Sigurður Högnason (Vatnsdal)

From Heimaslóð
(Redirected from Sigurður Högnason)
Jump to navigation Jump to search
Sigurður
Sigurður og Ingibjörg Jónsdóttir á Þórsþjóðhátíð.

Sigurður Högnason fæddist 4. október 1897 og lést 31. ágúst 1951. Hann var sonur hjónanna Högna Sigurðssonar og Sigríðar Brynjólfsdóttur. Sigurður var elstur í systkinahópnum. Systkini Sigurðar voru Ágústa Þorgerður, Hildur Ísfold, Guðmundur, Haukur, Elín Esther og Hilmir.

Jónas Þorsteinsson skáldi orti þessar vísur um Sigurð veturinn 1907. Þá var Sigurður Högnason 10 ára gamall:

Sonur Högna Sigurður,
sem með þögn er auðkenndur,
hljóti fögnuð hugljúfur,
hvers manns sögnum lofaður.
Sá hinn sami Sigurður,
sem um pallinn gengur,
han er bæði hugljúfur
og hermannlegur drengur.

Myndir