Ágústa Þorgerður Högnadóttir

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ágústa ásamt móður sinni, Sigríði.

Ágústa Þorgerður Högnadóttir fæddist 17. ágúst 1900 og lést 8. október 1948. Hún var dóttir Högna Sigurðssonar og Sigríðar Brynjólfsdóttur. Systkini Ágústu voru Sigurður, Hildur Ísfold, Guðmundur, Haukur, Elín Esther og Hilmir.

Frekari umfjöllun

Sigurður Oddgeirsson og Ágústa Þorgerður Högnadóttir.

Ágústa Þorgerður Högnadóttir húsfreyja frá Vatnsdal fæddist 17. ágúst 1901 á Norðfirði og lést 7. nóvember 1948 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Högni Sigurðsson kennari, vélstjóri, íshússstjóri, útgerðarmaður og bóndi í Vatnsdal, f. 23. september 1974, d. 14. maí 1961, og fyrri kona hans Sigríður Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 29. júlí 1877, d. 18. september 1921.

Börn Högna og Sigríðar:
1. Sigurður Högnason bifreiðastjóri, f. 4. okt. 1897 að Nesi í Norðfirði, d. 31. ágúst 1957.
2. Ágústa Þorgerður Högnadóttir húsfreyja, f. að Nesi 17. ágúst 1900, d. 8. október 1948.
3. Hildur Ísfold húsfreyja, f. 18. febrúar 1904, d. 14. desember 1926.
4. Guðmundur Högnason bifreiðastjóri, f. 10. maí 1908, d. 18. apríl 1982.
5. Haukur Brynjólfur Högnason bifreiðastjóri, f. 7. júlí 1912, d. 13. apríl 1993.
6. Elín Esther Högnadóttir húsfreyja, f. 6. maí 1917, d. 7. september 1992.
Hálfbróðir systkinanna var
7. Hilmir Högnason rafvirki, f. 27. ágúst 1923, d. 5. desember 2014.

Ágústa Þorgerður var með foreldrum sínum á Nesi í Norðfirði og fluttist með þeim til Eyja 1902. Hún var með foreldrum sínum til giftingar 1921. Þau Sigurður bjuggu í Vatnsdal uns þau fluttust til Reykjavíkur um 1929.
Ágústa Þorgerður ól 6 börn, þrjú í Vatnsdal og þrjú í Reykjavík. Hún lést 1948.

Maður Ágústu Þorgerðar, (28. janúar 1921), var Sigurður Oddgeirsson verkamaður, vélstjóri frá Ofanleiti, f. 24. apríl 1892, d. 1. júní 1963.
Börn þeirra:
1. Erna Sigríður Sigurðardóttir, kölluð Stella, húsfreyja í Shawbury á Englandi, f. 31. maí 1921 í Eyjum, d. 10. febrúar 2012. Maður hennar var John Ernest Brown flugmaður og eftirlitsmaður á flugvelli, f. 14. nóvember 1921.
2. Anna Sigurðardóttir húsfreyja frá Vatnsdal, f. 12. september 1922 í Vatnsdal, d. 14. febrúar 2013.
Fyrri maður hennar var William Thomas Mountford flugmaður, f. 6 maí 1921.
Síðari maður hennar var Högni Sigurðsson vélstjóri frá Vatnsdal, f. 19. janúar 1929.
3. Sigurður Sigurðarson skipasmíða- og húsasmíðameistari í Eyjum, f. 22. júlí 1928 í Vatnsdal. Kona hans var Jóhanna Margrét Friðriksdóttir verkakona, verkalýðsleiðtogi, f. 13. október 1930 í Reykjavík, d. 17. nóvember 2012.
4. Svanhildur Sigurðardóttir húsfreyja á Egilsstöðum, f. 26. desember 1929 í Reykjavík. Maður hennar var Bergur Guðlaugur Ólason bifvélavirki frá Hátúni á Héraði, f. 24. september 1919, d. 1. ágúst 2010.
5. Helga Sigurðardóttir, f. 5. desember 1932 í Reykjavík, d. 31. maí 1936 í Reykjavík.
6. Hilmir Sigurðsson skipasmiður í Kópavogi, f. 2. júní 1939 í Reykjavík. Kona hans er Erla Erlendsdóttir húsfreyja, auglýsingafulltrúi hjá Ríkisútvarpinu, f. 5. september 1942 á Patreksfirði.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.is.
  • Knudsensætt 1-2. Ritstjóri Þorsteinn Jónsson. Sögusteinn 1986.
  • Manntöl.
  • Prestþjónustubækur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.