sigurður var ekki af baki dottinn. Hann átti 10-æring, sem hann kallaði [[Skeið]]. Honum breytti hann í vélbát, lét setja í hann 8 hestafla Hoffmannsvél. Í þessu framtaki öllu átti Högni Sigurðsson hlutdeild. Hann eignaðist 1/3 í Skeiðinni nýju á móti föður sínum og [[Jón Jónsson (Hlíð)|Jóni Jónssyni]] í [[Hlíð]] (1/3). Þessi fleyta þeirra þremenninganna varð í rauninni hinn merkasti farkostur, því að 7 árum síðar gerði Norðmaðurinn A. Förland fyrstu tilraunir hér, sem mistókust ekki, með þorskveiðar í net á þessum báti. <br>
Sigurður Sigurfinnsson, hreppstjóri, faðir Högna, var einn af atorkusömustu útgerðarmönnum í Eyjum fyrir og um aldamótin síðustu. Hann keypti fyrsta vélbátinn til Eyja frá Danmörku, [[Knörr]]inn, 1905 og sigldi honum sjálfur til landsins. Þetta framtak Sigurðar mistókst að miklu leyti sökum þess m.a., að vél bátsins reyndist of lítil og kraftlaus í hlutföllum við stærð hans. En Sigurður var ekki af baki dottinn. Hann átti 10-æring, sem hann kallaði [[Skeið]]. Honum breytti hann í vélbát, lét setja í hann 8 hestafla Hoffmannsvél. Í þessu framtaki öllu átti Högni Sigurðsson hlutdeild. Hann eignaðist 1/3 í Skeiðinni nýju á móti föður sínum og [[Jón Jónsson (Hlíð)|Jóni Jónssyni]] í [[Hlíð]] (1/3). Þessi fleyta þeirra þremenninganna varð í rauninni hinn merkasti farkostur, því að 7 árum síðar gerði Norðmaðurinn A. Förland fyrstu tilraunir hér, sem mistókust ekki, með þorskveiðar í net á þessum báti. <br>
Árið 1911 afréðu þeir feðgar að láta [[Ástgeir Guðmundsson]] bátasmið í [[Litlibær|Litlabæ]] byggja vélbát handa þeim. Hann skyldi vera 10—11 smálestir að stærð með vélaafl um 1 hestafl á hverja smálest. Þetta var gert. Fjórir urðu  eigendur þessa báts. [[Sæmundur Þórðarson]] í [[Gata|Götu]] og [[Sigurður Ísleifsson]] í [[Merkisteinn|Merkissteini]], svili Sigurðar á Heiði, eignuðust bátinn með þeim feðgum. <br>
Árið 1911 afréðu þeir feðgar að láta [[Ástgeir Guðmundsson]] bátasmið í [[Litlibær|Litlabæ]] byggja vélbát handa þeim. Hann skyldi vera 10—11 smálestir að stærð með vélaafl um 1 hestafl á hverja smálest. Þetta var gert. Fjórir urðu  eigendur þessa báts. [[Sæmundur Þórðarson]] í [[Gata|Götu]] og [[Sigurður Ísleifsson]] í [[Merkisteinn|Merkissteini]], svili Sigurðar á Heiði, eignuðust bátinn með þeim feðgum. <br>
Þennan nýja bát kölluðu þeir[[Freyja VE-|Freyju]], sem fyrst gekk á vetrarvertíð 1912. <br>
Þennan nýja bát kölluðu þeir [[Freyja VE-|Freyju]], sem fyrst gekk á vetrarvertíð 1912. <br>
Sigurður Sigurfinnsson á Heiði, faðir Högna, lézt 8. sept. 1916. Nokkru síðar leystist eigendafélagið að m/b Freyju upp. Þá lét Högni byggja sér nýjan bát, sem hann átti einn. Til þess þurfti nokkurt fjárhagslegt bolmagn. <br>
Sigurður Sigurfinnsson á Heiði, faðir Högna, lézt 8. sept. 1916. Nokkru síðar leystist eigendafélagið að m/b Freyju upp. Þá lét Högni byggja sér nýjan bát, sem hann átti einn. Til þess þurfti nokkurt fjárhagslegt bolmagn. <br>
Lítið hafði Högni efnazt á útgerð v/b Freyju, en hann hafði hlotið nokkurn arf eftir föður sinn. Því fé varði hann til þess að láta byggja vélbát, sem hann vildi eiga einn. Þennan bát kallaði Högni [[Ester VE-|Ester]] í höfuðið á yngsta barni sínu þá.
Lítið hafði Högni efnazt á útgerð v/b Freyju, en hann hafði hlotið nokkurn arf eftir föður sinn. Því fé varði hann til þess að láta byggja vélbát, sem hann vildi eiga einn. Þennan bát kallaði Högni [[Ester VE-|Ester]] í höfuðið á yngsta barni sínu þá.
Lína 68: Lína 77:
5. [[Haukur Högnason|Haukur]], bifreiðarstj., f. 7. júlí 1912. Kvæntur er hann [[Jóhanna Jósepsdóttir|Jóhönnu Jósepsdóttur]]. Þau eiga 3 börn: [[Svala Hauksdóttir|Svölu]], [[Ölver Hauksson|Ölver]] og [[Sigurður Hauksson|Sigurð]]. <br>
5. [[Haukur Högnason|Haukur]], bifreiðarstj., f. 7. júlí 1912. Kvæntur er hann [[Jóhanna Jósepsdóttir|Jóhönnu Jósepsdóttur]]. Þau eiga 3 börn: [[Svala Hauksdóttir|Svölu]], [[Ölver Hauksson|Ölver]] og [[Sigurður Hauksson|Sigurð]]. <br>
6. [[Ester Högnadóttir|Ester]], f. 6. maí 1917. Gift Jóni Björnssyni og eru búsett í Reykjavík. Þeirra börn: [[Edda Ísfold Jónsdóttir|Edda Ísfold]], [[Högni Björn Jónsson|Högni Björn]], [[Björgvin Jónsson Björnssonar|Björgvin]] og [[Margrét Jónsdóttir Björnssonar|Margrét]]. <br>
6. [[Ester Högnadóttir|Ester]], f. 6. maí 1917. Gift Jóni Björnssyni og eru búsett í Reykjavík. Þeirra börn: [[Edda Ísfold Jónsdóttir|Edda Ísfold]], [[Högni Björn Jónsson|Högni Björn]], [[Björgvin Jónsson Björnssonar|Björgvin]] og [[Margrét Jónsdóttir Björnssonar|Margrét]]. <br>
[[Mynd: 1963 b 178.jpg|thumb|350px|''Frá vinstri: Guðný Magnúsdóttir, seinni kona Högna í Vatnsdal; Ester, yngsta stjúpbarn Guðnýjar; Hilmir Högnason, einkabarn Guðnýjar og Högna.'']]
[[Mynd: 1963 b 178 A.jpg|thumb|350px|''Frá vinstri: Guðný Magnúsdóttir, seinni kona Högna í Vatnsdal; Ester, yngsta stjúpbarn Guðnýjar; Hilmir Högnason, einkabarn Guðnýjar og Högna.'']]
Árið 1922, 15. des., kvæntist Högni Sigurðsson öðru sinni. Þá gekk hann að eiga [[Guðný Magnúsdóttir í Vatnsdal|Guðnýju Magnúsdóttur]] frá Norður-Búðarhólshjáleigu í Landeyjum, f. þar 17. júlí 1882. Þau eignuðust eitt barn, [[Hilmir Högnason|Hilmi]], rafvirkjasvein, f. 27. ágúst 1923. Hann er kvæntur [[Alda Björnsdóttir Sigurðssonar|Öldu Björnsdóttur]]. Börn þeirra: [[Hörður Hilmisson|Hörður]], [[Hrefna Hilmisdóttir|Hrefna]], [[Guðný Hilmisdóttir|Guðný]], [[Birna Hilmisdóttir|Birna]]. Guðný býr enn í Vatnsdal, áttræð, þegar þetta er skrifað. <br>
Árið 1922, 15. des., kvæntist Högni Sigurðsson öðru sinni. Þá gekk hann að eiga [[Guðný Magnúsdóttir í Vatnsdal|Guðnýju Magnúsdóttur]] frá Norður-Búðarhólshjáleigu í Landeyjum, f. þar 17. júlí 1882. Þau eignuðust eitt barn, [[Hilmir Högnason|Hilmi]], rafvirkjasvein, f. 27. ágúst 1923. Hann er kvæntur [[Alda Björnsdóttir Sigurðssonar|Öldu Björnsdóttur]]. Börn þeirra: [[Hörður Hilmisson|Hörður]], [[Hrefna Hilmisdóttir|Hrefna]], [[Guðný Hilmisdóttir|Guðný]], [[Birna Hilmisdóttir|Birna]]. Guðný býr enn í Vatnsdal, áttræð, þegar þetta er skrifað. <br>
Högni Sigurðsson í Vatnsdal lézt 14. maí 1961 nær 87 ára gamall. <br>
Högni Sigurðsson í Vatnsdal lézt 14. maí 1961 nær 87 ára gamall. <br>
Lína 106: Lína 115:




::''Kærleikurinn.'' <br>
:::''Kærleikurinn.'' <br>


::Lífsins æðsta ljós í heimi<br>  
::Lífsins æðsta ljós í heimi<br>  
Lína 174: Lína 183:




::''Lóan er komin''. <br>
:::''Lóan er komin''. <br>


::Þú ert komin, kæra mín, <br>
::Þú ert komin, kæra mín, <br>
Lína 213: Lína 222:




::''Ævintýri á gönguför.'' <br>
:::''Ævintýri á gönguför.'' <br>
::(Lag: Um aldamótin ekki neitt...)
::(Lag: Um aldamótin ekki neitt...)


Lína 245: Lína 254:




::''Brúðkaupsósk.''
:::''Brúðkaupsósk.''


::Blessun guðs ég bið í dag<br>
::Blessun guðs ég bið í dag<br>
Lína 253: Lína 262:




::''Ótíð.''
:::''Ótíð.''


::Steðjar að í styrjarham<br>
::Steðjar að í styrjarham<br>
Lína 261: Lína 270:




::''Ljótt úllit:''
:::''Ljótt úllit:''


::Þoku- dekkjað -þykkt er loft<br>
::Þoku- dekkjað -þykkt er loft<br>
Lína 269: Lína 278:




::''Höldum á sœinn.'' <br>
:::''Höldum á sœinn.'' <br>


::Þó að aldan yggli brún<br>
::Þó að aldan yggli brún<br>
Lína 283: Lína 292:


¹ <small>(Til [[Eyjólfur Gíslason|Eyj. Gíslasonar]] skipstjóra á [[Emma VE-219|v/b Emmu]]).</small>
¹ <small>(Til [[Eyjólfur Gíslason|Eyj. Gíslasonar]] skipstjóra á [[Emma VE-219|v/b Emmu]]).</small>
[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']]
 
:::::::::::::::::[[Þorsteinn Þ. Víglundsson|''Þ.Þ.V.'']]


[[Blik 1963/Kennaratal: Högni Sigurðsson, fyrri hluti|Til baka]]
[[Blik 1963/Kennaratal: Högni Sigurðsson, fyrri hluti|Til baka]]


{{Blik}}
{{Blik}}

Núverandi breyting frá og með 6. febrúar 2011 kl. 21:39

Efnisyfirlit 1963



ÞORSTEINN Þ. VÍGLUNDSSON:


KENNARATAL
frá 1904-1937


Högni Sigurðsson,
barnakennari í Vestmannaeyjum
1904-1908.
(síðari hluti)


ctr
Þessi mynd er af auglýsingu Högna Sigurðssonar ritaðri eigin hendi. Handbragðið ber fagurt vitni um rithönd hans. Ekkert skólahús var þá í Norðfirði og hefur Högni stundað þar umgangskennslu, sem þá var kölluð, en nú almennt kölluð farkennsla.


Margt fólk af Suðurlandi leitaði sér atvinnn á sumrum á Austfjörðum um margra ára skeið fyrir, um og eftir aldamótin. Þarna kynntist Högni Sigurðsson fyrri konu sinni, Sigríði Brynjólfsdóttur frá Garðbæ í Reykjavík, sem leitað hafði austur í kaupavinnu. Hún var næstum þrem árum yngri en Högni, f. 29. júní 1877.
Þau giftust í Norðfirði 5. marz 1899. Tveim árum áður fæddist þeim fyrsta barnið, sveinbarn, sem hlaut nafn Sigurðar föðurafa síns. Þau eignuðust meybarn þrem árum síðar, sem skírt var Ágústa Þorgerður.

ctr

Hjónin Högni Sigurðsson og Sigríður Brynjólfsdóttir og börn þeirra.
Aftari röð frá vinstri: Ágústa og Sigurður
Fremri röð: Hildur Ísfold, Haukur, og Guðmundur lengst til hægri.
Myndin mun tekin 1913.

Sumarið 1902 fluttust þau hjónin heim í átthaga Högna, Vestmannaeyjar, með börnin sín tvö. Árið áður höfðu foreldrar Högna skilið samvistum að lögum með skilnaðarbréfi dagsettu 5. nóvember 1901.
Högni fékk í Eyjum húsnæði hjá föður sínum, fyrst um sinn, en hann hélt tómthúsinu Dalbæ eftir skilnaðinn.

Þoregrður Gísladóttir.

Þegar þau Sigurður Sigurfinnsson og Þorgerður Gísladóttir slitu samvistum, voru þau efnuð. Fyrir eignahlut sinn lét Þorgerður byggja sér lítið hús nálægt höfninni, milli Strandvegar og Sjónarhóls. Þetta hús nefndi hún Skel. Húseignin Kuðungur var þarna fyrir á næstu grösum. Þegar þau hjón skildu, var Þorgerður rúmlega sextug, heilsa hennar var sæmileg en vinnuþrekið var tekið að þverra, enda hafði hún oft um ævina orðið að vinna karlmannsvinnu, t.d. við smölun og rúning í úteyjum, gröft eftir hvannarótum í Dufþekju o.fl. o.fl.
Í Skel fleytti hún sér fram á ýmsum störfum í þágu sjómannastéttarinnar í kauptúninu. Hún gerði við sjóklæði þeirra, hitaði kaffi handa þeim og stundaði þjónustubrögð. Einnig átti Þorgerður jafnan nokkrar kindur, sem hún hafði hag af. Margur sjómaðurinn færði henni í soðið og þáði kaffisopann fyrir.
Þorgerður Gísladóttir lézt 8. ágúst 1919, 79 ára að aldri.
1. desember 1901 stofnuðu útgerðarmenn í Vestmannaeyjum Ísfélag Vestmannaeyja fyrir atbeina Magnúsar Jónssonar, sýslumanns, og Árna Filippussonar, verzlunarmanns. (Sjá Blik 1960). Sumarið 1902 var unnið kappsamlega að því að byggja frosthús, sem nægja skyldi útgerð Eyjamanna þá.
Með samningi dags. 22. marz 1903 var Högni ráðinn íshússvörður hjá Ísfélagi Vestmannaeyja. Þá bjó Högni með fjölskyldu sína í nýju húsi, sem faðir hans hafði byggt og kallaði Heiði. Það stendur enn að nafni til, styrkt og endurbætt, við Heimatorg, Sólhlíð 21.
Árið 1908 byggði Ísfélag Vestmannaeyja fyrsta vélknúna frystihúsið hér á landi fyrir atbeina Gísla J. Jolnsens útgerðar- og kaupmanns í Eyjum. Sama ár var íshússvörður félagsins sendur til Árhúsa í Danmörku til þess að læra að hirða og annast að öðru leyti hinar væntanlegu frystivélar. (Sjá Blik 1960, bls. 82-84.) Það starf lærði Högni á ótrúlega skömmum tíma. Þannig var Högni Sigurðsson fyrsti Íslendingur hér heima, sem gætti frystivéla og annaðist alla vörzlu vélknúins frystihúss. Þessa ábyrgðarstöðu hafði hann síðan á hendi í 23 ár eða til ársins 1931, en þá var öllum starfsmönnum Ísfélagsins sagt upp starfi sökum óeiningar innan félagsins og fjárhagskreppu. Þá hætti Högni með öllu starfi sínu í þágu þessa merka fyrirtækis, sem hann átti ekki lítinn þátt í að byggja upp með ötulu starfi, árvekni og verksviti.
Árið 1904 gerðist Högni Sigurðsson barnakennari í Eyjum jafnframt því sem hann var íshússvörður. Kennarastöðunni hélt hann í 4 ár eða til loka skólaársins 1908. Hann þótti góður kennari, skýr og glöggur, sem hélt góðum aga á nemendum sínum og kom þeim flestum til nokkurs þroska.
Á þessum árum tók Högni virkan þátt í menningar- og félagslífi í bænum. Hann var t.d. áhugasamur félagi í Söngfélagi Vestmannaeyja, sem Sigfús Árnason, organleikari á Löndum, stjórnaði af mikilli kostgæfni frá stofnfundi 3. nóvember 1894 til haustsins 1903.
Högni var vel lesinn í forníslenzkum bókmenntum og talaði og skrifaði kjarnyrt mál, enda unni hann tungu sinni og öðrum meginþáttum íslenzks þjóðernis. Þeim hafði hann lært að unna í foreldrahúsum, því að báðir voru þeir foreldrar hans sannir Íslendingar í hugsun, orði og reynd, mátu allt og virtu, sem íslenzkt var og er og þá ekki sízt íslenzka tungu. Skrif Sigurðar föður Högna bera þess vitni.
Fyrsta árið eftir að Högni flutti til Eyja austan af Norðfirði, voru þau hjón til húsa hjá Sigurði föður Högna. En hann hugði aftur til hjúskapar og gat því Högni ekki dvalizt lengi í húsrými hans með fjölskyldu sína. Sigurður Sigurfinnsson kvæntist öðru sinni 29. okt. 1904 og þá Guðríði Jónsdóttur frá Káragerði í Landeyjum.

Á þeim árum, er Jón Magnússon var hér sýslumaður (1892—1896) hafði hann haft eina Vilborgarstaðajörðina til ábúðar og ínytja, enda þótt hann byggi ekki á jörðinni. Þessi jörð var kölluð Mið-Hlaðbær. Afkoma þeirra í Eyjum, sem höfðu jarðnæði, reyndist ávallt öruggust, en dugnað þurfti til að stunda bæði sjó og landbúnað.
Eins og fyrr er getið, vandist Högni Sigurðsson öllum störfum landbúnaðarins í átthögunum á uppvaxtarárunum, þar sem foreldrar hans höfðu haft eina Vilborgarstaðajörðina til ábúðar frá því að Högni var 10 ára gamall (1884).
Enginn vafi er á því, að það dró Högna mest til Eyja aftur, að faðir hans gat klófest handa honum jörðina, er fyrrv. sýslumaður sleppti henni.

ctr

Vatnsdalur, er Högni byggði 1903.

Á jörðinni voru engin hús nema hlöðuskrifli, sem metið var á kr. 23,33, er úttekt fór fram 28. maí 1902. Þá var Högni kominn til Eyja austan af Norðfirði. Jörðinni fylgdu 4 matjurtagarðar samtals 126 ferfaðmar að flatarmáli, þar af 1/3 af Eden eða 60 ferfaðmar, sem var frægur matjurtagarður innan við Skildingafjöru. Árið eftir að Högni fékk byggingu fyrir jörðinni eða 1903 hófst hann handa um að byggja íbúðarhús. Það lét hann standa nyrzt í jarðareigninni og kallaði Vatnsdal, eftir dæld í lendum hans þar í námunda. Þar stóð jafnan uppi vatn um tíma í haust- og vetrarrigningum.
Eftir þetta um árabil stóðu þrjár meginstoðir undir efnalegri afkomu Högna og fjölskyldu hans: landbúskapur, útgerð og föst atvinna hans sjálfs við íshússvörzluna hjá Ísfélagi Vestmannaeyja. Einnig hafði hann kennarastarf á hendi árin 1904-1908 við barnaskólann, eins og áður getur. Öll þessi störf votta vinnuþrek hans, dugnað og ósérhlífni. Heimilið var mannmargt og þungt á framfæri um langt skeið og þurfti margs með, eins og gengur.
Árin liðu og ný jarðræktaröld hófst í Eyjum eftir 1926 að samningurinn merki tókst við jarðarbændur um skiptingu landsins. Þau heillaverk öll mátti þakka Sigurði Sigurðssyni, búnaðarmálastjóra.
Nokkru eftir skiptingu landsins hófst Högni Sigurðsson handa um ræktun „útlands“ síns. Þá lét hann gera fyrstu sáðsléttu, sem sögur fara af í Eyjum. Það mun hafa verið 1928 eða 1929. Eftir það ræktaði Högni stóra jarðarspildu sunnan við Strembu. Það fagra tún hefur Dalabúið nú til afnota. Eftir þessar ræktunarframkvæmdir óx búið í Vatnsdal. Um tíma voru þar 7 kýr og tveir hestar. Jafnframt seldi Högni hey árlega. Yngri synir Högna, Guðmundur og Haukur, unnu vel og mikið að búi föður síns um margra ára skeið frá unglingsaldri til manndómsára.
Búskapinn rak Högni síðan fram á elliár og einn þátt hans til dánardægurs.
Á þessum árum byggði Högni Sigurðsson nýtt íbúðarhús úr steinsteypu og reif gamla húsið, sem staðið hafði í 23 ár. Ísfélag Vestmannaeyja lánaði Högna nokkurt fé til byggingarframkvæmdanna 1920.
Högni Sigurðsson var félagslyndur maður, sem ól með sér trú á samtakamátt fólksins til hagsældar og menningar.
Högni var einn af stofnendum k/f Fram, sem útgerðarmenn í Eyjum stóðu að og starfrækt var þar um margra ára skeið, þar til Einar Sigurðsson, hálfbróðir Högna, „keypti félagsskapinn“, ,,tók að sér“ eignir þess og skuldir. Nokkrum árum áður hafði Högni hætt að vera þar starfandi félagsmaður eða um það bil er hann hætti útgerð.
Árið 1931 var Högni Sigurðsson einn af stofnendum k/f Alþýðu í Eyjum og sat í fyrstu stjórn þess með þeim, sem þetta skrifar. Árin liðu og félagsskapur þessi óx að álnum og dafnaði vel. Þá komu ný öfl til. Þeim tókst að leiða allan þorra félagsmanna til trúar á nýtt og annarlegt hamingjuhnoða í rekstri og starfi félagsins. Við Högni gátum ekki „tekið trúna“ og urðum að víkja úr stjórn félagsins. Við létum hið sama yfir okkur báða ganga. Völundarhús viðskiptalífsins reyndist hinum nýju valdhöfum í félagsskapnum torratað og torsótt. Þó var hið nýja hamingjuhnoða elt í blindni, meðan arkað varð, þar til yfir lauk og fyrir björg fallið í viðskiptalífinu. — Búð lokað. Hætt að höndla. Samtök alþýðunnar gjaldþrota. Svo fór um sjóferð þá. Við Högni stóðum álengdar og máttum aðeins horfa á og votta samúð „hinum blinda lýð“, sem skildi við félagsskap sinn „undir björgum ... með limu brotna og hraun öxum holdi söxuðu,“ eins og skáldið kemst að orði.
Sigurður Sigurfinnsson, hreppstjóri, faðir Högna, var einn af atorkusömustu útgerðarmönnum í Eyjum fyrir og um aldamótin síðustu. Hann keypti fyrsta vélbátinn til Eyja frá Danmörku, Knörrinn, 1905 og sigldi honum sjálfur til landsins. Þetta framtak Sigurðar mistókst að miklu leyti sökum þess m.a., að vél bátsins reyndist of lítil og kraftlaus í hlutföllum við stærð hans. En Sigurður var ekki af baki dottinn. Hann átti 10-æring, sem hann kallaði Skeið. Honum breytti hann í vélbát, lét setja í hann 8 hestafla Hoffmannsvél. Í þessu framtaki öllu átti Högni Sigurðsson hlutdeild. Hann eignaðist 1/3 í Skeiðinni nýju á móti föður sínum og Jóni Jónssyni í Hlíð (1/3). Þessi fleyta þeirra þremenninganna varð í rauninni hinn merkasti farkostur, því að 7 árum síðar gerði Norðmaðurinn A. Förland fyrstu tilraunir hér, sem mistókust ekki, með þorskveiðar í net á þessum báti.
Árið 1911 afréðu þeir feðgar að láta Ástgeir Guðmundsson bátasmið í Litlabæ byggja vélbát handa þeim. Hann skyldi vera 10—11 smálestir að stærð með vélaafl um 1 hestafl á hverja smálest. Þetta var gert. Fjórir urðu eigendur þessa báts. Sæmundur Þórðarson í Götu og Sigurður Ísleifsson í Merkissteini, svili Sigurðar á Heiði, eignuðust bátinn með þeim feðgum.
Þennan nýja bát kölluðu þeir Freyju, sem fyrst gekk á vetrarvertíð 1912.
Sigurður Sigurfinnsson á Heiði, faðir Högna, lézt 8. sept. 1916. Nokkru síðar leystist eigendafélagið að m/b Freyju upp. Þá lét Högni byggja sér nýjan bát, sem hann átti einn. Til þess þurfti nokkurt fjárhagslegt bolmagn.
Lítið hafði Högni efnazt á útgerð v/b Freyju, en hann hafði hlotið nokkurn arf eftir föður sinn. Því fé varði hann til þess að láta byggja vélbát, sem hann vildi eiga einn. Þennan bát kallaði Högni Ester í höfuðið á yngsta barni sínu þá. V/b Ester gerði Högni síðan út í 7 ár. Árið 1925 seldi hann bátinn Ísleifi Jónssyni í Nýjahúsi og fleirum.
Högni Sigurðsson missti Sigríði konu sína 18. september 1921. Börn þeirra:
1. Sigurður, f. 4. okt. 1897 að Nesi í Norðfirði. Hann kvæntist Ingibjörgu Ólafsdóttur frá Vík í Mýrdal 26. febrúar 1927. Þau eignuðust 5 börn: Ástu, Högna, Ólaf, Sigríði og Huldu. Sigurður Högnason lézt 31. ágúst 1957.
2. Ágústa Þorgerður, f. að Nesi 17. ágúst 1900. Hún giftist Sigurði Oddgeirssyni prests Guðmundsen að Ofanleiti. Þau eignuðust 6 börn: Ernu Sigríði, Önnu, Sigurð, Svanhildi, Helgu og Hilmi.
3. Hildur Ísfold, f. 18. febrúar 1904 í Vm. Hún giftist Tómasi Jónssyni frá Sómastöðum í Reyðarfirði. Börn þeirra: Richard, Sigríður og Högni. Hildur dó af barnsförum 14. des. 1926 og Högni, barnið, sem hún þá ól, með henni.
4. Guðmundur, bifreiðarstj., f. 10. maí 1908, óg. og bl.
5. Haukur, bifreiðarstj., f. 7. júlí 1912. Kvæntur er hann Jóhönnu Jósepsdóttur. Þau eiga 3 börn: Svölu, Ölver og Sigurð.
6. Ester, f. 6. maí 1917. Gift Jóni Björnssyni og eru búsett í Reykjavík. Þeirra börn: Edda Ísfold, Högni Björn, Björgvin og Margrét.

Frá vinstri: Guðný Magnúsdóttir, seinni kona Högna í Vatnsdal; Ester, yngsta stjúpbarn Guðnýjar; Hilmir Högnason, einkabarn Guðnýjar og Högna.

Árið 1922, 15. des., kvæntist Högni Sigurðsson öðru sinni. Þá gekk hann að eiga Guðnýju Magnúsdóttur frá Norður-Búðarhólshjáleigu í Landeyjum, f. þar 17. júlí 1882. Þau eignuðust eitt barn, Hilmi, rafvirkjasvein, f. 27. ágúst 1923. Hann er kvæntur Öldu Björnsdóttur. Börn þeirra: Hörður, Hrefna, Guðný, Birna. Guðný býr enn í Vatnsdal, áttræð, þegar þetta er skrifað.
Högni Sigurðsson í Vatnsdal lézt 14. maí 1961 nær 87 ára gamall.

Högni Sigurðsson átti kyn til þess að vera hagmæltur, eins og áður er að vikið. Lítið gerði hann þó að því að yrkja, þó að hann bæri það við. Hann var hlédrægur í þeim efnum sem öðrum og gerði lítið að því að flíka skáldskap sínum. Blik birtir hér nokkur kvæði hans og stökur:

Vestmannaeyjar.
(Lag: Rís þú unga...)
Ein er sú í Atlants-álum
öld af öld í ramma-slag.
Byltir af sér báru-fálum,
bifast ei við högg né lag.
Rán og Kári úr reiðiskálum
ryðja á hana nótt og dag.
Aðdáendur áttu marga,
undurfagra eyjan mín;
tigin reisn og töfrar bjarga
tignaráhrif eykur þín.
Engin sprengja örg má farga
unaðsþokka, er af þér skín.
Þegar sumarsól í heiði
sindrar gulli' á klæðin þín,
dýrðleg ert sem dögg á meiði,
djúp þín ljúfu brosin fín.
Er þá furða' að að sér seiði
okkur, mætust eyjan mín?
Öll nú eitt í einu skrifi
upp með húrra fyrir þér,
svo undirtaki í Kletti og Klifi
kveðjuhróp frá þér og mér.
Vestmannaeyjar lengi lifi,
lofaðar, sem verðugt er.


Kærleikurinn.
Lífsins æðsta ljós í heimi
lýsir skært í mannlífsgeimi,
unaðshlýju öllu fær.
Andans glæðir yndisstundir,
afli glæðir hug og mundir,
sorgir græðir, sárar undir
sindra, gróm af lýðum þvær.
Þessi guðdóms geislaljómi,
gjöf frá drottins helgidómi,
geislar inn í hugskot manns.
Í ljósaskiptum lífs og dauða,
lokaþætti böls og nauða,
lýsir ljúft þeim ríka og snauða
ljósið milda kærleikans.


Skilnaðarsóngur skólapilta
í Flensborg 1895.
(Lag: Frelsið helga og hreina)
Vorsins koma vetri
víkja burtu fer
fróða- svo frá -setri
sveinninn skunda ber.
Lífsinslot svo falla.
lengra' ei gefið bil;
árstíð kveður alla
ýmissar vinnu til.
En með rómi einum
innsta hjarta frá
og af huga hreinum
hér skal þakkir tjá
yður, er oss fræðið,
yður, sem oss glæðið
innra ljósið bjart.
Eins og okkar vera
yður hjá var kær,
vildum vottinn bera,
vér þá hverfum fjær,
að vér yðar nutum
og að lögðu hér
góðan grundvöll hlutum
gagn, sem eftir fer.
Ó, að ávöxt sýna
ætíð mættum vér,
andans orði' ei týna,
auka heldur við.
Gjöra allt hvað styður
gleyma' ei anda þeim,
áhrif þau frá yður,
er við berum heim.
Verið virktum kvaddir
verið alla tíð
heiðri og gæðum gladdir.
Gæfan signi blíð,
skólans athöfn alla,
okkar kærleiksband,
menntun, manndáð snjalla,
móður kærsta land.


Lóan er komin.
Þú ert komin, kæra mín,
kát og glöð sem fyrri daginn.
Hlusta' ég ljúf á lögin þín,
ljóð um vor, er sólin skín.
Bú og maka og börnin fín
búna framtíð þeim í haginn.
Þú ert komin, kæra mín,
kært að sjá þig heim við bæinn.
Þig ber að um langa leið
ljósra heiða á vængjum þöndum.
Himins- undra -hvelfing breið
hefur reynzt þér fær og greið
að sækja hingað sólarskeið
sýnu lengra en út í löndum.
Þig ber að um langa leið
ljósra heiða á vængjum þöndum.
En hvað þú ert frjáls og frí,
falleg, nett og létt í spori.
Fjaðra- mjúku -fötin hlý
fögur berðu, — alltaf ný.
Hoppar svo um „borg og bý“
bernskunnar á sólskinsvori.
En hvað þú ert frjáls og frí,
falleg, nett og létt í spori.
Sendu oss þín söngvahljóð
sælla tóna ýmis vega.
Syngdu vorsins sólar óð,
syngdu vor í okkar þjóð.
Heiðló kæra, hýr og góð
heilsa ég þér innilega;
sendu oss þín söngva hljóð
sætum rómi' og unaðslega.


Ævintýri á gönguför.
(Lag: Um aldamótin ekki neitt...)
Einu sinni á yndisfögrum degi
einn ég rölti í nánd við heiðavegi.
Þá leit ég ljúfa meyju
í laut við baðstaðinn.
Hún nálgaðist mig nettlega
með nakinn meydóminn.
Óðagot á mig kom í bragði.
Eins og skot eg á flótta lagði, —
eins og skot.
Ég sá næst: í einu andartaki
elti hún mig með ópi' og vængjablaki.
Ég æpti upp í angist og óttahugsunum,
er eftir mér hún lamdi með undirbuxunum.
Fíkjublað fékk sér þá hún Eva.
Eitt fíkjublað, sem hvergi fannst á rifa, —
eitt fíkjublað.
Svona að una í sæluleiðslu og draumi
saklaus bara að horfa á mey í laumi;
en fyrir vikið fæ ég
fordæmingar mat,
þó geymi ég af því glampa,
sem geisla um skráargat. —
Skráargat skást er við að líkja.
Í skráargat skyldi aldrei kíkja, —
í skráargat.


Brúðkaupsósk.
Blessun guðs ég bið í dag
búi ykkur allt í haginn;
leiki og tóni ljúfast lag
til lukku og gleði á brúðkaupsdaginn.


Ótíð.
Steðjar að í styrjarham
stormahríð óvægin.
Alheims- biðjum -æðstan Gram
að gefi þeim á sæinn.


Ljótt úllit:
Þoku- dekkjað -þykkt er loft
þakið hreggi snjóa;
lýði blekkir lognið oft,
líst mér ekki að róa.


Höldum á sœinn.
Þó að aldan yggli brún
enn skal halda á sæinn;
voðum tjalda og vinda að hún;
verður kaldi í haginn.


Þótt á Græði geigvaldur
góli bræðistemmu,
ekki hræðist Eyjólfur,¹
yfir ræður Emmu.

¹ (Til Eyj. Gíslasonar skipstjóra á v/b Emmu).

Þ.Þ.V.

Til baka